Morgunblaðið - 15.10.2015, Page 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 2015
Á ráðstefnu í Háskóla Íslands í dag
verður fjallað um Ísland og ítalska
kortagerð. Undirtitill ráðstefnunnar
er: „Frá elstu kortum af Íslandi til
samtíma kortagerðar á Ítalíu.“
Ráðstefnan verður milli klukkan 16
og 18 í dag í stofu 102 í Lögbergi, húsi
Háskóla Íslands. Hún er meðal ann-
ars haldin á vegum námsleiðar í
ítölsku við Háskóla Íslands, ítalska
sendiráðsins og Stofnunar Vigdísar
Finnbogadóttur í erlendum tungu-
málum.
Fjallað verður um elstu kort af Ís-
landi í vísindum, listum og stjórn-
málum, kortagerð sem orsök al-
þjóðlegra deilna, ítalska kortagerð í
dag og afleiðingar ferðalags Zeno-
bræðranna frá Feneyjum á 14. öld á
kortagerð Norður-Atlantshafssvæð-
isins. Ráðstefnan fer fram á ensku og
erindi flytja Maurizio Tani, kennari í
ítalskri listasögu við Háskóla Íslands,
Giorgio Novello, sendiherra Ítalíu og
sérfræðingur í lagalegri hlið korta-
gerðar, Stefano Ramacciotti, frá
vatnamælingastofnun ítalska sjó-
hersins, og Marina Boffelli sem er
sjálfstætt starfandi fræðimaður.
Ræða um Ísland og
ítalska kortagerð
Ísland Kort eftir Abraham Ortelius
frá því seint á 16. öld.
Ragnheiður
Björk Þórsdóttir
býður í dag kl.
12.15 upp á leið-
sögn um sýn-
ingu sína Rým-
isþræðir í
Listasafninu á
Akureyri, Ket-
ilhúsi. Ragn-
heiður tekur á
móti gestum og
fræðir þá um sýninguna og ein-
staka verk og er aðgangur ókeyp-
is. „Þræðir tengja Ragnheiði
Björk Þórsdóttur við lífið, upp-
runann og uppsprettuna. Þeir eru
í senn efniviðurinn og viðfangs-
efnið í listsköpun hennar og
mynda uppistöðu, ívaf og þannig
verkin sjálf,“ segir m.a. um sýn-
inguna í tilkynningu.
Ragnheiður Björk
Þórsdóttir
Ragnheiður segir
frá Rýmisþráðum
Ég er bókstafstrúar.
Í bókstaflegri merkingu
þess orðs.
Þannig hljóðar stutt ljóð, „Trúar-
játning“, í síðustu ljóðabók Magn-
úsar Sigurðssonar, Krummafótur.
Og nokkru aftar er ljóðið A-Ö:
Allt er þetta leitin
að tilgangi
orðsins.
Bók Magnúsar hefur undirtitilinn
„Ljóð og skissur“ og með einföldun
má segja að viðfangsefni þessa for-
vitnilega verks séu einfaldlega orðin,
og bókstafirnir
eins og hér má
sjá, þetta hvers-
dagslega en þó
margræða bygg-
ingarefni skálds-
ins, stafirnir og
orðin sem Magn-
ús raðar saman
og nálgast hér á
athyglisverðan og
oft ferskan og frumlegan hátt.
Rýnir hefur fylgst af athygli með
verkum Magnúsar á liðnum árum,
hefur haldið því fram að hann sé eitt
athyglisverðasta skáld sinar kyn-
slóðar og Krummafótur, hans fjórða
frumorta ljóðabók, staðfestir það.
Bókin kom út í fyrravetur, hefur
verið í farteski rýnis á allrahanda
flakki síðustu misseri og fyrir löngu
kominn tími til að festa nokkur orð
um hana á blað.
Krummafótur er í sex hlutum. Til-
einkun er í orð Eyrnaslapa, félaga
Bangsímons, um bókmenntir: Of-
metið mundi ég segja. Kjánaskapur.
Ekkert á því að græða.
