Morgunblaðið - 26.10.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.10.2015, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2015 AF BÓKMENNTUM Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Barna- og unglingabókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs verða veitt í þriðja sinn á morgun á Norður- landaráðsþingi í Reykjavík. Í vor sem leið var tilkynnt hvaða fjórtán bækur væru tilnefndar, en frá Ís- landi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi voru tilnefndar tvær bækur frá hverju land auk þess sem Færeyjar, Grænland, Álandseyjar og samíska tungumálasvæðið til- nefndu eina bók hvert. Allar komu bækurnar út árið 2014 nema sænska skáldsagan Jagger, Jagger sem kom út 2013. Tvö meginþemu eru áberandi í til- nefndu bókunum í ár, annars vegar dýr og hins vegar ýmis þjóð- félagsleg vandamál. Í þessum fyrri pistli af tveimur verður sjónum beint að þeim sex bókum þar sem dýr eða furðuverur eru meginum- fjöllunarefnið og jafnvel sögumaður bókar. Þetta á t.d. við um vélstjór- ann og górilluna Sally Jones sem vélritar endurminningar sínar í sænsku skáldsög- unni Mördarens apa eftir Jakob Wegelius. Bókin, sem gerist á fyrri hluta 20. aldar, er allt í senn, sjó- mannssaga, glæpasaga og æv- intýri. Þegar sjómaðurinn Henry Kos- kela er ranglega sakfelldur fyrir morð einsetur Jones sér að hreinsa nafn besta vinar síns. Í því skyni tekst hún á hendur ótrúlega æv- intýraför yfir heimshöfin, allt frá Portúgal til Indlands. Þó að bókin sé á yfirborðinu morðgáta fjallar hún í raun um vináttu, einmanaleika og samkennd. Þrátt fyrir umfangið, en bókin er 618 bls., er sagan þétt og spennandi. Höfundur glæðir bókina lífi með nákvæmum svart/hvítum teikningum sínum. Skáldsagan er sjálfstætt framhald teiknimynda- skáldsögunnar Legenden om Sally Jones frá árinu 2008 sem fjallar um uppvöxt Sallyar í afrískum regn- skógi. Wegelius hlaut August- verðlaunin í Svíþjóð fyrir báðar bækurnar. Í skáldsögunni Jagger, Jagger fjallar sænski rit- höfundurinn Frida Nilsson af góðu innsæi um einmanaleika og einelti. Hinn átta ára gamli Bengt er lagður í einelti af öðrum börnum í hverfinu við litla athygli foreldranna. Dag einn kynn- ist hann flækingshundinum Jagger Svensson og tekst með þeim djúp- stæð vinátta, enda eiga þeir það sameiginlegt að vera utanveltu í samfélaginu. Jagger hvetur Bengt til að hefna sín á kvölurum sínum, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Bókin felur í sér beitta samfélags- rýni án þess að verða predikandi. Svarthvítar myndskreytingar Lottu Geffenblad eru skemmtilega útfærð- ar. Að öðrum bókum ólöstuðum mættu sænsku bækurnar tvær mjög gjarnan koma út á íslensku, enda af- bragðsbækur þar á ferð sem höfða ættu sterkt til ís- lenskra lesenda. Sterk tengsl við bæði náttúr- una og söguna eru áberandi í grænlensku myndabókinni Aqipi – aasivimmiittoq eftir Naja Rosing-Asvid sem undirrituð las í danskri þýðingu. Aqipi er lítill og vinalegur hjálparandi sem býr í Tilnefningar til barna- og unglingabókmennta Samspil manns og dýrs Bókaútgáfan Hólar gefur út fjöl- breytilegar bækur á haustmán- uðum. Hrekkjalómafélagið – prakk- arastrik og púðurkellingar, eftir Ásmund Friðriksson, er saga þessa félagsskapar sem lifði góðu lífi í ein 20 ár með allskyns óvæntum uppá- komum. Önnur bók af gamansömum toga er Það er gott að búa í Kópa- vogi! – Gamansögur af Kópavogsbú- um í samantekt Gunnars Kr. Sig- urjónssonar og Guðjóns Inga Eiríkssonar. Þar koma meðal ann- ars við sögu Gunnar Birgisson, Sig- urður Geirdal, Finnbogi Rútur, Hildur Hálfdanardóttir, Sigríður Soffía Sandholt og Þórður á Sæbóli. Einnig eru margar gamansögur af Blikum og HK-ingum. Flugsagan eftir Örnólf Thorlacius spannar langan tíma og merkilegan í heimssögunni, allt frá fyrstu hug- myndum manna um flug til nútíma- flugvéla, með viðkomu á sérstökum tímamótum í flugsögunni. Þá er ágrip af íslenskri flugsögu að finna í bókinni. Herseta og saga athafnamanns Í bókinni Hersetan á Ströndum og Norðurlandi vestra, eftir Friðþór Eydal, er greint frá umsvifum og dvalarstöðum setuliðsins á stríðs- árunum, reynslu og kynnum liðs- manna og heimamanna, her- mennskulífi, loftárásum, mannskæðum slysförum og voveif- legum atburðum. Margar áður óbirtar ljósmyndir prýða bókina. Það var nú bara svona er ævisaga Jóns Magnússonar, skipstjóra og at- hafnamanns á Patreksfirði, skráð af Jóhanni Guðna Reynissyni. Þetta er baráttusaga manns sem er lands- Hrekkjalómar, Kópavogsbúar og draugar  Fjölbreytileg viðfangsefni í bókaút- gáfu Hóla  Gamansögur úr Kópavogi og saga Hrekkjalómafélagsins  