Morgunblaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 22
22 | MORGUNBLAÐIÐ
„Ég er yfirleitt með nokkrar bækur í gangi
í einu, ásamt hljóðbók þegar ég er á ferð-
inni. Ég var að byrja á Svo þú týnist ekki í
hverfinu hérna eftir nýjasta nóbelsskáldið,
Patrick Modiano, sem var að koma út í
flottri þýðingu Sigurðar Pálssonar. Á nátt-
borðinu er This Changes Everything eftir
kanadísku blaðakonuna og aktívistann
Naomi Klein. Klein er algjörlega frábær og
bókin er nauðsynleg fyrir alla sem vilja
skilja hina raunverulegu pólitík og hagfræði
á bak við loftslagsbreytingar jarðar. Hljóð-
bókin er svo bara klassík, Glæpur og refs-
ing eftir Dostojevskí.
Ég var ekki mikill bókaormur í æsku, en
var þó alltaf umkringdur bókum og það var
mikið lesið fyrir mig. Þetta breyttist á
menntaskólaárunum og nú er ég meiri
bókaunnandi en áður, þökk sé frábærri ís-
lenskukennslu í Menntaskólanum við
Hamrahlíð.“
Opnarðu bók á hverju kvöldi, fyrir
svefninn?
„Að jafnaði geri ég það. Það hefur þó
ekki alltaf svæfandi áhrif, þess vegna er ég
með lítið bókaljós svo ég veki ekki nágrann-
ana. Annars les ég langmest í baðkarinu.“
Lestu allt milli himins og jarðar?
„Á veturna reyni ég auðvitað að halda í
við íslensku útgáfuna. Það getur staðið allt
fram á vor. Þá er ég eins og belja sem er
hleypt út í sólina, og vil fá að lesa eitthvað
annað. Ég á það til að sökkva mér niður í
gamla höfunda eða bókmenntatímabil. Ég
hef til dæmis verið með Bandaríkin á sjö-
unda áratugnum á heilanum alltof lengi.
Þess á milli reyni ég að grípa niður í það
sem er að gerast í nútímanum.“
Bækur sem bera af?
„Ég á þannig séð engar uppáhaldsbækur.
Aftur á móti verð ég hrifinn af ákveðnum
bókum yfir langt tímabil, fæ þær á heilann.
Af þeim sem hafa setið í mér hvað lengst
má nefna Hreinsun eftir Sofi Oksanen og
Lolita eftir Vladimir Nabokov.
Nýtt verk sem þú bíður spenntur eftir að
lesa?
„Nýja bókin hans Bergsveins Birgissonar
hljómar hrikalega spennandi, svo ég nefni
eina bók.
Kannski er ég svartsýnn, en mér finnst
hugmyndin um jólabókaflóðið vera óþolandi.
En svona hefur þetta verið lengi, markaðs-
sjónarmiðin eru sterk og þá myndast svona
flöskuháls við það að selja jólagjafir. Alltof
algengt er að bækur týnist í þessu ferli,
meira að segja þær sem seljast vel. Annars
fylgist ég alltaf spenntur með því hvaða
nýju andlit rata inn á sviðið og finnst
ánægjulegt að sjá litlar útgáfur eins og
Meðgönguljóð og Tunglið standa sig með
prýði.“
Bókabúð Máls og menningar Jóhannes Ólafsson sölumaður
Flöskuháls jólanna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flóðið „Kannski er ég svartsýnn, en mér
finnst hugmyndin um jólabókaflóðið vera
óþolandi,“ segir Jóhannes Ólafsson.
„Ég er mjög spennt fyrir nýrri barnabók
Gerðar Kristnýjar og hlakka sömuleiðis til að
lesa bókina Eitthvað á stærð við alheiminn eft-
ir Jón Kalman Stefánsson, en hún er seinni
hluti Fiskarnir hafa enga fætur, sem var stór-
góð. Einnig virðist mér væntanleg bók Berg-
sveins Birgissonar lofa góðu.
