Morgunblaðið - 26.10.2015, Blaðsíða 23
lúðrasveit hjá Ásgeiri Sigurðssyni:
„Ég hef enn gaman af að syngja
þótt ég sé ekki lengur í kór. Ég hitti
samt gamla kórfélaga úr Borgarkór
Sigvalda Snæs Kaldalóns einu sinni
á ári til að syngja jólalög. Hins veg-
ar rykfellur klarinettið niðri í
geymslu. Ég æfði líka handbolta og
sund og fór á dansnámskeið þegar
Heiðar Ástvaldsson mætti á
Selfoss.“
Laufey fór með eldri bróður sín-
um til Reykjavíkur, lauk stúdents-
prófi frá VÍ 1985, BSc-prófi í tölv-
unarfræði frá HÍ 1989 og MBA--
prófi frá Rensselaer Polytechnic
Institute í Bandaríkjunum 1993.
Laufey var tölvunarfræðingur hjá
Verslunarbanka Íslands og Íslands-
banka 1989-91, tölvunarfræðingur
hjá Glitni hf. 1993-94, forstöðumað-
ur tölvudeildar Mjólkursamsöl-
unnar í Reykjavík 1995-98, ráðgjafi í
tölvu- og upplýsingatækni og
aðstoðarframkvæmdastjóri Tölvu-
og verkfræðiþjónustunnar ehf.
1999-2004, þjónustustjóri þjón-
ustuvers SKÝRR 2004-2006, fram-
kvæmdastjóri þjónustulausna
SKÝRR 2006-2009, forstöðumaður
verkefnastofu SKÝRR 2009-2010,
framkvæmdastjóri ráðgjafarsviðs
Gagnavörslunnar hf. 2010-2013 og
hefur verið ráðgjafi og verkefna-
stjóri Azazo-gagnavörslunnar frá
2013.
Laufey var varaformaður
Skýrslutæknifélags Íslands, vara-
formaður RUT, nefndar á vegum
fjármálaráðuneytisins, sat í stjórn
UT kvenna, var gjaldkeri barna-
heimilisins Óss, gjaldkeri foreldra-
félags leikskólans Kvistaborgar og
sat í stjórn barna- og unglingaráðs
knattspyrnudeildar Víkings og í um-
sjónarráði 2. flokks og meistara-
flokks kvenna HK/Víkings. Hún er
nú formaður Verkefnisstjórnunar-
félags Íslands frá 2013.
Óbyggðir og Elliðaárdalurinn
Laufey hefur haft unun af sveita-
lífi og náttúrunni frá æskuárunum:
„Ég nýt þess að upplifa fegurð og
kyrrð íslenska hálendisins. Segja
má að óbyggðirnar kalli með kyrrð
sinni og þar er frábært að hlaða
batteríin. Fjölskyldan hefur farið
fjölda lengri og styttri ferða um há-
lendið á sumrin. Eftirminnilegasta
ferðin er vikuferð um Dyngjufjalla-
leið með börnin þrjú og jeppann
pakkaðan af mat, fatnaði og ferða-
búnaði. En í borginni er Elliðaár-
dalurinn í uppáhaldi.
Við hjónin spilum töluvert golf yf-
ir sumartímann og æfum okkur yfir
vetrartímann. Ég fór svo að stunda
jóga fyrir nokkrum árum, einkum
hot jóga í Hreyfingu, en smelli mér
líka á námskeið á öðrum stöðum í
borginni. Jóga er gott fyrir líkama
og sál og losar um streitu. Það er
notalegt að finna jákvæðar breyt-
ingar á líkanum og uppgötva að
maður getur alltaf bætt sig.“
Fjölskylda
Eiginmaður Laufeyjar er Guð-
mundur Þorri Jóhannesson, f. 21.1.
1966, tölvunarfræðingur. Foreldrar
hans eru Jóhannes Guðmundsson, f.
29.8. 1928, verkfræðingur í Reykja-
vík, og Guðrún María Tómasdóttir,
f. 28.8. 1929, fyrrv. skólaritari.
Börn Laufeyjar og Guðmundar
Þorra eru Hjördís Ásta, f. 2.10.
1994, nemi í HÍ; Jóhannes, f. 16.10.
