Morgunblaðið - 26.10.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2015
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
sé
r
ré
tt
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
.a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
Netverð á mann frá kr. 69.900 á Ayre Sevilla m.v. 2 í herbergi.
Sevilla
6. nóvember í 3 nætur
2fyrir1 tilboð á flugsæti með gistingu
Frá kr.69.900
m/morgunmat
44.950
Flugsætifrá kr.
Morgunblaðið/Kristinn
Hlíðarendi Framkvæmdir eru hafnar við norðurenda flugbrautar sem ligg-
ur til norðausturs og suðvesturs, neyðarbrautarinnar svonefndu.
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Samgöngustofa hefur fengið beiðni
frá ÞG verktökum um að mega hefja
framkvæmdir við byggingu íbúðar-
húsnæðis nærri norðurenda svokall-
aðrar neyðarbrautar Reykjavíkur-
flugvallar.
„Já, við höfum sent inn fyrirspurn
til Samgöngustofu um að fá að reisa
byggingarkrana á Hlíðarendasvæð-
inu sem er alveg við flugvöllinn og
krefst því sérstaks leyfis,“ segir Þor-
valdur Gissurarson, eigandi ÞG
verktaka, en að hans sögn gætu
framkvæmdir á svæðinu tekið um
tvö ár.
Spurður um mögulega lokun neyð-
arbrautarinnar segist hann ekki get-
að svarað til um það.
„Ég get ekki svarað fyrir það enda
komum við inn á svæðið með útgefin
byggingarleyfi á lóð sem er deili-
skipulögð af Reykjavíkurborg. Þetta
er eins og hvert annað verk nema
hvað við þurfum sérstakt leyfi frá
Samgöngustofu vegna nálægðar við
flugvallarsvæðið.“
Brautinni lokað á meðan
Guðni Sigurðsson, upplýsinga-
fulltrúi Isavia, sem sér um rekstur
Reykjavíkurflugvallar, segir það
liggja ljóst fyrir að rísi byggingar-
kranar í flugstefnu neyðarbrautar-
innar alveg við flugvöllinn verði að
beina flugi á aðrar brautir.
„Það eru fá tilvik þar sem lent er á
brautinni en hins vegar er þessi
braut opin og meðan hún er það
verður að athuga vel hvort hlutir
skagi upp í aðflugslínu hennar,“ seg-
ir Guðni.
Lokar krani flugbraut?
Sótt um leyfi fyrir byggingarkrana við Reykjavíkurflugvöll
SVIÐSLJÓS
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Mörg mál ungra sjálfstæðismanna
fengu brautargengi á landsfundi
Sjálfstæðisflokksins sem lauk í
gær. Kveður við nokkuð frjálslynd-
an tón í þeim ályktunum sem sam-
þykktar voru á fundinum. Þannig
var t.a.m. ályktað um afglæpavæð-
ingu neysluskammta á fíkniefnum
og að litið yrði á fíkn sem heilsu-
farsvanda í stað þess að það væri á
herðum dómskerfisins. Þá var
ályktað að færa ætti áfengiskaupa-
aldur niður í 18 ár og kosningarétt í
16 ár.
Vikið var að ýmsum málefnum
heilbrigðisþjónustunnar þar sem
m.a. var ályktað að leyfa ætti blóð-
gjöf óháð kynhneigð, líknardráp
með aðstoð fagaðila og staðgöngu-
mæðrun sem afleiðingu réttar
kvenna til að ráða yfir eigin líkama.
Þá er lagt til að Ríkisútvarpið ohf.
verði lagt niður í núverandi mynd
og þörfin fyrir ríkisfjölmiðil verði
endurskilgreind.
Flugvöllur áfram í Vatnsmýri
Úr fjárlaganefnd var samþykkt
tillaga um að leita leiða við upptöku
annarrar myntar en krónu.
„Íslenska krónan í höftum getur
ekki verið framtíðargjaldmiðill
þjóðarinnar ef Íslendingar vilja
eiga þess kost að taka átt í alþjóð-
legri samkeppni. Kanna skal til
þrautar upptöku myntar sem gjald-
geng er í alþjóðaviðskiptum í stað
íslensku krónunnar og gefa lands-
mönnum og fyrirtækjum frelsi til að
ákveða hvaða gjaldmiðill hentar
þeim best,“ segir í ályktuninni.
Þá kom fram að stefnt skyldi að
aðskilnaði ríkis og kirkju „með far-
sæld þjóðkirkjunnar og þjóðarinnar
að leiðarljósi,“ eins og það er orðað í
ályktuninni. Þá var ályktað að
Reykjavíkurflugvöllur ætti að vera
áfram í Vatnsmýrinni.
