Morgunblaðið - 21.11.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.11.2015, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2015 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Á MÚRBÚÐARVERÐI INNIMÁLNING Deka Projekt 10, 10 lítrar (stofn A) 6.990 Deka Projekt 05, 10 lítrar (stofn A) 6.195 Deka Projekt 02, 10 lítrar (stofn A) 5.390 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Lagt er til að kannað verði hvort til greina geti komið að Arnar- vatnsheiði verði tilnefnd sem frið- að votlendissvæði, samkvæmt Ramsar-samningnum. Arnarvatns- heiði er eitt stærsta, eða stærsta, samhangandi votlendissvæði yfir eða í um 400 metra hæð í Evrópu. Hugmyndin er sett fram í skýrslu sem verkefnishópur á veg- um Húnvetninga og Borgfirðinga hefur gert um undirbúning stefnu- mótunar fyrir Arnarvatnsheiði. Vakin er athygli á því að töfrar og sérstaða heiðarinnar liggi fyrst og fremst í víðerni og ró. Að sumri blasa jöklar við og gnæfa yfir grænt og vel gróið land með ótelj- andi vötnum og þeirri birtu sem einkennir sumrin á Íslandi. Á vetr- um eru það fyrst og fremst him- inninn og norðurljósin sem fanga athygli ferðafólks og ekki síst þögnin. Kostar 60-70 milljónir Arnarvatnsheiði er nokkuð nýtt fyrir ferðaþjónustu, ekki síst í tengslum við veiðivötnin. Greið- fært er upp úr Miðfirði en leiðin upp úr Borgarfirði er ófær öðrum en sérútbúnum ökutækjum. Starfshópurinn leggur til að stefnt skuli að varanlegri upp- byggingu ferðaþjónustu með upp- lýsingagjöf, vegabótum á við- kvæmum vegarköflum og brú yfir Norðlingafljót. Brú á Helluvað og vegabætur rétt norðan við hana fari á samgöngu- áætlun. Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, segir mikið um ut- anvegaakstur á viðkvæmum svæðum. Laga þurfi veginn til að draga úr hættu á því. Mesta framkvæmdin er hins vegar brú á Norðlingafljót á Hellu- vaði til að auðvelda aðgengi að heiðinni úr Borgarfirði. Vaðið er varasamt. Til eru teikningar af brúarstæði og frumrannsóknir hafa verið gerðar. Kostnaður er áætlaður 60-70 milljónir kr. Guðný segir að ekki sé ætlunin að opna hraðbraut þarna upp en nauðsyn- legt sé að auka aðgengið. Samhliða þarf að huga að friðun. Hugmyndin um umsókn um skrán- ingu Arnarvatnsheiðar sem Rams- ar-svæði tengist því. Í skýrslunni er lögð áhersla á að friðlýsing megi ekki skerða núverandi nýt- ingu sem beitiland og veiðisvæði. Samstarf við Sögu jarðvang Í Borgarfirði er unnið að und- irbúningi stofnunar jarðvangs sem hefur vinnuheitið Saga – jarð- vangur. Í landfræðilegri afmörkun hans lenda Norðlingafljót og hluti Arnarvatnsheiðar innan hans. Verkefnisstjórnin leggur til að skoðað verði samstarf sveitarfélag- anna við Sögu – jarðvang. Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir Efst á hæðum Arnarvatnsheiði er aðallega nýtt sem beitiland og veiðisvæði. Hér er fé rekið til Fljótstunguréttar í Hvítársíðu. Hugað verður að friðun votlendis Arnarvatnsheiðar  Verkefnisstjórn leggur til að gerð verði brú á Norðlingafljót til að auka að- gengi að Arnarvatnsheiði  Eitt stærsta votlendissvæði á hálendi í Evrópu Guðný Hrund Karlsdóttir Oft getur verið erfitt að skilja svokall- að „bankamannamál“ en nóg hefur verið af slíku í Stím-málinu. Í vitna- leiðslum í gær spurði saksóknari Guð- nýju Sigurðardóttur, fyrrverandi lán- astjóra hjá Glitni, hvað það þýddi þegar Elmar Svavarsson sagði í sím- tali við hana að Jón Ásgeir væri „á djöflamergnum“. Guðný gat ekki út- skýrt nánar né skilgreint hver merk- ing djöflamergs væri. Þá hefur töluvert borið á því að vitni beri fyrir sig minnisleysi sökum þess hve langt er liðið frá því að at- burðirnir áttu sér stað en fyrrgreint símtal átti sér t.d. stað í nóvember 2007, fyrir átta árum. Í dag reyndi saksóknari í málinu að fá að vita hjá Guðnýju hvort Jón Ás- geir Jóhannesson, fyrrverandi stjórn- armaður í Glitni og fjárfestir, hefði komið að Stím-viðskiptunum sem ákært er fyrir í málinu. Jón Ásgeir er þó ekki ákærður í Stím-málinu en var aftur á móti ákærður í Aurum-mál- inu, en það félag var meðal aðila sem komu að því að veita Stím lán til að fjárfesta í bréfum FL Group og Glitni, sem Jón Ásgeir var tengdur. Þá greindi Gylfi Magnússon, dós- ent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, frá því að hann hefði fengið hálfa milljón greidda fyrir matsgerð á áhrifum Stím-viðskiptanna á áhættu Glitnis banka. Var það niðurstaða Gylfa að áhættan hefði þvert á móti minnkað en málsvörn Lárusar Weld- ing, fyrrverandi bankastjóra, byggist að stórum hlut á áhættuþættinum. Morgunblaðið/Eggert Djöflamergur Saksóknari vildi fá að vita hvað hugtakið þýddi. Jón Ásgeir „á djöfla- mergnum“ Mývetningar vöknuðu í um 20 stiga frosti í gær. Hið merkilega var að vindur blés einnig og töluðu heima- menn um allt að tíu metra á sekúndu. Það jafngildir því að standa í 34 stiga frosti samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Frost var einnig mikið á Gríms- stöðum á Fjöllum og á Fljótsheiði. Egill Freysteinsson, bóndi í Vagnbrekku í Mývatns- sveit, segir að vindkæling hafi verið mikil þegar hann fór að sinna morgunverkunum. „Það voru 14-15 gráður í morgunsárið og töluverður vindur, andstyggilegt veð- ur,“ segir Egill en hann tók myndina hér fyrir ofan nánast út um stofugluggann hjá sér. Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur segir að helgar- veðrið verði mjög gott. „Frostið minnkar og það fer hlýnandi. Það verður gott helgarveður en á sunnudags- kvöld er gert ráð fyrir að það hvessi á Suður- og Vest- urlandi með rigningu. Það gæti farið upp í storm á völdum stöðum um kvöldið. Það má því segja að helg- arveðrið verði mjög gott fram á sunnudagskvöld,“ seg- ir Þorsteinn. benedikt@mbl.is Töluverð vindkæling og „andstyggilegt“ veður í Mývatnssveit í gær Ljósmynd/Egill Freysteinsson Fegurðin í frostinu við vatnið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.