1998, nemi í Verslunarskóla Íslands,
og Þórunn, f. 19.3. 2001, nemi í Rétt-
arholtsskóla.
Bræður Laufeyjar eru Þorsteinn
Bjarnason, f. 4.6. 1962, fram-
kvæmdastjóri hjá Eimskip í Svíþjóð,
og Arnar Bjarnason, f. 17.5. 1967,
verslunarmaður hjá Set á Selfossi.
Foreldrar Laufeyjar eru Bjarni
Tómasson, f. 7.2. 1937, rafvirki á
Selfossi, og Hjördís Þorsteinsdóttir,
f. 16.3. 1942, fyrrv. launafulltrúi þar.
Úr frændgarði Laufeyjar Ásu Bjarnadóttur
Laufey Ása
Bjarnadóttir
Guðrún Jónsdóttir
húsfr. á Reykjum
Þórður Þorsteinsson
b. á Reykjum á Skeiðum
Ingigerður Þórðardóttir
húsfreyja og verkakona á
Selfossi (nú 103 ára)
Þorsteinn Bjarnason
bifvélav. á Selfossi
Hjördís Þorsteinsdóttir
fyrrv. launafulltr. á Selfossi
Ingveldur Jónsdóttir
húsfr. á Hlemmiskeiði
Bjarni Þorsteinsson
b. og smiður á Hlemmi-
skeiði á Skeiðum
Jórunn Pálsdóttir
húsfr. á Fljótshólum
Jón Halldórsson
b. á Fljótshólum
Guðríður Jónsdóttir
húsfr. á Fljótshólum
Tómas Tómasson
b. og oddviti á Fljótshólum
í Gaulverjabæjarhreppi
Bjarni Tómasson
rafvirki á Selfossi
Halldóra Sigurðardóttir
húsfr. á Efri-Gegnishólum
Tómas Magnússon
b. á Efri-Gegnishólum
Hjónin Laufey og Guðmundur.
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2015
Hjálmar Jónsson, bóndi áLjótsstöðum, fæddist 26.október 1865 í Svínadal í
Kelduhverfi, N-Þing. Foreldrar
hans voru Jón Árnason, f. 1820, d.
1875, bóndi á Litlu-Strönd, í Svína-
dal og síðast á Skútustöðum, og k.h.
Þuríður Helgadóttir, f. 1823, d. 1902,
dóttir Helga Ásmundssonar, bónda
á Skútustöðum í Mývatnssveit, ætt-
föður Skútustaðaættarinnar, og
þriðju konu hans, Helgu Sigmunds-
dóttur.
Meðal systkina Hjálmars voru
séra Árni alþingismaður á Skútu-
stöðum, Sigurður, alþingismaður og
ráðherra í Ystafelli, og Helgi hrepp-
stjóri á Grænavatni.
Þegar Hjálmar varð tvítugur fór
hann til Reykjavíkur og nam orgel-
leik og tónfræði. Síðan fór hann að
Borg að Mýrum þar sem bróðir hans
Árni var prestur um hríð, og þar var
Hjálmar bústjóri og orgelleikari.
Fór hann svo með Árna á Skútu-
staði, sem gerðist þar prófastur.
Hjálmar lærði síðan búfræði í
Ólafsdalsskóla og kynntist þar
heimasætunni, Áslaugu Torfadóttur,
en hún var dóttir skólastjórans,
Torfa Bjarnasonar, og k.h. Guð-
laugar Zakaríasardóttur. Þau giftu
sig árið 1891 og lék Hjálmar sjálfur
á orgelið í brúðkaupinu.
Árið 1898 fluttust þau hjónin að
Ljótsstöðum, afskekktri jörð í Lax-
árdal og tóku við að rækta hana og
betrumbæta. Hjálmar var fulltrúi
Laxárdælinga í hreppsnefnd í nær
20 ár og gegndi ýmsum störfum á
vegum búnaðarfélaganna í sýslunni.
Auk þess var hann forsöngvari og
orgelleikari í Þverárkirkju í Laxár-
dal um 30 ára skeið. Hann var einnig
verkstjóri í vegargerð hreppsins í 18
ár.
