Morgunblaðið - 26.10.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2015
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Ísinni fyrstu bók, Casino Ro-yale, frá 1953 skrifaði skap-ari James Bond, bresksleyniþjónustumanns 007, um
„hinn sæta keim nauðgunar“. Hann
var enn við sama heygarðshornið
1962 í The Spy Who Loved Me þar
sem hann komst svo að orði að allar
konur elskuðu „hálfgerða nauðgun.
Þær elski að vera teknar.“ Og árið
eftir skrifar hann í On Her Maj-
esty’s Secret Service „Í undirvit-
undinni hlýtur hún að hafa þráð að
sér væri nauðgað. Jæja, hún fann
mig... og henni var nauðgað ... af
mér.“
Í bíómyndunum um James
Bond ber ekki alveg eins mikið á
slíkum karlrembutilburðum til orðs
og æðis og í bókunum. Á yfirborð-
inu er líf njósnara hennar hátignar
tiltölulega einfalt; hann drepur
nokkra skúrka, stundar kynlíf með
mörgum, fögrum konum og bjargar
svo heiminum. Áhorfendur eru þó
farnir að setja upp kynjagleraugun
því ýmislegt sem Fleming skrifaði
um samskipti Bonds við konur fell-
ur hreint ekki í kramið hjá öllum og
bíómyndirnar eru vissulega ekki
lausar við karlrembuleg viðhorf,
þótt þar birtist þau kannski ekki
með jafn groddalegum hætti. Meira
að segja Daniel Craig, sem leikur
Bond í fjórða sinn í Spectre er nóg
boðið. „Bond er karlremba. Það er
alveg ljóst. Hann á við vandamál að
Kynjakreppa njósn-
ara hennar hátignar
Karlremba og kvenfyrirlitning í sögum Ian Flemings um James Bond skín víða í
gegn og þætti efalítið óboðleg nú á dögum. Bíómyndirnar eftir sögunum eru á lág-
stemmdari nótum hvað þetta varðar, þótt líf njósnara hennar hátignar snúist
mikið um að rekkja hjá mörgum fögrum konum, milli þess sem hann drepur
skúrka og bjargar heiminum. Nýjasta Bond-myndin, Spectre, er frumsýnd í Lond-
on í dag og á Íslandi föstudaginn 6. nóvember.
AFP
Fyrsta Bond-stúlkan Ursula Andress er Bond-stúlkan holdi klædd, en hún
lék á móti Sean Connery í fyrstu Bond-myndinni, Dr. No, árið 1962.
Bond-bíllinn Í Spectre
ekur njósnarinn Aston
Martin DB10.
Sex í sporum James Bonds
Nr. Titill Ár Leikari Leikstjóri
1 Dr. No 1962 Sean Connery Terence Young
2 From Russia with Love 1963 Sean Connery Terence Young
3 Goldfinger 1964 Sean Connery Guy Hamilton
4 Thunderball 1965 Sean Connery Terence Young
5 You Only Live Twice 1967 Sean Connery Lewis Gilbert
6 On Her Majesty’s Secret Service 1969 George Lazenby Peter R. Hunt
7 Diamonds Are Forever 1971 Sean Connery Guy Hamilton
8 Live and Let Die 1973 Roger Moore Guy Hamilton
9 The Man with the Golden Gun 1974 Roger Moore Guy Hamilton
10 The SpyWho Loved Me 1977 Roger Moore Lewis Gilbert
11 Moonraker 1979 Roger Moore Lewis Gilbert
12 For Your Eyes Only 1981 Roger Moore John Glen
13 Octopussy 1983 Roger Moore John Glen
14 AView to a Kill 1985 Roger Moore John Glen
15 The Living Daylights 1987 Timothy Dalton John Glen
16 Licence to Kill 1989 Timothy Dalton John Glen
17 GoldenEye 1995 Pierce Brosnan Martin Campbell
18 Tomorrow Never Dies 1997 Pierce Brosnan Roger Spottiswoode
19 TheWorld Is Not Enough 1999 Pierce Brosnan Michael Apted
20 Die Another Day 2002 Pierce Brosnan Lee Tamahori
21 Casino Royale 2006 Daniel Craig Martin Campbell
22 Quantum of Solace 2008 Daniel Craig Marc Forster
23 Skyfall 2012 Daniel Craig Sam Mendes
24 Spectre 2015 Daniel Craig Sam Mendes
AFP
Glæsileg Hin ítalska Monica Bellucci, 51 árs, leikur ekkju launmorðingja,
sem James Bond kemur fyrir kattarnef í nýjustu myndinni Spectre.
„Hugleiðingar um viðhorf Íslendinga
til dauðans fyrir kristnitöku. Dauðinn
og sviðslist dauðans í heiðni,“ nefn-
ist fyrirlestur sem Terry Gunnell, pró-
fessor í þjóðfræði við Háskóla Ís-
lands, heldur í fyrirlestrarsal
Þjóðminjasafnsins kl. 12 á morgun,
þriðjudag 27. október.
Terry tengir fyrirlestur sinn sýn-
ingunni Bláklædda konan sem nú
stendur í safninu en hann veltir upp
spurningunni hvert bláklædda konan
hafi farið eftir dauða sinn sem og
hvert Íslendingar töldu sig fara eftir
dauðann. Einnig fjallar hann um hug-
myndir og viðhorf Íslendinga til
dauðans fyrir kristnitöku og hug-
myndir þeirra um Hel og Valhöll, at-
hafnir í tengslum við greftrun í
heiðnum sið en kenningar eru uppi
sem benda til þess að táknrænir
helgisiðir hafi verið settir á svið fyrir
áhorfendur.
Fyrirlesturinn er öllum opinn með-
an húsrúm leyfir.
Vefsíðan www.thjodminjasafn.is
Beinagrind Þessi beinagrind er til sýnis á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins.
Sviðslist dauðans í heiðni
Elísa Hildur Þórðardóttir og Selma
Hafsteinsdóttir sem skipa hljóm-
sveitina Bergmál ætla að flytja
frumsamda tónlist á Café Rosen-
berg kl. 21-22.30 í kvöld, 26. októ-
ber.
Þær stöllur leggja áherslu á
fyndna texta og eru umfjöllunarefni
þeirra á stundum býsna óvanaleg.
Tónlist þeirra á ekkert skylt við ör-
bylgjupopp heldur er best lýst sem
þjóðlagaskotnu grínpoppi. Von er á
góðri skemmtun ef marka má fa-
cebook-síðu hljómsveitarinnar því
þar er henni lýst sem samsuðu af
skemmtilegheitum.
Endilega …
… hlýðið á
Bergmál
Bergmál Elísa Hildur og Selma.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Þegar þú ert að leita að gluggatjöldum er
Luxaflex® augljós kostur. Með yfir 60 ára reynslu
af markaðnum bíður Luxaflex® upp á mikil gæði
og frábært úrval. Kíktu á okkur í Zenus og fáðu
ráðgjöf um réttu gluggatjöldin fyrir þitt heimili.
Smiðjuvegi 9 • Sími: 554 2450
zenus@zenus.is • zenus.is
Augljós kostur
5 ára
ábyrgð