Og fyrsti hlutinn, „Tþjáningar-
frelsið“, einkennist af orða- og stafa-
leikjum, snúið er upp á tungumálið; í
stuttu ljóði, „Þungaprófið“, er les-
andinn spurður hvort hann geti
ímyndað sér paradís og má haka við
já eða nei; blýflugan í samnefndu
ljóði flýtur eins og fiðrildi, stingur
eins og blý; og þar eru líka tveir
stuttir prósar sem sýna að Magnús á
líka fullt erindi á þann akur.
Í öðrum hluta, „Náttúra“, eru ljóð
um upprunann, náttúru, dýr og al-
heiminn, missterk og sum hálfgerðir
brandarar eða fulleinkaleg fyrir
þennan lesanda. Betra er „Fiski-
kóngulóin“ sem „gengur eftir vatns-
fletinum // Sem er henni / leikur
einn. // En þó kraftaverki líkast.“
Í kaflanum „Gósentíð“ eru meðal
annars tvær af nokkrum athyglis-
verðum þýðingum í bókinni, eftir
Fadwa Tuqan og Marínu Tsetajeva;
og þá er kaflinn „Tunglmálið“, sá
sterkasti í bókinni, til að mynda með
áhrifaríkum smáprósum, ljóðinu „Úr
Refsilöggjöf rithöfunda“ sem fjallar
um hvað höfundur skal gera í um-
bótaskyni ef hann teygir lopann á
meira en 500 blaðsíðum, og „Hús-
næði“:
Hús tunglmálsins
krefst viðhalds,
ekki friðunar.
Hús eru
til að búa í.
„Stafkrókar“ eru nokkur vel lukk-
uð myndljóð úr bókstöfum, eins og
lesendur þekkja til að mynda frá
Óskari Árna Óskarssyni, og loka-
hlutinn kallast „Forvitni“. Þar eru
stórar spurningar um lífið og til-
veruna efniviðurinn og í lokaljóðinu,
„Ef maður elskar“, er kinkað kolli til
frægra ljóða Raymonds Carver,
„Gravy“ og „Late Fragment“, um
lífið og tilveruna, og spurt: „Eitt-
hvað nýtt, að lokum?“ Niðurstaðan í
þessu ljóði – og forvitnilega ljóða-
safni, sem er nokkuð ójafnara að
gæðum en fyrri bækur Magnúsar –
er að:
Það er erfitt að elska.
Það er gott að lifa
ef maður elskar.
Morgunblaðið/Kristinn
Skáldið „… með einföldun má segja
að viðfangsefni þessa forvitnilega
verks séu einfaldlega orðin, og bók-
stafirnir,“ segir rýnir um Krumma-
fót Magnúsar Sigurðssonar.
Ljóð
Krummafótur – ljóð og skissur
bbbmn
Eftir Magnús Sigurðsson.
Dimma, 2014. Kilja. 99 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Leitin að tilgangi orðsins
Þau Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og
Richard Simm píanóleikari halda
tónleika í Hlöðunni að Kvoslæk í
Fljótshlíð á sunnudag og hefjast þeir
klukkan 15. Kvoslækur er um tíu
kílómetra austan við Hvolsvöll.
Á efnisskrá tónleikanna eru verk
eftir Mozart, Bach og Brahms.
Tónleikarnir eru hluti af verkefn-
inu Landsbyggðartónleikar, sem Fé-
lag íslenskra tónlistarmanna skipu-
leggur með styrk frá
menntamálaráðuneytinu. Verð að-
göngumiða er kr. 2.000.
Rut og Richard
leika í Hlöðunni
Listamennirnir Richard Simm og Rut
Ingólfsdóttir leika á tónleikunum.
65 20151950
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Lau 17/10 kl. 19:30 13.sýn Sun 8/11 kl. 19:30 22.sýn Fim 26/11 kl. 19:30 Aukas.
