Fréttabréf - 01.12.1996, Qupperneq 8
Á undanförnum árum hefur heilbrigðiskerfið sœtt þrengingum og
niðurskurði sem bitnar á þeim sem síst skyldi. Framu'ðin mun kalla á aukna
og breytta velferðarþjónustu vegna aukinnar tœkni, þjóðfélagsbreytinga og
mikillar fjölgunar öryrkja og eldri borgara. Lengra verður ekki gengið í
niðurskurði, heldur ber að breyta áherslum og forgangsröð í samfélaginu.
Þar þurfa konur að koma að verki með þekkingu sína og reynslu. Vandanum
hefur hingað til verið velt yfir á starfsfólk og stjómendur heilbrigðisstofnana,
svo og heimilin. öllum þeim sem huga að framtíðinni má vera ljóst að
lykillinn að góðri og öruggri framtíð byggist á góðri menntun sem tekur mið
af aðstœðum og viðhorfum beggja kynja. Menntakerfið hefur verið sársvelt
um árabil og nú þarf að snúa vöm í sókn. Við þurfum að stórefla almenna
menntun og starfsmenntun og veita til þess nauðsynlegu fjármagni svo að við
verðum betur búin undir samfélag sem tekur sífelldum breytingum.
Þegar þjóðfélag okkar er nú loks að rétta úr kútnum eftir margra ára samdrátt
og erfiðleika kemur œ betur í ljós hve gœðunum er misskipt milli landsins
bama. Nýsköpun og þróun einkennir höfuðborgarsvœðið, en þar er einnig að
finna vaxandi fátœkt meðal íbúanna. Landflótti og erfiðleikar setja mark sitt
á stóran hluta landsbyggðarinnar. Tilraunir til að snúa þessari þróun við með
svokallaðri byggðastefnu hafa mistekist. Orsakanna er að leita í tœkni-
breytingum og samdrœtti bœði í landbúnaði og sjávarútvegi, án þess að
brugðist hafi verið við.
Breytingar á veiðum, breytt tœkni og fiskveiðistjómunarkerfið em að koma
landvinnslunni í þrot en þar er vinna þúsunda kvenna í húfi. Það er
umhugsunarefhi hve konur hafa ótrúlega lítil áhrif á sjávarútvegsmál hér á
landi. Aðeins örfáar konur er að finna í röðum útgerðarmanna og
kvótaeigenda, hvað þá að þœr stundi sjósókn. í Noregi eru í gangi
markvissar aðgerðir til að jafna stöðu kynjanna í sjávarútvegi og slíkt þarf
einnig að gerast hér.
Yfirráðin yfir helstu auðiind þjóðarinnar, fiskinum í sjónum, em að fœrast á
œ fœrri hendur með kaupum og sölum án þess að eigendumir, þjóðin sjálf fái
að njóta þess sem skyldi. Sú þróun misbýður réttlœtiskennd þjóðarinnar og
er að valda hér djúpstœðum þjóðfélagsbreytingum. Kvennalistinn ítrekar
tillögur sínar um byggðakvóta og telur brýnt að endurskoða
fiskveiðilöggjöfina.
8