Morgunblaðið - 15.10.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.10.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2015 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verðbólguálag á óverðtryggðum ríkis- bréfum til fimm ára hefur lækkað mik- ið að undanförnu. Það var þannig 4,7% um miðjan júní en er nú komið undir 3%. Verðbólguálagið endurspeglar verðbólguvænting- ar markaðarins. Fari það lækkandi eru taldar auknar líkur á verðstöðug- leika. Páll Harðarson, forstjóri Kauphall- arinnar, segir álagið hafa farið lækk- andi á síðari hluta síðasta árs og verið komið niður í 2,5% á 5 ára bréfum um miðjan desember 2014. Álagið hafi síð- an farið hækkandi frá áramótum og náð hámarki í júní, áður en það lækk- aði á ný. Telur Páll ekki ósennilegt að óvissa í kjaramálum sl. vor hafi haft áhrif á væntingar markaðarins. Uppsveifla á markaði Eins og fram kom í Morgunblaðinu á þriðjudaginn var hefur Úrvalsvísi- tala Kauphallarinnar hækkað um 21% síðan ríkisstjórnin kynnti áætlun um afnám hafta 8. júní. Er íslenski hluta- bréfamarkaðurinn nú í lengsta sam- fellda hækkunarferlinu síðan Úrvals- vísitalan var endurreist árið 2009. Páll segir að líta megi á lækkað verðbólguálag sem vísbendingu um að bjartsýni á markaði hafi aukist eft- ir að afnámsáætlunin var kynnt. Þá hafi það áhrif að innflutt verðbólga sé nú lítil, að hrun hafi orðið í olíuverði síðsumars og að sáralítil verðbólga sé í mörgum viðskiptalöndum. Þá leiðir hann líkur að því að mark- aðurinn telji nú að gengi krónu geti haldist nokkuð sterkt og innflutning- ur aukist, án þess að það komi fram í neikvæðum jöfnuði á utanríkisvið- skiptum. Vísar hann þar til þess að í gegnum tíðina hefur gengi krónu jafnan gefið eftir í kjölfar uppsveiflna. Nú sé ferðaþjónustan hins vegar að skapa svo mikinn gjaldeyri að aukinn innflutningur þurfi ekki að leiða til neikvæðs viðskiptajöfnuðar. Páll bendir líka á að eign erlendra aðila í óverðtryggðum íslenskum ríkisbréfum hafi aukist úr 149,6 millj- örðum í lok maí í 183,9 milljarða í september, eða um 34,3 milljarða. Þetta innstreymi vitni um aukna trú erlendra fjárfesta á íslensku efna- hagslífi eftir að áætlunin var kynnt. „Maður hefur fundið það í samtöl- um við erlenda aðila að óljósar áætl- anir um afnám hafta hafa latt marga til fjárfestinga hér á landi. Það kemur að mínu mati ekki á óvart að áhugi er- lendra fjárfesta skuli hafa aukist eftir að við fengum skýra áætlun um af- námið,“ segir Páll. Hann telur að áhrif þessa aukna innstreymis erlends gjaldeyris á gengið muni að miklu leyti ráðast af mótvægisaðgerðum Seðlabankans. Verðbólguálag minnkar hratt Verðbólguálag á óverðtryggð ríkisbréf 4,12% 3,86% 2,92% Heimild: Kauphöll Íslands 2.1 . 20 14 2.5 . 20 14 2.9 . 20 14 2.1 . 20 15 2.5 . 20 15 2.9 . 20 15 2.3 . 20 14 2.7 . 20 14 2.1 1. 2 014 2.3 . 20 15 2.7 . 20 15 2.2 . 20 14 2.6 . 20 14 2.1 0. 20 14 2.2 . 20 15 2.6 . 20 15 2.1 0. 20 15 2.4 . 20 14 2.8 . 20 14 2.1 2. 2 014 2.4 . 20 15 2.8 . 20 15 5 % 4 % 3 % 2 % 1 % 0 % 5 ára 10 ára 3,04% 2,44% Páll Harðarson  Þykir til vitnis um aukna bjartsýni Um 400 börn bíða eftir ADHD- greiningu hjá þroska- og hegð- unarstöðinni (ÞHS) og yfir 600 full- orðnir bíða eftir greiningu hjá Land- spítalanum. „Ástandið hefur aldrei verið jafnslæmt,“ segir Þröstur Emilsson, framkvæmdarstjóri ADHD-samtakanna. „Það er ekkert í kortunum til þess að snúa þessari þróun við því 2011 fannst fólki mikið að 200 börn biðu eftir greiningu.“ Þröstur segir að það sé einfalt að minnka biðlista en til þess þurfi pen- inga. Hann hefur ritað þingmönnum bréf þar sem kemur fram að níu sál- fræðingar og tveir sérfræðilæknar annist um 300 mál hjá ÞHS á ári. Nokkrar stöðurnar eru tímabundnar og mun ÞHS missa tvo sálfræðinga um áramót og þann þriðja í árslok 2016. „Það þarf áætlun til að éta niður biðlistana og ég hef teiknað þetta upp fyrir þá þingmenn sem ég hef talað við. Miðað við 400 börn á biðlista gæt- um við sett 50 milljónir aukalega á ári. Þá væri hægt að ráða fimm til sex manns í sérstakt átaksteymi og það gæti tekið allt að 200 börn umfram það sem nú er gert. Það þýddi að við gætum eytt biðlistum hjá ÞHS á tveimur til þremur árum. Þetta eru miklir peningar en ekki í stóra sam- henginu.“ Þröstur segir að fullorðnir bíði oft í 18-24 mánuði til að fá greiningu. „Kerfið á ekki að segja: Við viljum hjálpa en það tekur allt að tveimur árum.“ Hann vonast til að málið verði tekið fyrir á Alþingi þar sem stefnan verði sett á að útrýma biðlistum. „Það er ávinningur fyrir samfélagið allt.“ Vilja fé til að eyða biðlistum  Þúsund einstaklingar bíða eftir ADHD-greiningu Kringlunni 4c – Sími 568 4900 Vetrarkápur Fylgist með okkur á faceboock Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 www.facebook.com/spennandi Opið: Mán. - fim: 12 - 18 - fös: 12-16. MC Planet - 3322 frönsk hönnun Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Full búð af glæsilegum nærfatnaði og náttfatnaði Skógarmítill fannst í síðustu viku á Eyrinni á Ísafirði. Mítillinn var full- þroskuð kerling og hún var föst á hálsinum á ketti, að því er greint er frá á vef Náttúrustofu Vestfjarða. Skógarmítill er blóðsuga sem sest á spendýr; kindur, ketti, hunda og menn og er varasamur því hann getur borið alvarlega sýkla í fórn- arlömb sín, segir á nave.is Þetta er ekki fyrsta skipti sem skógarmítill finnst á Vestfjörðum en hann er fágætur ennþá. Mælt er með því að eigendur katta og hunda leiti á dýrum sínum eftir mítlum og ef mítill finnst sé komið með þá til Náttúrustofunnar. Skógarmítill Hann getur borið al- varlega sýkla í fórnarlömb sín. Skógarmítill fannst á ketti á Ísafirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.