Alls eignuðust Hjálmar og Áslaug
tíu börn: Torfi, bóndi á Halldórs-
stöðum í Laxárdal, Ragnar H. Ragn-
ar, söngstjóri og skólastjóri á Ísa-
firði, Karl, kaupfélagsstjóri á
Hvammstanga, Helgi Skúta, bóndi á
Ljótsstöðum, Þórlaug, húsfreyja á
Hólum í Laxárdal, Jón, bjó á Ljóts-
stöðum, Guðmundur, kaupfélags-
stjóri Kaupfélags Saurbæinga. Tvö
barna þeirra létust ung og Ásgeir
sonur þeirra lést 22 ára.
Hjálmar Jónsson lést 18.4. 1952.
Merkir Íslendingar
Hjálmar
Jónsson
90 ára
Björn Jónsson
Herdís María Jóhannsdóttir
80 ára
Ásta Halldóra Ágústsdóttir
Birgir Dýrfjörð
Birna Dýrfjörð
Ester Zophoníasdóttir
75 ára
Guðrún Sigurðardóttir
Ingibjörg Tómasdóttir
Valgerður Valtýsdóttir
70 ára
Aðalheiður Ágústa
Jóhannsdóttir
Eiríkur Þorsteinsson
Guðmundur Valdemarsson
Kristján F. Friðriksson
Lúðvík Vilhjálmsson
Þórir Sigurbjörnsson
60 ára
Alla Dóra Smith
Anna Ottadóttir
Eiríkur Sigurðsson
Jóhanna H. Friðbjörnsdóttir
Jónas Karlsson
Jónína Hrönn Hauksdóttir
Sylvana Padayhag Bolodo
Þórunn Sólveig
Kjartansdóttir
50 ára
Elísabet Sigurbjarnadóttir
Gunnar Björnsson
Hans Ómar Borgarsson
Jóna Björg
Guðmundsdóttir
Linda Margrét
Lundbergsdóttir
Steinunn Bjarnadóttir
Sverrir Daðason
Sæbjörg Ágústsdóttir
Thelma Sigurðardóttir
40 ára
Anett Ernfelt Andersen
Bára Hlín Erlingsdóttir
Erla Björk Guðmundsdóttir
Haukur Hilmar Þórarinsson
Renata Henryka Krawczyk
Stefán Þór Finnsson
Vignir Skúlason
30 ára
Birgir Laufdal
Sigurbjörnsson
Brynja Valdimarsdóttir
Giedrius Baniulis
Miroslaw Czeslaw
Jakubowski
Noémi Nagy
Ólöf Birna Ólafsdóttir
Trausti Björn Ríkharðsson
Til hamingju með daginn
40 ára Anton er Akureyr-
ingur og er prentari hjá
Ásprenti.
Maki: Eydís Elva Guð-
mundsdóttir, f. 1978, leik-
skólakennari á Huldu-
heimum
Börn: Lárus Ingi, f. 2002,
og Kara Líf, f. 2005.
Foreldrar: Þorsteinn
Konráðsson, f. 1948, járn-
smiður og bifvélavirki, og
Sólveig Jensen, f. 1946,
húsmóðir, bús. á Akur-
eyri.
Anton Ingi
Þorsteinsson
40 ára Ísgeir býr á
Hvanneyri og starfar við
smíðar hjá PJ byggingum
ehf.
Maki: Sólrún Halla
Bjarnadóttir, f. 1978,
barnaskólakennari á
Hvanneyri.
Börn: Telma Sól, f. 2003,
Aron Bjarni, f. 2006, og
Heiðar Smári, f. 2010.
Foreldrar: Haukur Stein-
ar Baldursson, f. 1956, d.
2013, og Þórunn Árna-
dóttir, f. 1957, bús. í Rvík.
Ísgeir Aron
Hauksson
30 ára Kristrún er frá
Þingeyri í Dýrafirði en býr
í Reykjavík.
Maki: Brynjar Ingi Erl-
ingsson, f. 1985, á og rek-
ur Smíði og múr ehf.
Börn: Þórarinn Ágúst, f.
2010, og Erlingur Leó, f.
2012.
Foreldrar: Þórarinn
Ágúst Jónsson, f. 1964, d.
1987, og Jónína Kristín
Sigurðardóttir, f. 1966,
vinnur við umönnun
aldraðra á Ísafirði.
Kristrún
Þórarinsdóttir
Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift
að Morgunblaðinu í einnmánuð.
Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón