Morgunblaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 4
K affibarþjónninn Pálmar Þór Hlöðversson opnaði Pallett árið 2012 í húsnæði við Norðurbakkann í Hafnarfirði. Á meðan rak unnusti hans, David Anthony Noble, mat- sölustaðinn Litla bóndabæinn sem var á Laugaveginum. Fyrir rúmri viku sameinuðu þeir loks staðina í nýju húsnæði við Strandgötu 75 og þar fæst nú á sama staðnum öndvegiskaffi Pálmars, sem er tvö- faldur Íslandsmeistari meðal kaffi- barþjóna, vel að merkja, og hinn hjartastyrkjandi og hábreski „sál- armatur“ sem David eldar. Tíma- setning opnunarinnar – rétt í vetr- arbyrjun – er óneitanlega heppileg því bæði maturinn og drykkirnir hjá Pallett eru einkar vel til þess fallnir að ylja manni að innan. Blaðamaður tók hús á þeim fé- lögum yfir skál af uxahalakássu og bolla af öndvegiskaffi. Allskonar enskt yndisfæði „Íslenskur matur og enskur á það sameiginlegt að við sjóðum kjötið í mauk, þegar svo ber und- ir,“ segir David og hlær. Íslend- ingar elska flestir íslenska kjöt- súpu og best þykir hún þegar hún hefir mallað hátt í sólarhring, svo kássur og annað kjötmeti á Pallett ætti að falla landanum í geð. „Það er viðtekin mýta að enskur matur sé óspennandi en enskur sveita- matur er lostæti ef hann er eld- aður rétt og úr almennilegu hrá- efni. Allar þjóðir eiga einhvern skrýtinn mat í sinni matarhefð – og mér persónulega þykir hefð- bundinn enskur áll í hlaupi ógeðs- legur – en kássur, bökur og annar enskur heimilismatur er bara ofsalega góður þegar hann er eld- aður af kunnáttu og alúð. Það veltur á hver eldar.“ David bætir því við að England hafi verið í far- arbroddi með endurnýjun hinnar aldargömlu „gastro-pub“ menning- ar þar sem lífrænt hráefni er í að- alhlutverki og matseðillinn sam- anstendur af staðgóðum heimilismat. Þar sé eldhúsinu á Litla bóndabænum rétt lýst. „Smalabökur, nautakjötsbökur, kássur og súpur, heimabakað brauð og annað hefðbundið enskt sálarfæði, með enskum eplabök- um. Þetta er svona uppistaðan í því sem ég ætla að gera og svo prófar maður sig áfram og bætir við eftir því sem á líður.“ Blaðamaður lætur upptökutækið um að ná þessu niður því hann er niðursokkinn í uxahalakássuna. Hún fær að malla í minnst 6 klukkutíma og er fyrir bragðið silkimjúk og saðsöm. Hjarta- styrkjandi fæða ef hún er á annað borð til og fyrir fótgangandi er hún hreint fyrirtak því svona mat- ur yljar manni alla leið í gegn. Uppáhellt kaffi snýr aftur Pálmar er kaffiunnendum að góðu kunnur enda verðlaunaður fagmaður á sínu sviði. Hann starf- aði upphaflega hjá Te&kaffi en hefur sem fyrr segir rekið Pallett síðustu þrjú árin, lengst af við Norðurbakkann. Hann hefur því skenkt kaffiþyrstum Íslendingum ófáa kaffibolla gegnum árin og segist óneitanlega merkja ákveðna þróun í kaffineyslu gesta sinna. Eftir margra ára sókn í latté og cappuccino er nú sem landinn leiti í upprunann, merkilegt nokk. „Án gríns, þá finnst mér fólk vera að færa sig meira og meira í hefðbundið uppá- hellt.“ Við tekur smá þögn því blaðamaður trúir vart eigin eyr- um. Getur það verið? „Það er vegna þess að gegnum tíð- ina hafa verið ákveðnir fordómar gagnvart uppáhelltu kaffi,“ útskýrir Pálmar. „Það stendur kannski á brúsanum allan daginn, eða þá á hellunni, og í ofanálag er hráefnið kannski ekkert sérlega gott. Hver veit hvenær það var malað og guð má vita hvenær það var ristað, og það allt saman. Það eru nefnilega býsna margar breytur sem koma saman við að búa til góðan kaffi- bolla en eftir því sem við Íslend- ingar fórum meira að pæla í espressó og hvað það er sem gerir hann góðan, þá fylgdi uppá- hellingin með og við fórum að velta því fyrir okkur hvað gerir þess konar kaffi gott. Við höfum í auknum mæli farið að vanda okk- ur við það og nú er einna mest að gerast akkúrat í því – gömlu góðu uppáhellingunni. Brúsakaffið uppáhellta er semsagt að sækja í sig veðrið. Sannleikurinn er sá, eins og ég hef alltaf sagt, að uppá- hellt kaffi er ekki vont kaffi; vont kaffi er vont kaffi.“ Pálmar lýsir í framhaldinu gæða- keðjunni að baki hverjum kaffibolla og bendir á að ef kaffið er nýtínt og ræktað, nýristað, nýmalað og nýlag- að, í hreinum vél- búnaði og í réttum hlutföllum þá eigi þetta ekki að geta klikkað. Fólk ætti jafnvel að hafa í huga að vanda sig við uppáhellt kaffi heima og kaupa espressóinn á kaffihúsinu, því hann er tækni- lega flóknari og vandaðar espres- sóvélar kosta skildinginn. „Frekar ættu kaffiunnendur þá að splæsa í góða kvörn til að mala kaffið heima. Að kaffið sé nýmalað er ótrúlega stór faktor í þessu sam- bandi.“ Pallett Kaffikompaní er opið frá kl. 7:30 á virkum dögum og frá kl. 09:00 um helgar. Myndir og fleira má skoða á www.facebook.com/ pallettkaffi. jonagnar@mbl.is Kjarngott og kósí á Pallett Morgunblaðið/Eva Björk Sælkerar Þar sem kaffidrykkir Pálmars og enskættað ljúfmeti Davids koma saman – þar er gaman. Fátt jafnast á við að flýja skammdegi og skuggalegt veður inn í notalegt skjól kaffihúss. Kaffihúsið Pallett flutti nýverið í nýtt húsnæði ásamt matsölustaðnum Litla bóndabænum. Þar leggja þeir Pálmar og David áherslu á framúrskarandi kaffi og ilmandi heimilismat undir enskum áhrifum. Hjartastyrkjandi Sælkerakaffi Pálmars fer einkar vel með almennileg- um heimilismat að enskum hætti – og ekki síður með eplakökum! ’Smalabökur,nautakjöts-bökur, kássur ogsúpur, heimabakaðbrauð og annað hefðbundið enskt sálarfæði. 4 | MORGUNBLAÐIÐ Vertu vinur á Facebook Vertu vinur á Facebook Yfirhafnir laxdal.is Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið laxdal.is/yfirhafnir GLÆSILEGAR - VANDAÐAR VETRARYFIRHAFNIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.