Byggður á frelsisgildum
Mál manna tengdra Sjálfstæðis-
flokknum sem Morgunblaðið ræddi
við var á þann veg að nokkur
áherslubreyting fylgdi ályktunun-
um þar sem frjálslyndari sjónarmið
fengju meira væri en oft áður á
landsfundum. „Stefna flokksins er
frjálslynd og hún snýst um frelsi
einstaklingsins. Mér finnst eins og
flokkurinn sé að leggja meiri
áherslu á og muna þau gildi sem
hann er byggður á,“ segir Áslaug
Arna Sigurbjörnsdóttir, sem kosin
var í embætti ritara flokksins á
landsfundinum. Bjarni Benedikts-
son var endurkjörinn formaður
flokksins og Ólöf Nordal varð vara-
formaður á ný.
Nokkrar ályktanir tengdar sölu
ríkiseigna fengu samþykki á lands-
fundi. Þannig taldi meirihluti kjör-
fulltrúa að flokkurinn ætti að beita
sér fyrir því að selja eignarhlut rík-
isins í fjármálafyrirtækjum, rekst-
ur flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og
annan verslunarrekstur Isavia.
Ákvæði um þjóðaratkvæði
Úr stjórnskipunar- og eftirlits-
nefnd fengust samþykktar ályktan-
ir um að Sjálfstæðisflokkurinn ætti
að beita sér fyrir tilteknum breyt-
ingum á stjórnarskrá.
„Í stjórnarskránni ætti að vera
ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðsl-
ur, þannig að tiltekið hlutfall at-
kvæðisbærra manna geti knúið
fram þjóðaratkvæðagreiðslu um
einstök lagafrumvörp, að undan-
skildum fjárlögum, skattalögum og
lögum settum á grundvelli þjóðrétt-
arlegra skuldbindinga,“ segir í
ályktuninni. Þá segir að endurskoða
þurfi hlutverk og stöðu forseta Ís-
lands og setja embættinu skýrt
hlutverk og valdmörk.
RÚV verði lagt niður
Frjálslyndar ályktanir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins Afglæpavæðing
neysluskammta Aðskilnaður ríkis og kirkju Blóðgjöf óháð kynhneigð
Landsfundur
» Á fundinum var m.a. ályktað
um mikilvægi þess að endur-
skoða skattlagningu fjár-
magnstekna, þar með talin
skattlagning leigutekna. Er
lagt til að fjármagns-
tekjuskattur verði lækkaður í
10%.
» Lagt var til að leggja niður
heiðurslaun listamanna.
» Lagt er til að Landsdómur
verði lagður niður.
Morgunblaðið/Eva Björk
Varaformaður Ólöf Nordal fór á flug í ræðustóli þegar hún fagnaði kjöri sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kosning Landsfundarfulltrúar skila atkvæðum sínum í kjörkassana.
„Ég er mjög
þakklát fyrir
stuðninginn sem
ég fékk. Ég held
að með komu
minni breikki for-
ystan því ég er
ekki í þing-
flokknum og hef
þar af leiðandi
kannski aðra sýn á
kjósendur flokks-
en þeir sem eru á þingi. Samhliða
hefur maður færi á því að vera meira
gagnrýnin og að aðstoða flokkinn við
að fylgja réttri braut,“ segir Áslaug
Arna Sigurbjörnsdóttir, nýr ritari
flokksins. „Unga fólkið hefur mælt
fyrir frelsi og frjálslyndi og fjöldinn
allur af málum sem hafa það að leið-
arljósi komst í gegn á fundinum.
Flokkurinn er að fylkja sér á bakvið
unga fólkið og gera stefnu sína enn
frjálslyndari en áður. Það er verið að
hlusta á unga fólkið enda var ekkert
annað í stöðunni fyrir flokkinn. Hon-
um voru í raun settir afarkostir, ann-
að hvort hlustaði hann á unga fólkið,
eða að við gætum snúið okkur að
einhverju öðru,“ segir Áslaug.
Breikkar
forystu
flokksins
Fylkir sér á bakvið
unga fólkið
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
Ólöf Nordal var
að vonum kampa-
kát eftir fundinn
þar sem hún var á
ný kjörin varafor-
maður Sjálfstæð-
isflokksins. Hún
segir það augljóst
að hnykkt hafi
verið á frjáls-
lyndum málefnum
í stefnu flokksins.
„Við vorum klárlega að setja áhersl-
una þangað. Þetta er tónn sem við
þekkjum vel í flokknum en er að
sama skapi ástæða til að leggja
áherslu á. Frjálslynd viðhorf og hug-
myndauðgi fannst mér einkenna
þennan fund,“ segir Ólöf.
Að mati hennar voru fundargestir
uppfullir af bjartsýni og gleði.
„Ég deili öllum viðhorfum sem
snúa að frelsi einstaklingsins. Ég
gladdist mjög mikið yfir því hvernig
slík viðhorf fengu gott svigrúm á
fundinum,“ segir Ólöf.
Ánægð með
frelsið
Ólöf Nordal