Morgunblaðið - 26.10.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.10.2015, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þegar í þaðstefndiupp úr áramótum 2008- 2009 að Samfylk- ingin hlypi hrædd og buguð út úr ríkisstjórn hefði mátt hugsa sér að forsetinn á Bessastöðum hefði í einka- viðræðum við stjórnmála- leiðtoga beint því til þeirra að jafna ágreining og stefna þjóðinni ekki í kosningar í eindæma brothættu ástandi í kjölfar bankafalls. Þetta er sett fram sem „fræðilegt“ dæmi, og alls ekki vegna þess að talið sé að slík gjörð hefði endilega verið æskileg og því síður að hún hefði haft eitthvað að segja þótt reynd væri. Sé svo haldið áfram með hugarleikfimina kemur næst að myndun meirihlutaríkisstjórnar Steingríms og Jóhönnu. Eftiráspekingur gæti sett fram það sjónarmið að landsmönnum hefði farnast mun betur ef forsetinn hefði reynt og tekist að koma í veg fyrir að til þeirrar stjórnar yrði stofnað, þrátt fyrir að flokkarnir hefðu fengið þingmeirihluta á Al- þingi og að vilji beggja stæði til slíks samstarfs. En fullyrða má, að slíkar hug- myndir eða því líkar hafi aldrei flögrað að nokkrum manni á Íslandi. Hvorki for- setanum, stjórnmálamönn- um í forystusveit eða einum einasta almennum kjósanda í landinu. Þótt Lýðveldið og heima- stjórn séu tiltölulega ung hér á landi er virðingin fyrir lýðræðinu og vilja kjósenda í fyrirrúmi alls fjöldans. Það er m.a. þess vegna sem ný- legar fréttirnar frá Portú- gal vekja svo mikla furðu. Í frétt mbl.is sagði svo frá þessu: „Forseti Portúgals hefur hafnað því að veita vinstri- flokkunum í landinu umboð til að mynda ríkisstjórn þrátt fyrir að flokkarnir hafi fengið hreinan meiri- hluta atkvæða í kosning- unum sem fram fóru 4. októ- ber eða samanlagt 50,7%. Fram kemur í frétt breska dagblaðsins Daily Telegraph að forsetinn, Anibal Cavaco Silva, hafi rökstutt ákvörð- un sína með þeim rökum að það færi gegn þjóð- arhagsmunum Portúgala að rót- tækir vinstri- flokkar kæmust til valda. Flokkar sem hefðu þá stefnu að hætta aðhalds- aðgerðum sem gripið var til af fyrri ríkisstjórn landsins að kröfu Evrópusambands- ins og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Cavaco Silva sagði of áhættusamt að hleypa stjórnmálaflokkunum Vinstrifylkingunni og Kommúnistaflokknum að stjórntaumunum. Þess í stað ættu hægri- og miðju- menn, sem mynduðu síð- ustu ríkisstjórn Portúgals og töpuðu miklu fylgi í kosningunum, að mynda minnihlutastjórn í því skyni að friða Evrópusambandið og erlenda fjármálamark- aði. Forsetinn sagði að lýð- ræðið yrði að víkja fyrir reglum evrusvæðisins og aðildar að því, sem varðaði mikilvægari hagsmuni.“ Í huga forseta Portúgals varðar meiru að „friða ESB“ en virða lýðræð- islegar kosningar í eigin landi. Forsetinn sagði bein- línis að lýðræðið yrði að víkja fyrir reglum evru- svæðisins og aðild Portú- gals að því. Gamla Salazar einræðisherra hlýtur að hafa verið skemmt í gröf sinni yfir því hve orðalagið hljómaði kunnuglega. Þessa einstæðu atburði verður að skoða í ljósi þess að ESB þvingaði grískan forsætisráðherra og ríkis- stjórn hans frá völdum og setti einn af varaseðla- bankastjórum Seðlabanka evrunnar í forsætisráð- herrastólinn. Samsvarandi meðhöndlun og „smáríkið“ Grikkland fékk „stórríkið“ Ítalía. Og nú var röðin komin að Portúgal. Það er von að forseti framkvæmdastjórnar ESB, Jean-Claude Juncker, hafi sagt fyrir fáeinum dögum að „glæsitíð ESB sé lokið og sambandið sé komið í hnignunarferli“. Einstæðir atburðir í Portúgal ná ekki eyrum sumra fjölmiðla á Íslandi. Hvers vegna?