Fréttabréf - 01.12.1996, Qupperneq 1

Fréttabréf - 01.12.1996, Qupperneq 1
Ái. Styrin Éría Épfattóttir Mtp. fcrtmtisti<rt A*sturstr&ti 16 SÍKt':5513725, (u: 5527560 Þá er landsfundur afstaðinn. Hann fór að flestra mati vel fram og góður andi sveif yfir vötnum í Viðeyjarstofu. Föstudaginn 1. nóvember var haldinn opinn fundur í Norræna húsinu þar sem rætt var um ímynd kvenna í fjöl- miðlum, kvikmyndum og auglýsingum. Þetta var ágætur fundur og urðu heilmiklar umræður þar sem fundargestir tóku þátt í umræðum ásamt fólki í pallborði. Á landsfundinum sjálfum var dagskráin þéttskipuð. Flutt voru erindi um fæðingarorlof, skólamál, jafnréttisáætlanir og stöður jafnréttisfulltrúa. Góðar umræður sköpuðust og eftir að hópastarfi lauk var samþykkt yfirlýsing landsfundar, almenn ályktun auk ályktana um fæðingarorlof og menntamál. Á laugardagskvöldinu var snæddur hinn ljúffengasti kvöldverður í Viðey. Guðrún Agnarsdóttir stjómaði skemm- tuninni af myndugleik og konur áttu góða spretti í pontu með ýmsa tví- og þríræða brandara og létu sig ekki muna um að botna vísuparta eins og reyndustu hagyrðingar. Það var með herkjum að starfskonum tókst að reka þessar glöðu konur í bátinn þegar nálgast tók miðnætti (þær fengu þó þakkir fyrir daginn eftir). Framundan er sameiginlegur félagsfundur Reykjavíkur- og Reykjanesanga. Kvennalistinn í Reykjavík heldur áfram með sín laugardagsköff og þriðjudagsspjöll. Þessir fundir eru auglýstir í dagblöðunum, skjáauglýsingum og fyrir hádegis- eða kvöldfréttir í Ríkisútvarpinu. Konur eru hvattar til að fylgjast vel með því sem er að gerast í Austurstrætinu og einnig að hafa samband á skrifstofuna ef þær hafa hugmyndir að umræðuefni fyrir fundina. Einnig má minna á að allt efni í fréttabréfið er vel þegið. Hægt er að senda inn efni í gegnum fax: 552 7560 eða í gegnum tölvupóst: kvennalistinn@centrum.is.

x

Fréttabréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.