Morgunblaðið - 21.11.2015, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.11.2015, Blaðsíða 29
FRÉTTIR 29Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2015 Biskup Íslands hefur auglýst laust til umsóknar embætti sókn- arprests í Reykhólaprestakalli, Vestfjarðaprófastsdæmi frá 1. janúar 2016. Umsóknarfrestur um embættið er til 11. desember nk. Elín Hrund Kristjánsdóttir, frá- farandi sóknarprestur á Reykhól- um, tók nýlega við embætti sókn- arprests í Oddaprestakalli í Suðurprófastsdæmi. Í Reykhólaprestakalli eru sex sóknir, Flateyjarsókn, Garpsdals- sókn, Gufudalssókn, Reykhóla- sókn, Skarðssókn á Skarðsströnd og Staðarhólssókn. Í hverri sókn er sóknarkirkja. Fjöldi íbúa í prestakallinu er tæplega fjögur hundruð. Reykhólaprestakall á sam- starfssvæði með Dalaprestakalli og Hólmavíkurprestakalli. Sóknarprestur Reykhólapresta- kalls mun hafa sérstakar starfs- skyldur við Biskupsstofu sem nemur allt að 50% starfshlutfalli, segir í auglýsingu um embættið á vef Biskupsstofu. Biskup Íslands skipar í embætti sóknarpresta til fimm ára. Prestsemb- ætti laust á Reykhólum Morgunblaðið/Ómar Reykhólakirkja Embætti sóknar- prests er laust til umsóknar. Nýr styrktarsjóður hefur verið stofnaður við Háskóla Íslands. Sjóð- urinn ber heitið Ingjaldssjóður og er stofnaður til minningar um Ingj- ald Hannibalsson, prófessor við Viðskiptafræðideild skólans. Ingj- aldur, sem lést fyrir rúmu ári, arf- leiddi Háskólann að öllum eigum sínum. Stofnfé sjóðsins er sjötíu milljónir króna. Samkvæmt fyrirmælum sem sett voru fram í erfðaskrá Ingjalds skal sjóðurinn styrkja efnilega íslenska námsmenn við Háskóla Íslands til framhaldsnáms erlendis í rekstrar- stjórnun eða alþjóðlegum við- skiptum eða nemendur í tónlist. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, undirritaði stofn- skrá Ingjaldssjóðs við hátíðlega at- höfn á Litla torgi, á fæðingardegi Ingjalds. Rektor fer með yfirum- sjón sjóðsins en þriggja manna stjórn skipa þau Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Við- skiptafræðideild, sem jafnframt er formaður stjórnar, Karólína Eiríks- dóttir tónskáld og Þórður Sverris- son viðskiptafræðingur. Stjórn sjóðsins er skipuð til þriggja ára í senn. Ingjaldur Hannibalsson fæddist 17. nóvember 1951. Hann var sonur Hólmfríðar Ingjaldsdóttur kennara og Hannibals Valdimarssonar ráð- herra. Árið 1978 hóf Ingjaldur stundakennslu við Háskóla Íslands og varð prófessor við skólann árið 1997. Hann sinnti mörgum trún- aðarstörfum í gegnum tíðina innan skólans, m.a. sem deildarforseti Viðskiptafræðideildar. Ingjaldssjóður styrkir nema Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Sjóðstofnun Rektor Háskólans og stjórnarmenn Ingjaldssjóðs.  70 milljóna sjóður í minningu Ingjalds Hannibalssonar Í tilefni af 10 ára afmæli Ljóssins, endurhæfingar-og stuðnings- miðstöðvar fyrir krabbameins- greinda, verður Esjuganga í dag, laugardag. Lagt verður af stað frá Esjustofu klukkan 16. Þorsteinn Jakobsson ætlar að endurtaka leik- inn frá 5 ára afmælinu og stjórna göngu upp og niður hlíðar Esjunn- ar. Allir eiga að mæta með höfuðljós og verður gengið rólega upp að steini og síðan verður Esjan lýst upp á niðurleið. Esjustofa verður opnuð kl. 15:00 þar sem Valgeir Skagfjörð stjórnar fjöldasöng. Veitingar verða á boð- stólum í Esjustofu. Ljósaganga í Esjunni á afmæli Ljóssins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.