Ævi- saga Jóns Magnússonar á Patreksfirði Black Mass 16 Metacritic 68/100 IMDb 7,8/10 Sambíóin Álfabakka 21.00 Sambíóin Kringlunni 22.30 Þrestir 12 Dramatísk mynd sem fjallar um 16 ára pilt, sem sendur er á æskustöðvarnar. Smárabíó 17.40, Háskólabíó 17.30, 20.00, 22.20 Borgarbíó Akureyri 17.50 Sicario 16 Alríkislögreglukonan Kate er í sérsveit við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Metacritic 83/100 IMDb 8,0/10 Laugarásbíó 22.30 Smárabíó 20.00, 22.50 Everest 12 Átta fjallgöngumenn fórust í aftakaveðri 11. maí árið 1996 á Everest. Morgunblaðið bbbbm Metacritic 66/100 IMDb 7,7/10 Laugarásbíó 17.30, 20.00 Sambíóin Álfabakka 18.00, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.30 Smárabíó 17.00 Háskólabíó 17.30 Borgarbíó Akureyri 20.00 Legend 16 Metacritic 59/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 22.10 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 21.00 Sambíóin Akureyri 22.30 Crimson Peak 16 Edith Cushing uppgötvar að nýi eiginmaður hennar er ekki allur þar sem hann er séður. Metacritic 69/100 IMDb 7,9/10 Laugarásbíó 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 20.00 Sambíóin Keflavík 22.30 The Martian 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 74/100 IMDB 8,6/10 Smárabíó 17.00, 20.00, 22.40 Háskólabíó 18.00 Borgarbíó 22.10 The Intern Sjötugur ekkill sér tækifæri til að fara aftur út á vinnu- markaðinn og gerist lærling- ur á tískuvefsíðu. Metacritic 50/100 IMDb 7,4/10 Sambíóin Egilshöll 17.20 Sambíóin Kringlunni 20.00 The Walk Saga línudansarans Philippe Petit, sem gekk á milli Tví- buraturnanna. Metacritic 70/100 IMDB 8,0/10 Smárabíó 20.00, 22.40 Háskólabíó 21.00 Borgarbíó 17.50 Maze Runner: The Scorch Trials 12 Mbl. bbmnn IMDb 75/100 Smárabíó 17.00 Vacation 12 Metacritic 34/100 IMDB 6,2/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Hvað er svona merkilegt við það? Ný heimildarmynd sem fjallar um hin róttæku kvennaframboð sem birtust á stjórnmálasviðinu á níunda áratug síðustu aldar auk þess að koma vítt og breitt við í nútímanum. Sambíóin Kringlunni 17.40, 19.20 Andspænis náttúrunni Mot Naturen er framlag Nor- egs til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Mynd- in er ferðalag um hugar- fylgsni aðalpersónunnar, Martins, og þaðan út í óbeislaða náttúruna. IMDB 7,1/10 Háskólabíó 18.00 Herramenn Klas Östergren er ungur rit- höfundur á skjön við um- heiminn. Úr öruggu skjóli íbúðar sinnar í Stokkhólmi segir hann sögu fyrrum sambýlinga sinna, sem hann hefur nú fjarlægst. Háskólabíó 22.00 Fúsi Framlag Íslands. Háskólabíó 20.00 Bíó Paradís 22.00 Hotel Transylvania 2 Drakúla er í öngum sínum. Afastrákurinn hans, Dennis, er hálfur maður og hálfur vampíra. IMDB 7,7/10 Smárabíó 15.30, 15.30, 17.40 Inside Out Metacritic 93/100 IMDB 8,8/10 Sambíóin Álfabakka 17.50 Sambíóin Akureyri 17.50 Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum Í seinni heimsstyrjöldinni fór allt á annan endann í ís- lensku samfélagi vegna samskipta kvenna við setu- liðið. Bíó Paradís 18.00 Back in Time Bíó Paradís 20.00 Hrútar 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 83/100 IMDB 8,2/10 Bíó Paradís 20.00 Stille Hjerte Bíó Paradís 20.00 Jóhanna - Síðasta orrustan Bíó Paradís 18.00 Ice and the Sky Bíó Paradís 18.00, 22.30 99 Homes Bíó Paradís 22.00 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is Kvikmyndir bíóhúsanna Vin Diesel fer með hlutverk Kaulder, aldagamals vígamanns sem drap norna- drottninguna á miðöldum. Núna hefur Kaulder lifað allt til okkar tíma og er sá síðasti af sinni tegund. Metacritic 36/100 IMDB 6,7/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 17.30, 20.00, 20.00, 22.40, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.30 The Last Witch Hunter 12 Casper ákveður að flytja frá Danmörku til Los Angeles til að eltast við frekari frægð og frama. Frank er ákveðinn í að vinna vináttu hans á ný og eltir hann til LA, en það hlýtur að enda með ósköpum. Morgunblaðið bbbbn IMDb 6,9/10 Laugarásbíó 20.00, 22.10 Smárabíó 20.00, 20.00, 22.20, 22.20 Háskólabíó 20.00, 22.10 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.10 Klovn Forever 14 Munaðarleysingi ferðast til töfraríkisins Hvergilands. Þar finnur hann bæði ævintýri og hættur, og uppgötvar örlög sín, að verða hetjan Pétur Pan. Metacritic 36/100 IMDb 6,0/10 Laugarásbíó 17.30 Sambíóin Álfabakka 17.30, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30 Sambíóin Kringlunni 17.30 Sambíóin Akureyri 17.30 Sambíóin Keflavík 20.00 Pan 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.