Morgunblaðið - 15.10.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.10.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2015 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu deili- skipulagi Austurhafnar vegna lóðar nr. 2 við Austurbakka. Felur breyt- ingin í sér að heimiluð er 7. hæð á reit 5, að hámarki 600 fermetrar, fyrir opna veitingaþjónustu. Verður efsta hæðin inndregin um fimm metra frá byggingarlínu. Á reitnum stendur til að reisa fimm stjörnu hótel. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir aðstandendur verkefnisins hafa lagt þunga áherslu á að bæta einni hæð ofan á hótelið. „Þarna verður þakbar, eða „skybar“ eins og þeir kalla það á ensku. Þarna verður útsýnishæð sem er mikið inndregin. Mér skilst að þeir ætli líka að vera með sund- laug þarna uppi á þakinu. Verður opið almenningi Þessir uppbyggingaraðilar lögðu mikla áherslu á að hafa útsýnisbar á þakinu og það var samþykkt. Þetta á að vera opið þannig að allir geti komist þarna upp,“ segir Hjálmar og bendir á að svona útsýnisbarir séu nú í tísku. Hótelið verður rekið undir merkjum lúxushótelsins Marriott Edition. Fram kemur í frétt á mbl.is um málið að heildarfjárfest- ing vegna verkefnisins sé sem svar- ar 16,2 milljörðum króna á núver- andi gengi. Á hótelinu verða 250 herbergi og er stefnt að því að hefja rekstur vorið 2018. Sundlaug uppi á þaki  Skipulagsyfirvöld samþykkja aukahæð á hóteli við Hörpu  Þar verður sundlaug og bar með útsýni yfir miðborgina Morgunblaðið/Þórður Hörpureitur Bráðum hefst bygging fimm stjörnu hótels við Hörpu. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ekkert eftirlit er með neytenda- skilmálum á fjarskiptamarkaði á Íslandi auk þess sem engin úr- skurðarnefnd er til staðar til þess að skjóta ágreiningsmálum við- skiptavina og fjarskiptafyrirtækja til. Tryggvi Ax- elsson, forstjóri Neytendstofu, kallar eftir laga- breytingu þess efnis að stofn- unin hafi úrræði til að hægt verði að hafa eftirlit með neytenda- skilmálum. „Það er gríðarlega mikilvægt að fá þessa réttarbót. Öll viðskipti á fjarskiptamarkaði byggjast á stöðluðum samningum og það þarf að vera hægt að fara yfir þá. Við erum t.a.m. með lög um neytenda- lán og fyrir liggur frumvarp um fasteignalán og neytendastofa á að hafa eftirlit með,“ segir Tryggvi. Dómstólar eina leiðin Að sögn hans snúa algengustu umkvörtunarefnin, sem berast á borð Neytendastofu, að fjarskipta- fyrirtækjum. „Það vantar úrskurð- arnefnd fyrir fjarskiptasviðið. Ef að fyrirtækið getur ekki gert eitt- hvað fyrir þig ertu í raun á enda- stöð, eða að þú þarft að fara fyrir dómstóla,“ segir Tryggvi. Bendir hann á það að gjarnan sé um fremur lágar fjárhæðir að ræða og dómstólaleið ekki ákjósanlegur kostur. Morgunblaðið hefur séð nokkur dæmi um reikninga frá fjarskipta- fyrirtækjum, sem við nánari skoð- un reyndust vera of háir. Dæmin eru ólík. Í einu tilfelli var um að ræða tvírukkun fyrir grunngjald gsm, net og heimasíma, í öðru var um að ræða ofrukkun fyrir auka- legt gagnamagn á tilteknum mán- uðum. Þá eru einnig tvö tilvik þar sem annars vegar hafði verið rukkað fyrir tvo beina frá árinu 2012 þar til snemma árs 2015 og hins vegar hafði ranglega verið rukkað fyrir tvo myndlykla í 31 mánuð frá árinu 2012 þar til á miðju ári í ár. Taka skal fram að í flestum tilfellum tóku fyrirtækin vel í athuganir viðskiptavina sinna og leiðréttu það sem hafði verið ofreiknað. Undanskilin eru þó síð- astnefndu tilvikin þar sem greitt hafði verið fyrir myndlykil og beini í vel á þriðja ár. Endur- greiddi viðkomandi fyrirtæki ein- ungis þá reikninga sem gefnir höfðu verið út síðustu sex mánuði á undan. Heimildarmaður Morg- unblaðsins telur sig hafa átt um 24.550 króna inneign vegna mán- aðarlegra greiðsla fyrir myndlykil, en segist einungis hafa fengið 4.740 krónur til baka sem er ígildi tæps fimmtungs sem hann telur sig eiga inni hjá fyrirtækinu. Flókin kerfi Í svari frá viðkomandi fjar- skiptafyrirtæki fékkst það upp- gefið að í ljósi persónuvernd- arsjónarmiða hafi starfsmenn í framlínu einungis aðgang að upp- lýsingum um reikninga við- skiptavina sex mánuði aftur í tím- ann og því hefur almenna reglan hjá framlínustarfsmönnum verið að endurgreiða sex mánuði aftur í tímann telji þeir það rétta niður- stöðu út frá gögnum málsins. Þegar Morgunblaðið setti sig í samband við fjögur stærstu fjar- skiptafyrirtækin á markaði, Sím- ann, Vodafone, Nova og 365 miðla, sögðu talsmenn fyrirtækjanna að sjaldgæft væri að rangir reikn- ingar væru sendir út. Hins vegar væru dæmi um að svo væri gert og þá væri slíkt leiðrétt eftir á. Spurð hvort að haldið væri utan um tíðni rangrar reikningagerðar, þá sögðu þau að svo væri gert en að þau væru ekki tilbúin til þess að láta upplýsingar um algengi þess af hendi. Þá tilgreindu þau að reikningskerfi væru flókin og um hver mánaðamót væru gefnir út allt frá tugum yfir í vel á annað hundrað þúsund reikninga. Því gæti alltaf komið upp atvik þar sem rangir reikningar færu úr kerfinu. Hins vegar færi reglulega fram innri úttekt á verkferlum fyr- irtækjanna þar sem m.a. væri gert slembiúrtak úr reikningunum sem sendir eru út til þess að kanna réttmæti þeirra. Fólk skoði reikninga Ef upp kemur ágreingur um reikning er hægt að setja málið í farveg hjá Póst og fjarskiptastofn- un. Hrafnkell V. Gíslason, for- stjóri, segir að stofnunin geti ekki úrskurðað um mál þegar kemur að upphæð reikninga. Hins vegar geti hún haft milligöngu í deilum á milli viðskiptavina og fjarskipta- fyrirtækja í vissum tilvikum þegar ágreiningur er um forsendur reikninganna. Nýlega kvartaði símnotandi undan því að hafa ekki fengið upp- lýsingar um kostnað á þjónustu þegar hann fór til Tyrklands. Fékk hann háan reikning og taldi stofnunin neytandann hafa nokkuð til síns máls. Úr varð að fyrirtækið og viðskiptavinurinn skiptu kostn- aði með sér að sögn Hrafnkels. „Það má hvetja neytendur til þess að skoða reikninga. Flestir fá þá í heimabankann undir rafræn- um skjölum. Þar sést hvernig þeir eru uppsettir,“ segir Hrafnkell. Úrræðaleysi neytenda  Algengustu kvartanirnar hjá Neytendastofu snúa að fjar- skiptafyrirtækjum  Geta ekki leitað til úrskurðarnefndar Morgunblaðið/Ómar Í símanum Neytendur á farsímamarkaði geta ekki skotið sínum málum til úrskurðarnefndar. Forstjóri Neytendastofu kallar eftir nýrri reglugerð. Tryggvi Axelsson Guðni Einarsson gudni@mbl.is Óprúttnir þrjótar náðu nýlega tökum á vinnutölvu Jóns Sigurðssonar, fréttaritara Morgunblaðsins á Blönduósi, og læstu henni og öllu efni hennar. Jóni bauðst að borga sem samsvaraði 75.000 krónum í lausnar- gjald til að fá aftur aðgang að efninu í tölvunni sinni. Hann gerði það ekki og tapaði því öllu sem hann geymdi í tölvunni. Jón grunar að þrjótarnir hafi kom- ist inn í tölvuna hans í gegnum upp- færslu á útlendu netöryggisforriti. Það er hægt að sækja ókeypis á net- inu. Fyrir skömmu ætlaði hann að uppfæra forritið. Í boði voru nokkrar slóðir til að sækja uppfærsluna. Jón valdi einn hlekkinn og grunar að sá hafi verið falsaður og opnað þrjótun- um leið inn í tölvuna hans. Gögnin tekin í gíslingu „Það var brotist inn í vinnutölvuna mína og öll gögn sem tengdust per- sónulegum aðgangi mínum voru hlekkjuð á stað þar sem ég gat á eng- an hátt nálgast þau,“ sagði Jón. Þeg- ar búið var að læsa gögnunum fékk Jón skilaboð á ensku: „Ef þú vilt sjá sköpunarverk þín aftur skaltu vin- samlegast greiða með bitcoins upp- hæð sem samvarar 75.000 krónum fyrir þriðjudaginn 13. október 2015. Ef þú gerir það ekki þá tvöfaldast lausnargjaldið.“ Jón sagði að það hefði ekki hvarfl- að að sér að greiða þessum glæpa- mönnum lausnargjaldið, þótt það væri ekki nema brot af þeim verð- mætum sem tekin voru í gíslingu. Tölvan var því hreinsuð og byggð upp á ný. Sumt af gögnunum er al- gjörlega týnt og tröllum gefið. Þar á meðal voru gögn sem voru Jóni afar kær. Húnversk andlit týndust „Ég hef tekið passamyndir af Hún- vetningum í gegnum tíðina. Nú eru dálítið mörg andlit, sem ég átti, horf- in. Það var dálítið merkileg þroska- saga Húnvetninga, sem nú er farin,“ sagði Jón. Hann sagði að hann hefði átt afrit af sumu sem var í tölvunni. Jón sagði að fjárkúgunin væri með öllu órekjanleg. Hann lét kanna hvort hægt væri að rekja greiðslu- slóðina en það var ekki nokkur leið. „Mér líður ekki vel yfir þessu. Það má líkja þessu við að brotist sé inn hjá manni og teknir hlutir sem eru ómetanlegir og manni afar kærir,“ sagði Jón. „Nú langar mig mest að læra tölvuhakk og reyna að komast inn í veröld þessara manna og gera þeim sem mestan miska. Svona getur mað- ur breyst úr ljúfmenni og farið í hefndarhug. Ég hélt að það væri ekki til í mér.“ Jón kvaðst hafa lært bitra lexíu á þessu. Hann sagði að eina vörnin gegn svona árás væri að eiga gott ör- yggisafrit af tölvugögnunum. Jón ætlar að gæta þess vel eftirleiðis að taka reglulega afrit af gögnum í tölv- unni og geyma á tryggum stað. Morgunblaðið/Júlíus Tölvuglæpir Það er margt að varast í netheimum. Myndin er sviðsett. Krafðist lausnar- gjalds fyrir gögnin  Tölvuþrjótur náði tökum á tölvu manns og tók öll gögnin í gíslingu Alþjóðleg ráðstefna í tile fni af aldarafmæli almenns ko sningaréttar í Hörpu 22.–23. október . Nánari upplýsingar: kosningarettur100a ra.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.