Mér sýnist stefna í góð bókajól, enda margt
nýtt og áhugavert á leiðinni. Í ár hafa komið út
margar spennandi bækur og þó nokkuð af nýj-
um höfundum stigið fram á sjónarsviðið, bæði
íslenskir og erlendir. Ég fæ ekki betur séð en
að árið verði gjöfult bókaár fyrir þá sem kunna
að meta ljóð og sjálf vona ég að útgáfa ung-
mennabókmennta haldi áfram að eflast. Á
heildina litið myndi ég ætla að enginn yrði fyr-
ir vonbrigðum með úrvalið að þessu sinni.“
Hefurðu alltaf lesið mikið?
„Ég var svo heppin að mamma kenndi mér
með gríðarlegri þolinmæði að lesa þegar ég
var þriggja ára gömul og ég hef nýtt meiri-
hluta frítíma míns í lestur æ síðan.“
Einbeitirðu þér að einni bók í einu eða ertu
gjarnan með tvær eða fleiri uppi við á sama
tíma?
„Það fer mikið eftir því hvað ég er að lesa.
Sumar bækur krefjast fyllstu athygli og
hleypa engu öðru að, eða ég hreinlega les þær í
einum rykk, á meðan aðrar eru léttari á hug-
ann, þannig að ég kemst frekar frá í styttri eða
lengri tíma.“
Hvar finnst þér best að sökkva þér niður í
góða bók?
„Ég les mest þegar ég er komin upp í rúm
og reyni yfirleitt að fara fyrr upp í til að geta
lesið svolítið fyrir svefninn. Best finnst mér að
gleyma mér yfir bók í sveitinni hjá foreldrum
mínum, í algjörri kyrrð og ró.“
Hvers konar bókmenntir lestu helst?
„Ég les mest skáldsögur, ævintýri og stöku
ljóðabækur. Svo eru smásögur sífellt oftar í
náttborðsbunkanum.“
Bækurnar á náttborðinu?
„Ég hef verið að grípa í Sögur handa öllum
eftir Svövu Jakobsdóttur, þær eru frábærar.
Auk þess er ég að lesa Stjörnur yfir Tókýó,
eftir Hiromi Kawakami, sem er mjög áhuga-
verð. Svo bíður mín bókin A spool of blue
thread á náttborðinu, en sú er einmitt tilnefnd
til Man Booker-verðlaunanna í ár.“
Áttu þér uppáhaldsbók eða -bækur?
„Ofarlega í huga eru Búddenbrooks eftir
Thomas Mann og Bréf til Láru eftir Þórberg
Þórðarson. Svo eiga Sossu-bækurnar hennar
Magneu frá Kleifum alltaf sérstakan stað í
bókahjartanu.“
Rithöfundar sem þú hefur mestar mætur á?
„Guðrún Helgadóttir, Auður Ava Ólafs-
dóttir, Gyrðir Elíasson, Brontë-systur og
Thomas Mann.“
IÐA bókabúð Sigríður Sóley Sveinsdóttir verslunarstjóri
Lesið í sveitinni
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Klassík Bréf til Láru eftir Þórberg Þórð-
arson er ein af uppáhaldsbókum Sigríðar
Sóleyjar Sveinsdóttur.
„Oftast einbeiti ég mér að einni bók í einu, en
ég á það alveg til að leggja hana frá mér og
byrja á næstu ef ég er spennt fyrir einhverju
og sú fyrri heldur athyglinni ekki nógu vel. Svo
týni ég þræðinum og byrja jafnvel upp á nýtt á
þeirri sem var lögð til hliðar.
Ég sæki jafnt í spennusögur og fagurbók-
menntir en er vandlát á bækur og nenni ekki
að lesa hvað sem er. Smásögur eru í uppáhaldi
hjá mér núna en ég hef aldrei komist upp á lag
með að lesa ævisögur og ljóð. Mig langar mikið
til að kunna að njóta ljóðalesturs, það kemur
vonandi með auknum þroska.“
Hvar lestu helst?
„Ég les uppi í rúmi flest kvöld en er yfirleitt
fljót að sofna, nema lesefnið sé þeim mun
meira spennandi. Sem betur fer á ég gamlan
húsbóndastól með skemli sem er ekkert alltof
þægilegur og hann heldur mér við efnið.“
Bókin sem bíður á náttborðinu?
„Þessa dagana er ég reyndar með þrjár
bækur í gangi. Ég er að lesa nýja kilju, Svo þú
villist ekki í hverfinu hérna, eftir franska
nóbelsverðlaunahafann Patrick Modiano.
Mjög sérstakur titill sem ég tengi ekki alveg
við söguna ennþá, en hún er áhugaverð og ég
er spennt að halda áfram með hana. Ég hef
einnig verið að lesa eina og eina sögu eftir
Svövu Jakobsdóttur úr nýútkomnu smásagna-
safni sem ber heitið Sögur handa öllum. Þetta
eru stórkostlegar sögur og einstaklega flott
framtak að heiðra minningu þessa merkilega
höfundar með þessari útgáfu. Sögurnar henn-
ar Svövu eru svo súrrealískar en jafnframt
bæði fyndnar og sorglegar og lýsa samfélaginu
á afar áhrifaríkan hátt.“
Bækur og höfundar sem þú heldur upp á?
„Sú bók sem er mér hvað hjartfólgnust er
Tídægra eftir Boccacio, það breytist seint. Af
nýrra efni sem ég heillast af má nefna Kop-
arakur Gyrðis Elíassonar sem kom út fyrir síð-
ustu jól. Sjálfstætt fólk og Brekkukotsannáll
Halldórs Laxness eru líka alltaf í uppáhaldi.
Af höfundum er Svava Jakobsdóttir í uppá-
haldi þessa dagana. Ég hrífst líka af Auði Övu
Ólafsdóttur og finnst allar hennar bækur góð-
ar. Svo er Gyrðir Elíasson nýkominn á listann
yfir uppáhaldsrithöfunda og ég hlakka til að
lesa meira eftir hann. Ekki má gleyma Astrid
Lindgren og Guðrúnu Helgadóttur, þær eiga
það sameiginlegt að fá mann bæði til að gráta
og hlæja við lesturinn.“
Margt sem þú hlakkar til að lesa á næstu
vikum?
„Útgáfan fyrir þessi jól lofar góðu. Margir
af okkar ástsælustu höfundum verða í aðal-
hlutverki eins og í fyrra og ég hef á tilfinning-
unni að fjölbreytnin verði mikil í ár. Nú þegar
er komið út glæsilegt úrval ljóðabóka, þar á
meðal eftir Sjón, Lindu Vilhjálmsdóttur,
Kristínu Svövu Tómasdóttur og Óskar Árna
Óskarsson, auk Bubba Morthens og Dóra
DNA, sem ég spái rjúkandi vinsældum.
Gerður Kristný kemur með hryllingssögu
fyrir börn sem verður án efa skemmtileg og
svo er alltaf gaman að fá í hendur nýja bók um
Randalín og Munda frá Þórdísi Gísladóttur.
Ég bíð spennt eftir nýju bókinni hans Berg-
sveins Birgissonar; Svar við bréfi Helgu heill-
aði mig eins og flesta sem hana lásu. Auður
Jónsdóttir kemur með nýja skáldsögu, sömu-
leiðis Jón Kalman Stefánsson, Hallgrímur
Helgason og Einar Már Guðmundsson; allt
eru þetta höfundar sem vekja hjá mér til-
hlökkun.
Svo er ég spennt að lesa smásögurnar Þús-
und og einn hnífur eftir arabíska rithöfundinn
og kvikmyndagerðarmanninn Hassan Bla-
sim.“
Penninn Eymundsson Valgerður Haraldsdóttir verslunarstjóri
Súrrealískar sögur
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Úrvalið Valgerður Haraldsdóttir sækir jafnt
í spennusögur og fagurbókmenntir en er
vandlát á bækur og les ekki hvað sem er.
„Ég leyfi mér að vera bjartsýnn á að þetta
verði frábært jólabókaflóð. Það er ýmislegt
spennandi að koma út; Jón Kalman Stefánsson
er með nýja bók, sem mér skilst að sé fram-
hald á Fiskarnir hafa enga fætur, og Berg-
sveinn Birgisson er með „nýja Íslend-
ingasögu“ sem verður áhugavert að lesa.
Síðasta bókin í sjálfsævisöguþríleik Jóns
Gnarr er væntanleg, ég hlakka til þess að lesa
hana. Hallgrímur Helgasson er líka með nýja
bók sem ég bíð spenntur eftir, svo skilst mér
að Bragi Ólafsson sé með nýja sögu. Það er
ýmislegt fleira á leiðinni, margir góðir höf-
undar að senda frá sér áhugaverðar bækur og
alveg óhætt að leyfa sér að vera spenntur yfir
því sem í vændum er.“
Ertu sannkallaður bókaormur?
„Já, ætli ég verði ekki að gangast við því að
vera kallaður bókaormur. Áhuginn á lestri
góðra bóka kviknaði fyrir alvöru á mennta-
skólaárunum. Ég vann sem dyravörður og sæ-
tavísa hjá Þjóðleikhúsinu frá 16 ára aldri og til
rúmlega tvítugs og þar hafði ég nægan lausan
tíma á meðan sýningar voru í gangi, sem ég
varði í bókalestur. Þar með var línan lögð.“
Hvers konar bókmenntir heilla þig mest?
„Helst vel ég skáldsögur og ljóð og á þessum
árstíma reyni ég að lesa það sem er nýútgefið
hjá íslenskum forlögum.“
Hvar finnst þér best að opna bók?
„Ég er ekki bundinn ákveðnum stað á heim-
ilinu heldur flakka með bókina á milli stólsins,
sófans og rúmsins.“
Ertu að lesa eitthvað spennandi, kannski
fleiri en eina bók?
„Ég á mjög erfitt með að gera tvennt í einu,
ef ég er að lesa bók þá einbeiti ég mér að því
tiltekna verki. Ég var að byrja á The Circle
eftir bandaríska höfundinn Dave Eggers, sem
var einmitt gestur hér á nýafstaðinni Bók-
menntahátíð. Ég er ekki kominn nógu langt til
þess að leggja dóm minn á bókina en hún lofar
góðu. Ég get þó hiklaust mælt með öðrum bók-
um eftir Eggers, til dæmis Zeitoun og Hvað er
þetta Hvað?“
Eftirlætisrithöfundar, íslenskir eða erlend-
ir?
„Bragi Ólafsson, Hermann Stefánsson,
Huldar Breiðfjörð og Hallgrímur Helgason
eru í uppáhaldi hjá mér, svona til þess að nefna
einhverja. Af erlendum höfundum sem ég hef
miklar mætur á koma fyrstir upp í hugann
Raymond Carver, Cormac McCarthy, Haruki
Murukami og Paul Auster.
Ég á mér nokkrar uppáhaldsbækur sem
tengjast mismunandi æviskeiðum í lífi mínu.
Sú bók sem lifir hvað sterkast í huga mér úr
æsku er Blómin á þakinu eftir Ingibjörgu Sig-
urðardóttur. Páll Vilhjálmsson eftir Guðrúnu
Helgadóttur var einnig í miklu uppáhaldi.
Bækur sem ég hef svo haldið mikið upp á í
seinni tíð eru fyrstu bækurnar hans Braga
Ólafssonar, Gæludýrin og Hvíldardagar.“
beggo@mbl.is
Bóksala stúdenta Margeir Gunnar Sigurðsson, innkaupastjóri íslenskra bóka
Áhugaverð Íslendingasaga
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Eftirvænting Margeir Gunnar Sigurðsson
bíður spenntur eftir nýjum bókum Hall-
gríms Helgasonar, Braga Ólafssonar og
Jóns Kalmans Stefánssonar.
Bókapælingar