Morgunblaðið - 21.11.2015, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2015
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Á MÚRBÚÐARVERÐI
INNIMÁLNING
Deka Projekt 10,
10 lítrar (stofn A)
6.990
Deka Projekt 05,
10 lítrar (stofn A)
6.195
Deka Projekt 02,
10 lítrar (stofn A)
5.390
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Lagt er til að kannað verði hvort
til greina geti komið að Arnar-
vatnsheiði verði tilnefnd sem frið-
að votlendissvæði, samkvæmt
Ramsar-samningnum. Arnarvatns-
heiði er eitt stærsta, eða stærsta,
samhangandi votlendissvæði yfir
eða í um 400 metra hæð í Evrópu.
Hugmyndin er sett fram í
skýrslu sem verkefnishópur á veg-
um Húnvetninga og Borgfirðinga
hefur gert um undirbúning stefnu-
mótunar fyrir Arnarvatnsheiði.
Vakin er athygli á því að töfrar
og sérstaða heiðarinnar liggi fyrst
og fremst í víðerni og ró. Að sumri
blasa jöklar við og gnæfa yfir
grænt og vel gróið land með ótelj-
andi vötnum og þeirri birtu sem
einkennir sumrin á Íslandi. Á vetr-
um eru það fyrst og fremst him-
inninn og norðurljósin sem fanga
athygli ferðafólks og ekki síst
þögnin.
Kostar 60-70 milljónir
Arnarvatnsheiði er nokkuð nýtt
fyrir ferðaþjónustu, ekki síst í
tengslum við veiðivötnin. Greið-
fært er upp úr Miðfirði en leiðin
upp úr Borgarfirði er ófær öðrum
en sérútbúnum ökutækjum.
Starfshópurinn leggur til að
stefnt skuli að varanlegri upp-
byggingu ferðaþjónustu með upp-
lýsingagjöf, vegabótum á við-
kvæmum vegarköflum og brú yfir
Norðlingafljót. Brú á Helluvað og
vegabætur rétt norðan við hana
fari á samgöngu-
áætlun.
Guðný Hrund
Karlsdóttir,
sveitarstjóri
Húnaþings
vestra, segir
mikið um ut-
anvegaakstur á
viðkvæmum
svæðum. Laga
þurfi veginn til
að draga úr hættu á því.
Mesta framkvæmdin er hins
vegar brú á Norðlingafljót á Hellu-
vaði til að auðvelda aðgengi að
heiðinni úr Borgarfirði. Vaðið er
varasamt. Til eru teikningar af
brúarstæði og frumrannsóknir
hafa verið gerðar. Kostnaður er
áætlaður 60-70 milljónir kr. Guðný
segir að ekki sé ætlunin að opna
hraðbraut þarna upp en nauðsyn-
legt sé að auka aðgengið.
Samhliða þarf að huga að friðun.
Hugmyndin um umsókn um skrán-
ingu Arnarvatnsheiðar sem Rams-
ar-svæði tengist því. Í skýrslunni
er lögð áhersla á að friðlýsing
megi ekki skerða núverandi nýt-
ingu sem beitiland og veiðisvæði.
Samstarf við Sögu jarðvang
Í Borgarfirði er unnið að und-
irbúningi stofnunar jarðvangs sem
hefur vinnuheitið Saga – jarð-
vangur. Í landfræðilegri afmörkun
hans lenda Norðlingafljót og hluti
Arnarvatnsheiðar innan hans.
Verkefnisstjórnin leggur til að
skoðað verði samstarf sveitarfélag-
anna við Sögu – jarðvang.
Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir
Efst á hæðum Arnarvatnsheiði er aðallega nýtt sem beitiland og veiðisvæði. Hér er fé rekið til Fljótstunguréttar í Hvítársíðu.
Hugað verður að friðun
votlendis Arnarvatnsheiðar
Verkefnisstjórn leggur til að gerð verði brú á Norðlingafljót til að auka að-
gengi að Arnarvatnsheiði Eitt stærsta votlendissvæði á hálendi í Evrópu
Guðný Hrund
Karlsdóttir
Oft getur verið erfitt að skilja svokall-
að „bankamannamál“ en nóg hefur
verið af slíku í Stím-málinu. Í vitna-
leiðslum í gær spurði saksóknari Guð-
nýju Sigurðardóttur, fyrrverandi lán-
astjóra hjá Glitni, hvað það þýddi
þegar Elmar Svavarsson sagði í sím-
tali við hana að Jón Ásgeir væri „á
djöflamergnum“. Guðný gat ekki út-
skýrt nánar né skilgreint hver merk-
ing djöflamergs væri.
Þá hefur töluvert borið á því að
vitni beri fyrir sig minnisleysi sökum
þess hve langt er liðið frá því að at-
burðirnir áttu sér stað en fyrrgreint
símtal átti sér t.d. stað í nóvember
2007, fyrir átta árum.
Í dag reyndi saksóknari í málinu að
fá að vita hjá Guðnýju hvort Jón Ás-
geir Jóhannesson, fyrrverandi stjórn-
armaður í Glitni og fjárfestir, hefði
komið að Stím-viðskiptunum sem
ákært er fyrir í málinu. Jón Ásgeir er
þó ekki ákærður í Stím-málinu en var
aftur á móti ákærður í Aurum-mál-
inu, en það félag var meðal aðila sem
komu að því að veita Stím lán til að
fjárfesta í bréfum FL Group og
Glitni, sem Jón Ásgeir var tengdur.
Þá greindi Gylfi Magnússon, dós-
ent við viðskiptafræðideild Háskóla
Íslands, frá því að hann hefði fengið
hálfa milljón greidda fyrir matsgerð á
áhrifum Stím-viðskiptanna á áhættu
Glitnis banka. Var það niðurstaða
Gylfa að áhættan hefði þvert á móti
minnkað en málsvörn Lárusar Weld-
ing, fyrrverandi bankastjóra, byggist
að stórum hlut á áhættuþættinum.
Morgunblaðið/Eggert
Djöflamergur Saksóknari vildi fá
að vita hvað hugtakið þýddi.
Jón Ásgeir
„á djöfla-
mergnum“
Mývetningar vöknuðu í um 20 stiga frosti í gær. Hið
merkilega var að vindur blés einnig og töluðu heima-
menn um allt að tíu metra á sekúndu. Það jafngildir því
að standa í 34 stiga frosti samkvæmt upplýsingum frá
Veðurstofu Íslands. Frost var einnig mikið á Gríms-
stöðum á Fjöllum og á Fljótsheiði.
Egill Freysteinsson, bóndi í Vagnbrekku í Mývatns-
sveit, segir að vindkæling hafi verið mikil þegar hann
fór að sinna morgunverkunum. „Það voru 14-15 gráður
í morgunsárið og töluverður vindur, andstyggilegt veð-
ur,“ segir Egill en hann tók myndina hér fyrir ofan
nánast út um stofugluggann hjá sér.
Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur segir að helgar-
veðrið verði mjög gott. „Frostið minnkar og það fer
hlýnandi. Það verður gott helgarveður en á sunnudags-
kvöld er gert ráð fyrir að það hvessi á Suður- og Vest-
urlandi með rigningu. Það gæti farið upp í storm á
völdum stöðum um kvöldið. Það má því segja að helg-
arveðrið verði mjög gott fram á sunnudagskvöld,“ seg-
ir Þorsteinn. benedikt@mbl.is
Töluverð vindkæling og „andstyggilegt“ veður í Mývatnssveit í gær
Ljósmynd/Egill Freysteinsson
Fegurðin í frostinu við vatnið