Fréttabréf - 01.12.1996, Síða 4
hver skuli vera réttur heimavinnandi foreldra til fæðingarorlofs. Farið var
með fæðingarorlofsumræðuna inn í hópa og samþykkti landsfundur ályktun
um fæðingarorlof. Ákveðið var að stofna vinnuhóp sem héldi áfram að
útfæra hugmyndir um fæðingarorlof.
Menntamál
Krisu'n Karlsdóttir hóf umræðuna með inngangsorðum þar sem hún talaði
m.a. um réttindi til náms og það hvort skólinn veitir stelpum og strákum
sambærilegan undirbúning. Hún setti fram ýmsar spumingar, t.d. hvort
skólinn sé tæki til að breyta eða hvort hann viðhaldi viðteknum skoðunum.
Eiríkur Jónsson, formaður KÍ ræddi um flutning grunnskólans frá ríki yfir til
sveitarfélaga og jafnrétti til náms. Hann benti á nokkra áhættuþætti
varðandi fluminginn, s.s. fjölgun skólaskrifstofa án þess að tryggt sé að þær
hafí fjárhagslegt bolmagn til að standa undir sér. Einnig telur Eiríkur það
áhyggjuefni að vegna sjálfsforræðisréttar sveitarfélaga hafi
menntamálaráðherra ekki lengur vald til að grípa inní ef illa fer og fylgja eftir
kvörtunum eða kærum sem til hans berast. Eiríkur ræddi einnig nokkuð um
það hvemig slíkur flutningur hefur reynst í Noregi, Finnlandi og í
Danmörku. Þeirri spumingu hvort skólamál séu að verða kvennamál svaraði
Eiríur játandi. Hins vegar lýsti hann sig mótfallinn því að nota aðgerðir eins
og að borga körlum fyrir að fara í kennaranám til að fjölga körlum í
kennarastétt. Rétta leiðin til að gera kennarastarfið eftirsóknarvert sé að
bæta kjörin. Einnig nefndi Eiríkur að fjöldi í bekkjardeildum er eitt af þeim
starfsskilyrðum kennara sem miklu máli skiptir og að jafnrétti til náms felst
m.a í því að eiga aðgang að kennara sínum. Til þess að það
sé mögulegt þarf að tryggja skólanum meira fjármagn.
Gerður Óskarsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík talaði um framtíðarsýn í
grunnskólamálum. Hún ræddi um það takmark að vinnudagur 6-15 ára
nemenda verði samfelldur. Hún sér fyrir sér að skóladagurinn yrði þá
brotinn upp þannig að skiptist á venjulegur skólau'mi og tómstundarstarf, s.s.
tónlistarkennsla, íþróttir eða dans. Gerður sagðist gjaman vilja sjá að bætt
yrði við verklegt nám og listnám.
Guðný Guðbjömsdóttir ræddi um menntakerfi í fjársvelti og áframhaldandi
niðurskurð í menntakerfinu. Guðný lagði áherslu á að konur láti til sín taka
í skólamálum. Við fluming grunnskólans færist stjóm skólanna nær konum
og þær ættu að nýta sér það til að hafa áhrif. Einnig talaði hún um
mikilvægi þess að konur dragist ekki aftur úr í tölvu- og
upplýsingabyltingunni. Guðný hvatti auk þess konur til að fylgjast vel með
4