} Reglur evrusvæðis ofar lýðræðinu U ngverskur fræðimaður við Eot- vos Lorand háskólann í Búda- pest lagðist í svolítið skemmti- lega rannsókn með félögum sínum við sálfræðideild skólans. Rannsóknarspurningin var eitthvað á þessa leið: Hvenær köllum við samborgara okkar heimska? Eða hegðun þeirra heimskulega? Er það eitthvað sem hvert og eitt okkar skil- greinir fyrir sjálft sig og því ómögulegt að komast að einni niðurstöðu, eða erum við nokkuð sammála um það? Í stuttu máli voru um 90 prósent þátttak- enda í rannsókn prófessors Aczel Balazs sam- mála um hvað væri heimskuleg hegðun og raunar er það þrenns konar hegðun sem við viljum setja undir hatt heimskunnar. Efst á blaði er það heimska þegar við of- metum eigin getu. Þegar við til dæmis, sem bara einstaka okkar gera auðvitað, stelum gsm-símum, kveikjum svo á símanum og tengjum hann beint við gps- staðsetningartæki og erum böstuð. Þetta á við um það þegar fólk ofmetur eigin getu almennt, með „falskt sjálfsöryggi“ í botni. Annað atriði var hegðun sem sýndi skort á sjálfsaga og einhvers konar fíknihegðun varð ofan á. Til dæmis er tölvuleikjafíkillinn einfaldlega heimskur þegar hann af- sakar sig við vini sína, þykist ekki geta hitt þá, sé að fá ömmu sína í heimsókn þegar hann er í raun og veru heima, fastur í Fifa-tölvuleik. Og að lokum er það týpan sem er álfur út úr hól, með hugann allt annars staðar en við það sem hann á að vera að gera. Hann er all- ur viljinn einn; gengur gott eitt til; ætlar að taka til, hleypa lofti í bíldekkin eða eitthvað sem ætti að gagnast en gerir yfirleitt meira ógagn því hugarfarslega er hann fjarverandi. Þannig yfirfyllir hann dekkin af lofti og endar úti í vegkanti með sprungið stuttu síðar. Þetta er athyglisvert, sérstaklega síðast- nefnda atriðið sem hingað til hefur verið tengt við það að vera í svo þungum andlegum þönkum að maður stendur eilítið utan við ver- aldlegu tilveruna. Einhvers staðar í skýj- unum „að hugsa“ svo mikið að það brakar í heilanum en grísahakkið sem maður var að ganga frá úr bónuspokanum er komið inn í ryksuguskápinn. Ég hugsa að þeir séu nokkrir sem hingað til hafa talið sig snillinga einmitt út af því að þeir eru svo utan við sig og vilji gjarnan mótmæla því að skýjaglópar séu í hópi vanvita. Þetta sé bara heimska. Það er ekki svo langt síðan ég, í „þungum þönkum“, gekk einsömul að bílnum mínum, opnaði hann, settist inn farþegamegin og beið í nokkrar mínútur eftir að ferða- félagi minn settist í bílstjórasætið og keyrði af stað. Nema það var enginn með mér og enginn nema ég sem ætlaði að keyra þennan bíl upphaflega. Ég var að sjálf- sögðu að brjóta afstæðiskenninguna til mergjar og þessi bílferð gat hvort sem er alveg beðið. julia@mbl.is Júlía Margrét Alexand- ersdóttir Pistill Nýjustu rannsóknir á flóninu STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Hópur þingmanna úr öllumflokkum á Alþingi hefurlagt fram þingsályktun-artillögu um að mennta- og menningarmálaráðherra hefji uppbyggingu Laxnessseturs að Gljúfrasteini í Mosfellsbæ í samvinnu við bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ og stjórn Gljúfrasteins „Sem fyrrverandi sveitarstjórn- armaður og bæjarstjóri í Mosfellsbæ veit ég hve Gljúfrasteinn og Halldór Laxness eru mikilvægir fyrir sam- félagið þar. Og eftir að hafa rætt við sveitarstjórn Mosfellsbæjar og for- stöðumann Gljúfrasteins varð nið- urstaðan sú að leggja fram þessa þingsályktunartillögu,“ segir Ragn- heiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hún er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. 