Morgunblaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 18
18 | MORGUNBLAÐIÐ
Þar bíða mörg verkefni. Til dæmis að samræma verkefni hinna ýmsu ráðuneyta sem
að ferðamálum koma. Koma í veg fyrir að náttúra Íslands beri skaða af auknum fjölda
ferðamanna. Gæta þess að sérkenni Íslands fái áfram að njóta sín og að ferðamenn
sem hingað koma geti verið vissir um að vara sem þeim er boðin til kaups hér sé fram-
leidd í landinu.
Handprjónasamband Íslands er samtök prjónafólks af öllu landinu sem drýgir heimilis-
tekjurnar með því að prjóna úr íslensku ullinni, lopa og bandi sem unnið er hjá Ístex hf.
Félagið hefur frá stofnun 1977 lagt áherslu á vöruvöndun og á síðustu árum ítrekað
bent á nauðsyn upprunamerkinga á handunnum íslenskum ullarvörum og öðrum vörum
sem framleiddar eru á Íslandi. Viðskiptavinir Handprjónasambandsins einkum erlendir
ferðamenn spyrja gjarna hvort peysurnar og aðrar vörur sem þeir skoða séu prjónaðar
á Íslandi og oft láta þeir það ráða úrslitum um kaup þegar þeim er tjáð að allar hand-
unnar vörur Handprjónasambandsins séu prjónaðar af íslenskum höndum á Íslandi.
Að sjálfsögðu er ekki hægt að segja neitt við því ef einhver vill bjóða til sölu vörur sem
eru unnar af fólki sem býr við aðstæður og launakjör sem við látum ekki bjóða okkur.
Við þurfum bara að vita ef svo er. Þá getum við tekið ákvörðun um hvort við kaupum
vöruna eða ekki.
Það hlýtur að vera krafa allra íslenskra framleiðenda að viðskiptavinir þeirra geti verið
vissir um að „íslenskar“ vörur séu í raun íslenskar. Því þarf að setja og fylgja eftir regl-
um um upprunavottorð. Er það ekki tilvalið verkefni hinnar nýju stofnunar stjórnvalda
Vegvísisins.
Það er ekki nóg að gera viðskiptasamninga og fella niður vörugjöld. Hér á landi er
fjöldi manns sem hefur atvinnu af því að framleiða og selja íslenskar vörur og skilar þar
með tekjum til þjóðarbúsins.
Sala á vörum unnum úr íslenskri ull er hluti af síumtöluðum tekjum af ferðamönnum
þær tekjur mega ekki tapast vegna götóttra reglugerða og sofandaháttar stjórnvalda.
Skólavörðustígur 19 – Tel: 552 1890 • Laugavegur 53b – Tel: 562 1890 • Radisson Blu Hóel Saga – Tel: 562 4788
Handprjónasamband Íslands fagnar samkomulagi
um stofnun „Vegvísir í ferðaþjónustu“
samstarfshóps ráðuneyta um ferðaþjónustuna
Þ
að reynir á heilsuna þegar
kólna tekur í veðri. Flensur
og kvefpestir fara á kreik.
Sólin hverfur og með henni
D-vítamínið sem sólargeislarnir
gefa. Þá getur myrkrið gert
lundina þunga svo langar
vetrarnæturnar virðast enn
lengri en þær eru. Hvað eiga
Íslendingar til bragðs að taka
þegar þeir þurfa að búa við
svona aðstæður? – Jú, þeir
þurfa að taka lýsið sitt.
Katrín Pétursdóttir, for-
stjóri Lýsis hf., segir rann-
sóknir hafa sýnt fram á þau
margþættu jákvæðu áhrif sem
lýsi hefur á heilsuna. Lýsið
gagnast við mörgu því sem
lýst var hér að ofan og ætti
ekki að koma á óvart að á
innanlandsmarkaði
eykst lýsissalan allt-
af yfir veturinn.
Lýsið er meðal ann-
ars góð uppspretta D-
vítamíns en Katrín bendir
á að skortur á D-vítamíni sé
tengdur við ýmiskonar kvilla.
Hafa rannsóknir jafnel sýnt fram á
að hættan eykst á vissum tegundum
krabbameins ef fólk fær ekki nóg D-
vítamín.
„Ekki síður mikilvægar fyrir lík-
amann eru Omega-3-fitusýrurnar
EPA og DHA
í lýsinu.
Hollar fitu-
sýrur eru
líkamanum
lífsnauðsyn-
legar og
hafa víðtæk
áhrif á hann.
EPA-
fitusýrurnar
hafa fyr-
irbyggjandi
áhrif gagn-
vart
hjarta- og æðasjúkdómum og bólgu-
sjúkdómum. DHA-fitusýrur eru aft-
ur á móti nauðsynlegar fyrir starf-
semi heilans og þróun augna og
miðtaugakerfis,“ útskýrir Katrín.
„Hefur verið sýnt fram á það með
læknisfræðilegum rannsóknum að
fitusýrurnar geta haft áhrif á and-
lega líðan fólks og gagnast við geð-
sjúkdómum á borð við þunglyndi.
Rétt magn af fitusýrum hjálpar til
að viðhalda jákvæðu andlegu atgervi
svo við verðum kát allan veturinn.“
Fá meira af stút
Íslendingar kjósa að taka lýsið
sitt í fljótandi formi, og gott ef
mörgum þykir ekki best að drekka
það beint af stút. Katrín segir að
lýsisperlurnar gagnist þeim sem
kunna ekki við bragðið en þá
verði að innbyrða fjölda lýs-
ispserla til að fá nægilegt magn
næringarefna úr lýsinu. Bendir
Katrín á að einn góður sopi úr lýs-
isflöskunni geti jafnast á við 10-15
perlur. „Með því að taka lýsið í
fljótandi formi fær fólk meira af öll-
um góðu efnunum.“
Unga fólkið virðist sækja meira
en þeir eldri í bragðbætta lýsið en
Íslendingum þykir flestum best að fá lýsið beint af flöskunni. Rannsóknir hafa sýnt að
lýsið gerir heilsunni gott á margan hátt, léttir m.a. lund og heldur æðunum hraustum.
Vítamín og fitusýrur
sem koma okkur í
gegnum veturinn
Keimur Katrín Pétursdóttir
segir yngri kynslóðirnar
sækja í bragðbætta lýsið.
Þægindi Lýsisperlurnar eru hand-
hægar og fara vel í börnin.
Katrínu þykir gaman að nota sítr-
ónulýsi í stað ólífulíu með brauði og
dúkka. Eins má nota sítrónulýsi og bal-
samedik á ferskt salat til að gera það
enn hollara. Þá gerir Katrín reglulega
majones þar sem ólífuolíu er skipt út
fyrir sítrónulýsið.
Hafa verður hugfast að lýsi má ekki
nota í matargerð sem krefst hitunar því
hitinn getur valdið mjög hraðri þránun.
Majones með lýsi hefur líka stuttan
endingartíma því ef lýsið kemst í snert-
ingu við súrefni tekur það að þrána.
Svona er uppskriftin að
majonesinu:
2 eggjarauður (helst frá Brún-
eggjum – svo stórar og flottar
rauður)
170 ml sítrónulýsi
örlítið salt rétt framan á teskeið
½ tsk sítrónusafi
Innihaldsefnin eru þeytt
saman og þess gætt að setja
lýsið mjög hægt út í eggjarauð-
urnar.
Lýsis-majones að hætti Katrínar