Sun 18/10 kl. 19:30 14.sýn Mið 11/11 kl. 19:30 Aukas. Lau 28/11 kl. 19:30 29.sýn
Fim 22/10 kl. 19:30 15.sýn Fim 12/11 kl. 19:30 23.sýn Sun 29/11 kl. 19:30 30.sýn
Fös 23/10 kl. 19:30 16.sýn Fös 13/11 kl. 19:30 24.sýn Lau 5/12 kl. 19:30 31.sýn
Mið 28/10 kl. 19:30 17.sýn Lau 14/11 kl. 15:00 Aukas. Sun 6/12 kl. 19:30 32.sýn
Fös 30/10 kl. 19:30 18.sýn Lau 14/11 kl. 19:30 26.sýn Fös 11/12 kl. 19:30 35.sýn
Fim 5/11 kl. 19:30 20.sýn Lau 21/11 kl. 19:30 27.sýn Lau 12/12 kl. 19:30 36.sýn
Fös 6/11 kl. 19:30 Aukas. Sun 22/11 kl. 19:30 28.sýn
Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Móðurharðindin (Kassinn)
Fös 16/10 kl. 19:30 18.sýn Sun 25/10 kl. 19:30 22.sýn Lau 14/11 kl. 19:30 26.sýn
Lau 17/10 kl. 19:30 19.sýn Sun 1/11 kl. 19:30 23.sýn Sun 15/11 kl. 19:30 27.sýn
Sun 18/10 kl. 19:30 20.sýn Fim 5/11 kl. 19:30 24.sýn
Fös 23/10 kl. 19:30 21.sýn Sun 8/11 kl. 19:30 25.sýn
Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna.
Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið)
Lau 24/10 kl. 19:30 Frums. Lau 31/10 kl. 20:00 3.sýn Fim 19/11 kl. 19:30 6.sýn
Lau 24/10 kl. 22:30 2.sýn Lau 7/11 kl. 22:30 5.sýn Lau 21/11 kl. 22:30 7.sýn
Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!
Heimkoman (Stóra sviðið)
Fim 15/10 kl. 19:30 3.sýn Sun 1/11 kl. 19:30 7.sýn Fös 27/11 kl. 19:30 11.sýn
Fös 16/10 kl. 19:30 4.sýn Lau 7/11 kl. 19:30 8.sýn Fös 4/12 kl. 19:30 12.sýn
Sun 25/10 kl. 19:30 5.sýn Sun 15/11 kl. 19:30 9.sýn
Fim 29/10 kl. 19:30 6.sýn Fös 20/11 kl. 19:30 10.sýn
Meistaraverk Nóbelsskáldsins Pinters.
Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan)
Lau 17/10 kl. 13:30 Lau 24/10 kl. 13:30
Lau 17/10 kl. 15:00 Lau 24/10 kl. 15:00
Kuggur og félagar eru komnir aftur í Kúluna.
(90)210 Garðabær (Kassinn)
Fös 30/10 kl. 19:30 Frums. Lau 7/11 kl. 19:30 4.sýn Sun 22/11 kl. 19:30 7.sýn
Lau 31/10 kl. 19:30 2.sýn Fim 12/11 kl. 19:30 5.sýn
Fös 6/11 kl. 19:30 3.sýn Fös 13/11 kl. 19:30 6.sýn
Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið)
Sun 25/10 kl. 16:00 Sun 8/11 kl. 14:00 Sun 15/11 kl. 16:00
Sun 1/11 kl. 14:00 Sun 8/11 kl. 16:00
Sun 1/11 kl. 16:00 Sun 15/11 kl. 14:00
Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu
DAVID FARR
HARÐINDIN
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Lau 17/10 kl. 19:00 Fös 13/11 kl. 19:00 Fös 27/11 kl. 19:00
Fös 23/10 kl. 19:00 Fös 20/11 kl. 19:00 Lau 28/11 kl. 19:00
Fös 6/11 kl. 19:00 Lau 21/11 kl. 19:00
Fim 12/11 kl. 19:00 Sun 22/11 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega
Dúkkuheimili (Stóra sviðið)
Sun 18/10 kl. 20:00 aukas. Sun 1/11 kl. 20:00
Sun 25/10 kl. 20:00 aukas. Sun 8/11 kl. 20:30
Allra síðustu sýningar!
At (Nýja sviðið)
Fim 15/10 kl. 20:00 12.k Fim 22/10 kl. 20:00 14.k
Lau 17/10 kl. 20:00 13.k Fös 23/10 kl. 20:00 15.k
Allra síðustu sýningar!