60 ár frá nóbelsverðlaunum Í greinargerð er m.a. vísað til þess, að rétt 60 ár séu liðin síðan Hall- dór Laxness hlaut bókmenntaverð- laun Nóbels og af því tilefni sé tíma- bært að horfa til þess að byggja upp menningarhús að Gljúfrasteini. Halldór reisti sér hús efst í Mos- fellsdal árið 1945. Fram kemur á vef Gljúfrasteins að bílskúr, sem byggð- ur var við húsið, hafi þótt mikil ný- lunda í Mosfellssveit á sinni tíð. Ekki síður hafi það þótt sérstakt þegar sundlaug var gerð í garðinum um 1960. Íslenska ríkið keypti húsið árið 2002, þegar öld var liðin frá fæðingu Halldórs, og tveimur árum síðar var opnað þar safn Halldórs. Allt í húsinu er varðveitt óbreytt frá því Halldór Laxness og fjölskylda hans bjuggu þar, þar á meðal innbú, listaverk, bækur, ljósmyndir og skjöl. Skrifstofa í hitaveituklefa „Ég fagna þessu frumkvæði Ragnheiðar,“ segir Guðný Dóra Gestsdóttir, forstöðumaður Gljúfra- steins. Hún segir, að þegar safnið var opnað árið 2004 hafi verið ákveðið að nýta bílskúrinn við húsið til bráða- birgða fyrir móttöku, miðasölu og verslun. Þá var malbikað lítið bíla- stæði við þjóðveginn. Hins vegar hafi ekki verið hugað að aðstöðu fyrir starfsfólk. Úr varð að starfsfólkið kom sér fyrir í litlu herbergi í hita- veituklefa bakvið bílskúrinn. „Þótt það hafi tekist að gera ótrúlega hluti í hitaveituklefanum hefur starfsfólkið eðlilega kvartað yfir þrengslunum,“ segir Guðný Dóra. Hún segir, að eftir að Gljúfrasteinn fékk viðurkenningu sem safn árið 2011 þurfi einnig að uppfylla gæða- og öryggisstaðla sem sé afar erfitt við núverandi aðstæður. Farið var að huga að uppbygg- ingu safnsins árið 2008 og í samvinnu Gljúfrasteins, Mosfellsbæjar og rík- isins var unnin skýrsla um mögulega uppbyggingu. Ríkið festi þá kaup á 2 hektara landspildu handan Köldu- kvíslar. Á fjáraukalögum fyrir það ár var gert ráð fyrir fjármagni til hönn- unarsamkeppni fyrir nýtt hús en þau áform voru lögð til hliðar eftir efna- hagshrunið. Yfir 75 þúsund gestir Guðný Dóra segir að um 7 þús- und gestir komi í safnið árlega og því hafi yfir 75 þúsund manns heimsótt Gljúfrastein frá því safnið í húsinu var opnað árið 2004. „Gljúfrasteinn stendur við veg- inn til Þingvalla og getur verið einn af helstu stöðum ferðaþjónustunnar hér á landi,“ segir Guðný Dóra og bætir við að margir erlendir ferðamenn, sem þangað komi, þekki bækur Hall- dórs. Sumir láti þess raunar getið, að þær séu helsta ástæða Íslands- heimsóknarinnar. Vilja hefja uppbygg- ingu Laxnessseturs Morgunblaðið/Einar Falur Í Gljúfrasteini Vinnuherbergi Halldórs Laxness í Gljúfrasteini. Innrétt- ingar í herberginu voru teiknaðar af dönskum hönnuði, Birtu Fróðadóttur. Safnið að Gljúfrasteini hefur staðið að margvíslegum við- burðum og sýningum helguðum Halldóri Laxness. Á morgun verður opnuð sýning í Þjóð- arbókhlöðunni í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá því að Halldór hlaut bókmenntaverðlaun Nób- els. Sýningin er í samstarfi Gljúfrasteins, Ríkisútvarpsins og Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns. Þar verða m.a. til sýnis skjöl úr skjalasafni Halldórs sem varðveitt er í Þjóð- arbókhlöðunni, munir frá Gljúfrasteini og Nóbels- verðlaunin sjálf sem eru í vörslu Seðlabanka Íslands. Nóbelssýning SAFN SKÁLDSINS Morgunblaðið/Arnaldur Safn Gljúfrasteinn í Mosfellsdal, safn Halldórs Laxness.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.