Morgunblaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ | 19
Lýsi hf. framleiðir þorskalýsi með
sítrónukeim. Segir Katrín að lýsi sé
þó í dag svo vandlega hreinsað að af
því sé ekki sterkt bragð og má jafn-
vel nota lýsið í ýmiskonar matargerð
ef rétt er með það farið. „Sjálf geri
ég t.d. majones og salatolíu úr lýsi.
Þarf bara að gæta þess að hita ekki
lýsið því þá getur það þránað.“
Vandlega samsettar tvennur
Þá hefur Lýsi hf. bætt við nýjum
vörum í gegnum árin og segir Katr-
ín góða sölu á svokölluðum heilsu-
tvennum sem hannaðar hafa verið
fyrir ýmsa neytendahópa. Er þá
blandað saman í eina pakkningu lýs-
isperlum og hylkjum með stein-
efnum og vítamínum. „Ein af okkar
öflugustu vörum er Omega-3 Forte-
perlurnar sem innihalda aukið magn
ómettaðra fitusýra en eru án A- og
D-vítamíns. Einnig er Heilsu-
tvennan vinsæl en þar má fá í einni
pakkningu lýsisperlur og fjölvítam-
ínhylki. Saman styðja perlurnar og
vítamínhylkin við daglega vítamín-
og steinefnaþörf Íslendinga.“
Lýsi hf. framleiðir líka Omega 3-
liðamín sem hefur verið sérstaklega
þróað til að hjálpa þeim sem glíma
við óþægindi eða verki í liðum. Inni-
heldur liðamínið m.a. hyalurónsýru,
sem er eitt af meginefnum liðvökva,
og kondróítínsúlfat, sem er talið
hemja hvata sem brjóta niður brjósk
í liðum.
„Fyrir þá sem stunda íþróttir af
kappi erum við með Sportþrennuna
sem inniheldur ríflega skammta af
efnum sem efla orkuframleiðslu og
bruna líkamans, bæta uppbyggingu
vöðva og hafa andoxandi áhrif,“
bætir Katrín við.
Omega-3- og kalk-tvennan er
vara sem á að styrkja beinin, og
veitir ekki af í hálkunni þegar slysa-
deildir um allt land fyllast af fólki
sem hefur brákað og brotið bein
eftir að hafa tekið byltu. „Það er
gott að neysla á kalki og lýsi fari
saman því vitað er að efni í lýsinu
hjálpa til við bindingu kalks í bein-
um.“
Sterkara ónæmiskerfi
Í hákarlalýsinu má svo finna
alkoxyglýseról í miklu magni en það
er efni með mjög heilsusamlega eig-
inleika. „Alkoxyglýseról örvar
ónæmiskerfið og rýkur salan á há-
karlalýsi upp þegar inflúensuf-
araldrarnir fara af stað. Á hákarla-
lýsið bæði að geta hjálpað
líkamanum að ná heilsu fyrr, en líka
að hafa fyrirbyggjandi áhrif og
halda sýkingunum í skefjum.“
ai@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Úrval Lýsi hf. framleiðir alls kyns lýsisvörur s.s. fyrir börn,
íþróttafólk og þá sem vilja styrkja beinin.
Klassík Þetta gamla góða.
’Alkoxyglýseról örvarónæmiskerfið ogrýkur salan á hákarlalýsiupp þegar inflúensuf-araldrarnir fara af stað.
Atvinnublað
alla laugardaga
Sendu pöntun á augl@mbl.is eða
hafðu samband í síma 569-1100
Allar auglýsingar birtast bæði í
Mogganum og ámbl.is
ER ATVINNUAUGLÝSINGIN
ÞÍN Á BESTA STAÐ?