Fréttabréf - 01.12.1996, Page 10
uppruna eða búsetu. Auka þarf áherslu á jafnréttisffæðslu í námskrá og
námsefni og koma á námskeiðum fyrir kennara. Mikilvægt er að í öllu
skólastarfí ríki skilningur á ólíkum þörfum stúlkna og drengja.
Menntakerfið þarf að vera sveigjanlegt og ýta undir sköpun og nýja hugsun,
það þarf að vera þess megnugt að taka nýja tækni í þjónustu sína og undirbúa
nemendur, stelpur jafnt og stráka til fullrar þátttöku í þekkingarsköpun í
upplýsingaþjóðfélagi. Hún er ein af undirstöðum sjálfstæðis okkar og leið til
nýrra atvinnumöguleika. Kvennalistinn vill brýna stelpur sérstaklega til
virkrar þátttöku og frumkvæðis á öllum sviðum tækni og vísinda.
í ljósi þess að um 70% ungs atvinnulauss fólks hefur aðeins
grunnskólamenntun er mikilvægt að koma á fót
fjölbreyttum starfsnámstilboðum sem veita aukin atvinnutækifæri.
Koma þarf á starfsnámsbrautum í framhaldsskólum sem höfða til stúlkna.
Tryggja þarf að atvinnulífið viðurkenni starfs- og verknám til réttinda á
vinnumarkaði.
Skólinn á bæði að stuðla að námi og þróun þekkingar og sinna því
mikilvæga hlutverki að undirbúa nemendur sína til að verða jafngildir
þegnar í þjóðfélagi sem konur móta jafnt og karlar.
Ályktun 14. landsfundar Kvennalistans um fæðingarorlof.
Landsfundur Kvennalistans í Viðeyjarstofu 2-3 nóvember 1996
vill uppstokkun á lögum um fæðingarorlof. Stofnaður verði fæðingarorlof-
ssjóður sem tryggi öllum launþegum full laun í fæðingarorlofi. Allir
atvinnurekendur greiði ákveðið hlutfall af heildarlaunum í sjóðinn.
Kvennalistinn vill að fæðingarorlof verði lengt úr 6 í 12 mánuði og af því
verði feðrum tryggður a.m.k. 3 mánaða sjálfstæður réttur.
Landsfundurinn samþykkir að skipa vinnuhóp sem skili af sér tillögum í
formi lagafruvarps sem verði lagt fyrir Alþingi á þessu þingi.
Vinnuhópurinn byggi á þeim hugmyndum um breytingar á fæðingarorlofi
sem ræddar voru á fundinum.
Vinnuhópur um fæðingarorlof
Konur sem áhuga hafa á að vera í vinnuhópi um fæðingarorlof eru beðnar um
að hafa samband við Sigrúnu Erlu á skrifstofunni.
10