Morgunblaðið - 15.10.2015, Síða 8

Morgunblaðið - 15.10.2015, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2015 Styrkjum starfsemi Krabbameinsfélagsins Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameinsfélagsins og baráttuna gegn krabbameini hjá konum. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum. Taktu bleikan bíl næst þegar þú pantar leigubíl! „Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október. Hreyfill/Bæjarleiðir er styrktaraðili árvekniátaks Krabbameinsfélagsins í október og nóvember Tökum bleikan bíl! Styrkjum starfsemi Krabbameinsfélagsins SÆKTU APPIÐ á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play Sæktu þér Hreyfils appið og pantaðu bleikan bíl. Merkel kanslari er ekki búin aðbíta úr nálinni með stefnu- legan viðsnúning í málefnum flótta- manna. Páll Vilhjálmsson skrifar:    Schengen-samstarf ESB- ríkja, sem Ísland á aðild að, hrundi þeg- ar flóttamenn frá mið-austurlöndum og Afríku gerðu áhlaup á sameig- inleg landamæri Evrópusambandsins.    Það kom á daginnað á bakvið sameiginleg landa- mæri var ekki sam- eiginleg stefna um aðgerðir þegar landamærunum var ógnað.    ESB-ríkin tóku hvert af öðru upplandamæravörslu og viku Schengen-reglum til hliðar.    Merkel kanslari Þýskalands boð-ar að 20 daga framhald verði á afnámi Schengen-samstarfsins.    Það er bjartsýni.    Meirihluti Þjóðverja er á mótiþeirri stefnu Merkel að taka við milljón flóttamönnum.    Aðeins einn af hverjum fimmÞjóðverjum er hlynntur.    Þýsk stjórnvöld munu taka marká þessari afstöðu þýsku þjóð- arinnar.    Þar af leiðandi verður Schengen-samstarfið ekki endurvakið enda treysta þýsk stjórnvöld ekki öðrum evrópskum ríkjum fyrir þýskum landamærum.“ Páll Vilhjálmsson Merkel á flótta STAKSTEINAR Angela Merkel Veður víða um heim 14.10., kl. 18.00 Reykjavík 6 skýjað Bolungarvík 6 súld Akureyri 6 léttskýjað Nuuk 5 skúrir Þórshöfn 11 skúrir Ósló 7 heiðskírt Kaupmannahöfn 10 skýjað Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 6 heiðskírt Lúxemborg 2 skýjað Brussel 3 skýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 12 alskýjað London 12 skúrir París 8 alskýjað Amsterdam 5 skúrir Hamborg 7 skúrir Berlín 6 súld Vín 8 alskýjað Moskva 3 heiðskírt Algarve 21 léttskýjað Madríd 18 heiðskírt Barcelona 18 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 20 skýjað Aþena 18 léttskýjað Winnipeg 11 heiðskírt Montreal 10 skýjað New York 18 léttskýjað Chicago 12 léttskýjað Orlando 28 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 15. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:18 18:10 ÍSAFJÖRÐUR 8:29 18:09 SIGLUFJÖRÐUR 8:12 17:52 DJÚPIVOGUR 7:49 17:38 Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ákveðið að þekkjast boð sveit- arfélaganna Akureyrar, Hafnar- fjarðar og Kópavogs um að ganga til viðræðna um móttöku fyrsta hóps flóttafólks sem íslensk stjórnvöld hyggjast bjóða til Íslands. Velferðarráðuneytið greindi frá þessari ákvörðun í bréfi til þeirra sveitarfélaga sem lýst hafa sig reiðubúin til móttöku flóttafólks. Mun ráðherrann síðan funda með fulltrúum sveitarfélaganna. „Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórn- arinnar er fyrirhugað að taka á móti flóttamönnum með milligöngu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og er undirbúningur vegna móttöku fyrsta hópsins þegar haf- inn. Búið er að óska eftir skýrslum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og er þess beðið að gögnin verði send til flóttamannanefndar,“ segir í bréfi ráðherrans. Þjónusta 90 hælisleitendur Reykjavíkurborg hefur gert nýjan samning við Útlendingastofnun um þjónustu við hælisleitendur. Í fyrsta skipti verður í boði þjónusta fyrir fjölskyldur í hópi hælisleitenda en hingað til hefur hún miðast við ein- staklinga. Borgin mun veita allt að 90 hælis- leitendum þjónustu og búsetuúrræði í senn. Þá skuldbindur borgin sig til að taka bæði við einstaklingum og allt að fimm fjölskyldum. Þekkist boð sveitar- félaganna  Móttaka fyrsta hóps flóttamanna Morgunblaðið/Júlíus Ráðherrar Undirbúningur fyrir komu flóttamanna í fullum gangi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.