Fréttabréf - 01.07.1995, Blaðsíða 3

Fréttabréf - 01.07.1995, Blaðsíða 3
Kristín í Kína Þingflokksformaðurinn okkar fór á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kína á vegum Alþingis enda er hún formaður félagsmála- nefndar þingsins. Hún kemur aftur til landsins 18. september, væntan- lega uppfull af áhrifum og frásagnaverðum atvikum. Vinningar á vonarvöl Happdrættismálinu er ekki lokið enn. Á eftirtöldum númerum eru glæsilegir vinningar sem þrá að komast í réttar hendur (athugið nú vel hvort þið selduð ekki eitthvað af þessum miðum): 0340, 0471, 0571, 1389, 2462,2556, 3535, 3555, 3561, 3711, 3838, 4722, 5057, 5081, 5092, 5537, 5657, 6384, 6881, 7282, 7503, 8409, 8538, 8905, 8990, 9943 Vinningaskráin liggur á Laugavegi 17 og þar fást upplýsingar um hvaða vinningur er á hverju númeri, auk aðstoðar við að nálgast vinningana. Síminn er einsog áður 551 3725. Söfnun RKÍ Kvennalistinn tók þátt í söfnun Rauða Kross íslands til styrktar konum og bömum í neyð. Eftir því sem við höfum fregnað hjá RKÍ stóðum við okkur ágætlega. Fjárhagur samtakanna er með þeim hætti um þessar mundir að bein fjárframlög eru ekki inni í myndinni. Þeim mun mikil- vægara er að leggja fram vinnu þegar um gott málefni er að raíða. Laugardagskaffi Laugardagskaffið fer nú að fara aftur í gang einsog svo margt annað. Reykjavíkur- og Reykjanesangar sjá um þessar samkomur og er þegar búið að ákveða dagskrá fyrsta kaffisins: 30. september kl. 11:00 Kvennaráðstefnan í Peking. Mismunandi skoðanir kvenna á ráðstefnunni. Næsta kaffi verður svo haldið 7. október kl. 11:00. Dagskrá þess hefur ekki enn veriö endanlega ákveðin en það skal þó upplýst að góðar hugmyndir skortir ekki. Fylgist með skjáauglýsingum í Sjónvarpinu á fimmtudagskvöldum. 3

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.