Morgunblaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ | 15 H anskarnir sem um ræðir nefnast Tegera og eru frá sænska framleiðandanum Ejendals. „Við erum búnir að vera með þessa hanska á boð- stólum í ein tíu ár og höfum af þeim mjög góða reynslu,“ segir Gunnar Örn Benediktsson, sölu- og mark- aðsstjóri hjá Fossberg. Þar er hann að vísa í tvær tilteknar tegundir af hönskum frá Ejendals. Annar er klassískur vetrarhanski með góðu gripi í lófa, og úr efni sem andar. Hinn er með vatnsheldu fóðri og TouchScreen-gúmmíi á fingrum sem og á lófum, og er fingralipur að auki sem gerir notanda kleift að nota hanskaklædda fingurna á snertiskjá snjallsíma. Hanskar sem björgunar- sveitirnar velja sér „Það er til marks um áreiðanleik- ann að hjálparsveitirnar hafa tekið mikið af þessum tveimur týpum.“ Ósjálfrátt kemur upp í huga blaða- manns tilbúið slagorð: „Þar sem hjálparsveitirnar kaupa skjólfatnað er þér óhætt.“ „Það eru líklega bestu meðmælin sem við getum gefið þessum hönsk- um. Vetrarhanskinn með franska rennilásnum hefur verið keyptur af hjálparsveitunum síðastliðin fjögur eða fimm ár. Hinn, sá vatnsheldi, kom ekki á markað fyrr en fyrir um ári. Þá fórum við með hann til kynn- ingar á ráðstefnum sem hálpar- sveitirnar voru með í Hörpu í fyrra, Björgun 2014. Þar héldum við með- al annars hanskanum ofan í fiska- búri til að sýna að hann er full- komlega vatnsheldur og höfum í kjölfarið selt töluvert af honum, einmitt til björgunarsveitanna,“ segir Gunnar. „Þetta eru traustir og dugandi hanskar sem hafa svo sannarlega reynst vel enda prófaðir í íslenskum vetri við íslenskar aðstæður.“ Í góðu snjallsímasambandi Gunnar bendir á að nú þegar þjóðin er nærfellt öll orðin snjall- símavædd sé það ótvíræður kostur að geta unnið á snertiskjá án þess að taka af sér hanskana í köldu veðri. Það eigi jafnt við um hjálp- arsveitarmenn að skoða og senda skilaboð eða ungmenni að taka skíða-selfie af sér og vinunum. „Hanskarnir eru nánast heilhúðaðir með þessu snertivirka gúmmíi, í stað þess að oft eru bara litlar dopp- ur af efninu á fingurgómum hanska sem ætlaðir eru fyrir snertiskjá.“ Aðspurður hvernig snertiskjá- gúmmíið virkar útskýrir Gunnar að örsmáar agnir í gúmmíinu myndi leiðnina sem gerir fingrunum kleift að stjórnast í snertiskjánum, jafnvel þótt hendurnar séu hanskaklæddar. „Það er stöðurafmagnið í fingrunum sem gerir snertiskjávirknina mögu- lega til að byrja með, svo það þarf að vera smávegis leiðni í efninu til að viðhalda þessari snertivirkni. Þar koma agnirnar í gúmmíinu til skjalanna.“ jonagnar@mbl.is Hörkudugandi hanskar á hendurnar Fátt er okkur eins nauð- synlegt á hendurnar og góðir vettlingar þegar vetur gengur í garð. Hjá Fossberg fást dugandi hanskar sem halda hönd- unum heitum þegar á þarf að halda. Svo er ekki verra að geta sýslað á snertiskjá snjallsímans án þess að taka þá af. Umboðsaðili: Celsus ehf Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni, Hagkaup og Nettó. „Spirulina frá Lifestream er lífrænt fjölvítamín fjöl- skyldunnar og eykur hjá okkur einbeitingu og orku út daginn. Okkur finnst það mjög gott hrist í appelsínusafa, eins bý ég oft til döðlunammi með Spirulina eða Veggies grænmetisduftinu. Þó við borðum mjög hollt fæði finnum við mikinn mun með Lifestream vörunum. Við erum ótrúlega heilbrigð öll og leggjumst ekki í flensur eða kvefpestir. “ Laus við flensur & pestir „Ég get ekki hugsað mér að vera án Lifestream Spirulina sem hefur hjálpað mér í gegnum allt.“ Ásdís Einarsdóttir, verslunarstjóri hefur notað Lifestream Spirulina síðan á sinni fyrstu meðgöngu og brjóstagjöf. Hún velur Lifestream vörurnar fyrir fjölskyldu sína til að viðhalda góðri heilsu, orku og einbeitingu. 100 næringarefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.