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 17/10 kl. 20:00 5.k. Fös 30/10 kl. 20:00 7.k. Fös 13/11 kl. 20:00 9.k
Fös 23/10 kl. 20:00 6.k. Fös 6/11 kl. 20:00 8.k. Fös 20/11 kl. 20:00 10.k
Kenneth Máni stelur senunni
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Sun 18/10 kl. 13:00 6.k. Sun 1/11 kl. 13:00 8.k.
Sun 25/10 kl. 13:00 7.k. Sun 8/11 kl. 13:00 9.k
Sterkasta stelpa í heimi kemur aftur
Öldin okkar (Nýja sviðið)
Fös 30/10 kl. 20:00 1.k. Fim 5/11 kl. 20:00 4.k. Sun 8/11 kl. 20:00 7.k.
Lau 31/10 kl. 20:00 2 k. Fös 6/11 kl. 20:00 5.k. Fim 12/11 kl. 20:00 8.k.
Sun 1/11 kl. 20:00 3.k. Lau 7/11 kl. 20:00 6.k. Fös 13/11 kl. 20:00 9.k
Hundur í óskilum snúa aftur
Sókrates (Litla sviðið)
Mið 21/10 kl. 20:00 8.k. Þri 3/11 kl. 20:00 11.k Lau 21/11 kl. 20:00 14.k
Fim 22/10 kl. 20:00 9.k Fim 5/11 kl. 20:00 12.k Sun 22/11 kl. 20:00 15.k
Lau 31/10 kl. 20:00 10.k Lau 14/11 kl. 20:00 13.k Mið 25/11 kl. 20:00
Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina
Vegbúar (Litla sviðið)
Fim 15/10 kl. 20:00 1.k. Sun 25/10 kl. 20:00 6.k. Lau 7/11 kl. 20:00 11.k
Fös 16/10 kl. 20:00 2 k. Mið 28/10 kl. 20:00 7.k. Sun 8/11 kl. 20:00 12.k
Sun 18/10 kl. 20:00 3.k. Fim 29/10 kl. 20:00 8.k. Sun 15/11 kl. 20:00 13.k
Þri 20/10 kl. 20:00 4.k. Sun 1/11 kl. 20:00 9.k Mið 18/11 kl. 20:00
Lau 24/10 kl. 20:00 5.k. Mið 4/11 kl. 20:00 10.k Fim 19/11 kl. 20:00
Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið
Mávurinn (Stóra sviðið)
Fös 16/10 kl. 20:00 1.k. Lau 24/10 kl. 20:00 4.k. Mið 4/11 kl. 20:00 7.k.
Mið 21/10 kl. 20:00 2 k. Fim 29/10 kl. 20:00 5.k. Lau 7/11 kl. 20:00 8.k.
Fim 22/10 kl. 20:00 3.k. Lau 31/10 kl. 20:00 6.k. Lau 14/11 kl. 20:00 9.k
Krassandi uppfærsla á kraftmiklu meistaraverki
Hystory (Litla sviðið)
Þri 27/10 kl. 20:00 aukas. Mið 11/11 kl. 20:00 aukas.
Allra síðustu sýningar!
Dúkkuheimili, nýjar aukasýningar!
TJARNARGÖTU 12, 101 REYKJAVÍK SÍMI 527 2100 TJARNARBIO.IS
.. — —
Frami (Salur)
Sun 18/10 kl. 20:30
Lokaæfing (Salur)
Fim 15/10 kl. 20:00 Lau 24/10 kl. 20:30 Sun 8/11 kl. 19:00
Fös 16/10 kl. 20:30 Lau 31/10 kl. 20:30 Fös 13/11 kl. 20:30
Þú kemst þinn veg (Salur)
Fim 15/10 kl. 20:30 Mið 21/10 kl. 20:30 Sun 25/10 kl. 20:30
Lífið (Salur)
Sun 18/10 kl. 13:00 Sun 15/11 kl. 13:00
Sun 1/11 kl. 13:00 Lau 21/11 kl. 13:00
Petra (Salur)
Lau 17/10 kl. 20:30 Fös 30/10 kl. 19:00
Uppsprettan (Salur)
Þri 20/10 kl. 19:30
This conversation is missing a point (Salur)
Mið 28/10 kl. 20:30 Mið 11/11 kl. 20:30