Morgunblaðið - 15.10.2015, Page 11
„Markmið at-
ferlisgrein-
ingar í hönn-
unarferlinu er
að sýna hvernig
notandinn hegðar
sér þegar hann
er kominn inn í
sýndarveru-
leikann.“
Morgunblaðið/Eva Björk
sé að tala um óþrjótandi möguleika,
þá er sýndarveruleiki tækni sem
sannarlega gæti staðið undir þeim
væntingum,“ segja þeir með sann-
færingarkrafti og blik í augum.
„Í samanburði við skjátækni
hefur sýndarveruleiki mun öflugri
áhrif á upplifun notenda og getur
aukinheldur skapað kenndir sem
fólk finnur aðeins í raunveruleik-
anum, jafnvel ekki einu sinni þar því
upplifunin getur verið eins og að
fljóta um í þyngdarleysi – hug-
myndin er að fólk geti á endanum
upplifað hvað sem er, hvenær sem
er. Þótt mörgum tæknilegum spurn-
ingum sé enn ósvarað, er ljóst að sú
framtíð er innan seilingar. Skemmt-
anaiðnaðurinn hefur tekið við sér og
í Hollywood er byrjað að gera til-
raunir með því að segja sögur þar
sem áhorfandinn er hluti af atburða-
rásinni; hann er inni í bíómyndinni
og á sér ekki undankomu auðið –
nema hann taki af sér gleraugun. Sá
möguleiki er líka fyrir hendi að
hann geti verið ein persónan í
myndinni.“
Spurning um útfærslu
En burtséð frá skemmtanagild-
inu segja þeir að kennsla geti orðið
með allt öðru sniði en nú er, bæði í
skólum og hvað varðar að læra ým-
islegt hagnýtt, svo sem eins og að
gera við bílinn sinn, skyndihjálp og
hvaðeina, líka að framkvæma flókn-
ar skurðaðgerðir.
„Þú setur á þig gleraugun, sérð
bílinn fyrir framan þig og þér er
leiðbeint áfram, hérna er ventillinn,
hérna áttu að skrúfa dekkið af og
svo framvegis. Þú ferð eftir leiðbein-
ingum í sýndarveruleikanum og get-
ur að því búnu gert við bílinn án
þess að fara á námskeið úti í bæ.
Þetta er eitt dæmi um möguleika,
bara spurning um út-
færslu. Enginn miðill
er betur til þess fall-
inn að miðla reynslu
en sýndarveruleikinn.
Á þessum tímapunkti
er stóra spurningin
hversu langan tíma tekur
að fullkomna tæknina.“
Sem kennsluefni í skól-
um nefna þeir að hægt verði
að fara með nemendur aftur í tím-
ann á tiltekna staði í fornöld eða á
miðöldum, kafa með þeim í undir-
djúpin og ferðast til framandi landa
í nútímanum. Einnig verði hægt að
hverfa á vit minninganna og endur-
upplifa atburði, til dæmis afmæli
barnsins síns að því tilskildu að 360
gráðu myndavél hafi verið notuð til
að mynda viðburðinn. Möguleik-
arnir varðandi hvað er hægt að upp-
lifa einskorðast aðeins af því hvers
konar hugbúnað og tækni fyrirtæki
á borð við Aldin Dynamics út um all-
an heim munu þróa og framleiða í
framtíðinni.
Í viðræðum við fjárfesta
Gunnar og Hrafn vinna að því
að efla teymi sitt, en auk þeirra er
tölvunarfræðingur í föstu starfi hjá
fyrirtækinu, nokkrir í hlutastarfi og
allmargir í lausamennsku, m.a. lista-
menn, hönnuðir og tæknifólk. Þeir
hanna hugbúnaðinn frá grunni, út-
færa hvert smáatriði í þaula sem og
útlit persónanna í leikjunum. Hluti
af áformum þeirra er að fá sterka
bakhjarla og ráðgjafa um borð sem
geta stutt við vöxt félagsins og eru
þeir í viðræðum við nýja fjárfesta
bæði innan lands og utan.
„Við þróun sýndarveruleika
þarf að taka tillit til margra þátta og
þá sérstaklega fjölbreyttrar hegð-
unar notandans. Og þá komum við
aftur að mikilvægi atferlisgreining-
arinnar sem við erum að þróa og
mun nýtast öllum þeim sem hyggj-
ast framleiða forrit fyrir sýndar-
veruleika. Sú tækni er mjög öflug og
nýtist við gæðastjórnun og á þann
hátt að sýndarveruleikinn getur
brugðist raunverulegar en ella við
nærveru notenda.“
Þeir segja mikil tækifæri á
næstu mánuðum til að ná forskoti á
þessu sviði, enda séu tækniframfar-
irnar svo stórstígar að undrum sæti.
„Það var enda engin tilviljun að
Facebook, sem státar af meira en
milljarði notenda, hafði hraðar
hendur og keypti Oculus. Sýndar-
veruleikinn er miðill sem opnar nýj-
ar víddir í hönnun skemmti- og
kennsluefnis. Samfélags- og sam-
skiptamiðlarnir eru þar ekki und-
anskildir,“ segja frumkvöðlarnir
Gunnar Steinn og Hrafn Þorri, sem
telja fátt geta komið í veg fyrir að
sýndarveruleikinn haldi innreið sína
í raunveruleikann.
Frumkvöðlar Gunnar Steinn Valgarðsson og Hrafn Þorri Þórisson, stofnendur Aldin Dynamics, eru sannfærðir um
að þótt enn sé langt í land verði sýndarveruleikinn ein mesta tæknibylting allra tíma.
Hendur Oculus gerir fólki
kleift að sjá sýndarveröld
og nota hendurnar innan
hennar með stýripinnum.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2015
ÁBYRGÐAR- OG ÞJÓNUSTUAÐILAR:
Optical Studio Smáralind og Optical Studio Keflavík
OPTICAL STUDIO
FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ
Allt að 50% ódýrari
en sambærileg
vara á meginlandi Evrópu*
KAUPAUKI
Með öllum margskiptum
glerjum* fylgir annað par
FRÍTT með í sama styrkleika.
Tilvalið sem sólgleraugu
eða aukagleraugu.
*Margskipt gler á við Varilux, Multifocal, Progressive og tvískipt gler.
GLERAUGU Á HAGSTÆÐARA VERÐI
* Lindberg-umgjörð m/ Hoya Progressive glerjum, 1.6 Index.