Morgunblaðið - 21.11.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.11.2015, Blaðsíða 40
40 MESSURá morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2015 AÐVENTKIRKJAN í Reykjavík | Ingólfsstræti 19, Reykjavík, laugardag: Biblíufræðsla kl. 11, guðsþjón- usta kl. 12. Ræðumaður Indro Candi. Barna- og unglingastarf. Sameiginleg máltíð verður að lokinni guðsþjónustu. AÐVENTKIRKJAN í Vestmannaeyjum | Brekastíg 17, Vestmannaeyjum, laugardag: Guðsþjónusta kl. 12. Ræðumaður Eric Guðmundsson. AÐVENTSÖFNUÐURINN á Akureyri | Eiðs- vallagötu 14, Gamla Lundi, laugardag: Biblíu- rannsókn kl. 11, guðsþjónusta kl. 12. Barnastarf. AÐVENTSÖFNUÐURINN á Suðurnesjum | Blika- braut 2, Keflavík. Laugardag: Biblíufræðsla kl. 11, guðsþjónusta kl. 12. Ræðumaður: Björgvin Snorra- son AÐVENTSÖFNUÐURINN í Árnesi | Eyravegi 67, Selfossi. Laugardag: Biblíufræðsla kl. 10, guðsþjón- usta kl. 11. Ræðumaður: Jóhann Þorvaldsson. Barna- og unglingastarf. AÐVENTSÖFNUÐURINN í Hafnarfirði | Hóls- hrauni 3, Hafnarfirði. Laugardag: Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Stefán Rafn Stefánsson. Biblíu- fræðsla kl. 11:50. Barna- og unglingastarf. Umræðu- hópur á ensku. Súpa og brauð eftir samkomu. AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Um- sjón sr. Sunna Dóra Möller og Sigrún Magna Þór- steinsdóttir. Yngri barnakór Akureyrarkirkju syngur. Paramessa í Akureyrarkirkju kl. 20.00. Prestur er Hildur Eir Bolladóttir. Hjónin Þórhildur Örvarsdóttir og Skúli Gautason flytja tónlist og hugleiðingu. Anna Lóa Ólafsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, flytur erindi um vellíðan í samböndum. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari. Fritz Már B. Jörgensson, guðfræðingur og doktorsnemi, prédikar. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Krisztine K. Szklenár organista. Barnamessa á sama tíma í umsjón Valla og Sylvíu. Kaffi og meðlæti á eftir. ÁSKIRKJA | Útvarpsmessa og barnastarf kl. 11. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Viðari Stefánssyni guðfræðingi. Jar- þrúður Árnadóttir og Sigfús Jónasson guð- fræðinemar annast samverustund sunnudagaskól- ans. Kammerkór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Heitt á könnunni eftir messu. ÁSTJARNARKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Hólmfríðar S. Jónsdóttur. Gospelguðsþjón- usta kl. 20. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. Sérstakir gestir: Emil Hreiðar Björnsson og Íris Lind Verudóttir. Prestur verður Ragnar Gunnarsson og tæknistjóri Sigurður Þórisson. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli í Brekku- skógum 1. Umsjón með stundinni hafa Fjóla og Arn- grímur Bragi. BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Sr. Árni Svanur, Rannveig Iðunn og Páll organisti leiða. Sunnudagaskólinn í Braut- arholtskirkju er annan hvern sunnudag kl. 11. BREIÐHOLTSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Þórhallur Heimisson þjónar ásamt Steinunni Þorbergsdóttur. Organisti er Örn Magnússon. Hress- ing í safnaðarheimili á eftir. Tómasarmessa kl. 20. Fyrirbæn og tónlist. Kaffi í safnaðarheimili á eftir. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa klukkan 11. Um- sjón hafa Petra og Daníel og Jónas Þórir leikur á hljóðfærið. Kvenfélagsmessa kl. 14. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni leiðir stundina og prédikar. Kaffi- sala Kvenfélags Bústaðasóknar eftir messu. Org- anisti Jónas Þórir. Messuþjónar aðstoða. Kaffi eftir messuna. DIGRANESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari. Sr. Toshiki Toma prédikar. Hljómsveitin Ávextir andans leiðir safnaðarsöng. Eftir messu er hádegisverður í safnaðarsal. Fermingarfræðsla er kl. 12.30. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa kl. 10.30, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnudagsmessa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Í þakklætisskyni fyrir viðgerð og málun kórsins býður sóknarnefndin í tertu í Safnaðarheimilinu eftir messu. Kirkjunefndarkonur munu lesa ritningarlestra. Karl Sigurbjörnsson bisk- up messar. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þor- mar. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu hjá Óla og Sigga. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Lilja Hallgrímsdóttir djákni prédikar. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar fyrir altari ásamt Kristínu Krist- jánsdóttur djákna. Gerðubergskórinn syngur. Stjórn- andi er Kári Friðriksson. Organisti Arnhildur Valgarðs- dóttur. Sólveig Aðalbjört leikur á selló. Meðhjálpari Jóhanna Freyja Björnsdóttir. Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Péturs Ragnhildarsonar og félaga. Kaffi í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 11. Hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Hjörtur Magni Jóhannsson safnaðarprestur leiðir stundina. Fermingarbörn taka þátt. Sönghópur Fríkirkjunnar í Reykjavík leiðir tónlistina ásamt Erni Árnasyni gítarleikara. Barnakór Fríkirkjunnar syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. GLERÁRKIRKJA | Messa kl. 11. Sameiginlegt upp- haf í barnastarfi, sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stórn Valmars Välja- ots. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Gunnlaugur Garð- arsson þjónar. Krossbandið leiðir söng. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór kirkjunnar syngur. Organisti: Hákon Leifs- son. Sunnudagaskóli kl. 11. Séra Vigfús Þór Árna- son. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir. Undir- leikari: Stefán Birkisson. GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Guðsþjónusta kl. 13. Séra Vigfús Þór Árnason pré- dikar og þjónar fyrir altari. Vox Populi syngur. Org- anisti: Hilmar Örn Agnarsson. Sunnudagaskóli á sama tíma. Umsjón hefur Rósa Ingibjörg Tóm- asdóttir. Undirleikari: Stefán Birkisson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10, bæna- stund kl. 10:15. Barnastarf kl. 11 í umsjá Ástu Lóu, Silviu o.fl. Messa kl. 11. Altarisganga. Samskot til langveikra barna. Messuhópur þjónar. Félagar úr kirkjukór Grensáskirkju leiða söng. Org- anisti Ásta Haraldsdóttir. Prestur Ólafur Jóhanns- son. Molasopi eftir messu. Hversdagsmessa með léttu sniði á fimmtudag kl. 18.10. Þorvaldur Halldórsson sér um tónlist. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Prestur Karl V. Matthíasson, organisti Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Barnakór Ingunnarskóla syngur í messunni undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur. Barnastarf í umsjá Önnu Dúnu og Ásbjargar Jónsdóttur, yngstu börnin í barnakórnum koma og syngja í sunnudaga- skólanum. Meðhjálpari Kristbjörn Árnason. Kirkju- vörður Lovísa Guðmundsdóttir. Kaffisopi eftir messu. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Félagar úr Barbörukórnum syngja, organisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestur er Þór- hildur Ólafs. Leiðtogar í barnastarfi eru Margrét Heba og Una. Hressing í Strandbergi eftir stundirnar. Miðvikudagur 25. nóvember. Morgunmessa kl. 8.15. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestur er sr. Jón Helgi Þórarinsson. Morgunmatur í Odda Strand- bergs safnaðarheimilis. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt rev. Leonard Ashford og messuþjónum. Félagar úr Mótettukórnum syngja, organisti er Hörð- ur Áskelsson. Barnastarf er í umsjá Ingu Harð- ardóttur. Bænastund mánudaga kl. 12.15, fyr- irbænastund þriðjudaga kl. 10.30, morgunmessa miðvikudaga kl. 8 og kyrrðarstund fimmtudaga kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Mennta- skólans við Hamrahlíð syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Kórfélagar leika á hljóðfæri, lesa ritn- ingarlestra og þjóna fyrir altari ásamt sóknarpresti, Helgu Soffíu Konráðsdóttur. Barnastarf í umsjá Grímu Ólafsdóttur og Birkis Bjarnasonar. Organisti Kári Allansson. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Hefðbundin messa á efri hæðinni og sunnudagaskóli niðri. Báðar stund- irnar hefjast kl. 11. Uppi í kirkjunni eru það Sigfús við altarið og Guðný við orgelið sem leiða stundina. Einnig mun hópur úr Kór Hjallakirkju leiða söng. Niðri eru það Heiðbjört og Markús sem stjórna. Kaffi og kex í salnum uppi. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma kl. 13. Lof- gjörð og fyrirbænir. Guðjón Vilhjálmsson prédikar. Vestur-Íslendingur frá Kanada verður gestur. Barna- starf á sama tíma. Kaffi eftir stundina. KEFLAVÍKURKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11, sameiginlegt upphaf. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Messuþjónar taka á móti gestum og lesa texta, prestur er Eva Björk Valdimarsdóttir. Sunnudaga- skóli er í umsjón Systu, Önnu Huldu og Estherar. Súpuþjónar reiða fram súpu og brauð að lokinni at- höfn. Kyrrðarstund alla miðvikudaga kl. 12. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sig- urður Arnarson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. Sunnudagaskóli hefst í kirkjunni en heldur eftir upphaf guðsþjónustu í safn- aðarheimilið Borgir. Umsjón með sunnudagaskóla hafa Bjarmi Hreinsson, Oddur Örn Ólafsson og Þóra Marteinsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir og Snævar Jón Andrjesson leiða stundina og fá hjálp frá messuþjónum og ferming- arbörnum. Yngri hópar Krúttakórs Langholtskirkju undir stjórn Bjargar Þórsdóttur og Thelmu Hrannar Sigurdórsdóttur leiða safnaðarsöng og taka lagið. Birna Kristín Ásbjörnsdóttir spilar undir. Skírn í messunni. Kaffi, djús og piparkökur eftir stundina í safnaðarheimilinu. LAUGARNESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sóknarprestur prédikar og þjónar ásamt messuþjónum. Kjartan Sigurjónsson leikur á orgelið. Kaffi eftir samveruna. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Rut Magnúsdóttur djákna. Vorboðar, kór eldri borg- ara, leiða sönginn, organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson. Barnastarf er í Lágafellskirkju kl. 13 í umsjá Rutar G. Magnúsdóttur djákna. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Hafdís og Klemmi koma og sýna leikrit. Messa kl. 20. Fermdur verður Einar Fannar Valsson. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Ein- arssonar. Prestur: Guðmundur Karl Brynjarsson. Maríukirkja við Raufarsel | Messutímar: Alla virka daga kl. 18.30. Laugardaga (sunnudagsmessa) kl. 18.30 á ensku. Sunnudaga kl. 11. Barnamessa kl. 12.15. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sameig- inlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safn- aðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sig- urvin Lárus Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Söngur, gleði og gaman í sunnudagaskólanum. Um- sjón Katrín, Oddur og Ari. Loks er boðið upp á kaffi- sopa á Torginu. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík | Sunnu- dagaskóli kl. 11 í Ytri-Njarðvíkurkirkju. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Guðsþjónusta klukkan 14 og barnastarfið verður á sínum stað á sama tíma. Ólafur Sverrisson prédikar og kynnir Gideonfélagið. Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari, messu- gutti Petra Jónsdóttir. Kór safnaðarins leiðir sálma- sönginn og messusvörin undir stjórn organistans Árna Heiðars Karlssonar. Vöfflukaffi eftir messu. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 14 í Kristni- boðssalnum Háaleitisbraut 58-60 3. hæð. Ræðu- maður Agnes Tarassenko. Barnastarf. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur Guðbjörg Arnardóttir. Kirkjukór Selfosskirkju syngur, organisti Edit Molnár. Sunnudagaskólinn á sama tíma, um- sjón Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir. Súpa á eftir gegn vægu gjaldi. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Kaffiveitingar. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Egill Hallgrímsson sóknarprestur annast prestsþjón- ustuna. Organisti er Jón Bjarnason. VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Hans Guð- berg Alfreðsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar. Sunnudagaskóli á sama tíma sem Helga Björk, Jón og Bolli Már stjórna. Kl. 17 er tónlistarguðsþjónusta. Sr. Jóna Hrönn leiðir og prédikar og gospelkór Jóns Vídalíns syngur undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar og Ingvar Alfreðsson spilar á píanó. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Messa kl. 11. Gaflarakórinn syngur undir stjórn Kristjönu Þórdísar Ásgeirsdóttur. Organisti Helga Þórdís Guðmunds- dóttir. Prestur Hulda Hrönn M. Helgadóttir. Sunnudagaskólinn kl. 11. María og Bryndís leiða stundina. Kaffi, djús og kex að guðsþjónustum loknum. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Sunnudagaskóli 22. nóv- ember kl. 11 í umsjá Maríu og Heiðars. Kaffi, djús og kökur að skóla loknum. ÞORLÁKSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Hafdís Þorgilsdóttir sér um stundina með Örnu Dögg Sturlu- dóttur og vígðum mönnum. Heitt á könnnunni fyrir fullorðna. Orð dagsins: Þegar mannssonurinn kemur (Matt. 25) Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hjarðarholtskirkja í Dölum. ✝ Guðrún ÓlafíaSigurjóns- dóttir fæddist í Kálfholti í Ása- hreppi 18. júní 1924. Hún lést á dvalarheimilinu Lundi á Hellu 13. nóvember 2015. Foreldrar henn- ar voru Sigurjón Gísli Sigurðarson, f. 4.3. 1895 í Bjálm- holti, d. 2.4. 1988, og Guðný Ágústa Ólafsdóttir, f. 26.5. 1896 í Austvaðsholti, d. 9.5. 1974. Systk- ini Guðrúnar eru Sigrún, sjúkra- liði, f. 9.5. 1923, d. 10.2. 2011, Her- mann, f. 9.10. 1929, og Hjalti, f. 29.4. 1931, bændur í Raftholti. Guðrún giftist hinn 23. ágúst 1958 Ársæli Teitssyni bygginga- meistara frá Eyvindartungu í Laugardal, f. 25.1. 1930. For- eldrar hans voru Teitur Eyjólfs- son, f. 12.7. 1900 á Háteigi í Garðahreppi, d. 11.7. 1966, og Sigríður Jónsdóttir, f. 8.3. 1894 í Stíflisdal, d. 14.9. 1969. Börn Guð- rúnar og Ársæls eru: 1) Kristín Ágústa, f. 1.3. 1956, eiginmaður Tryggvi Rúnar Pálsson, f. 17.10. 1960. Börn þeirra eru a) Guðrún Elsa, f. 11.5. 1990, og b) Emil Ár- sæll, f. 17.10. 1997, d. 3.3. 2010. 2) Sigurjón, f. 24.1. 1959, sambýlis- kona Guðrún Þóra Garðarsdóttir, f. 21.8. 1962. Sonur Sigurjóns og Þorbjargar Erlu Ásgeirsdóttur er a) Ásgeir, f. 28.11. 1984, unnusta Frida Mårtensson, f. 20.5. 1989. Sonur Guðrúnar er Þórarinn Víkingur Sveinsson, f. 20.10. 1991. 3) Ósk, andvana fædd í maí 1963. 4) Sig- ríður, f. 29.7. 1964, sambýlismaður Þór- arinn Arngrímsson, f. 5.5. 1962. Börn þeirra eru a) Bára Lind, f. 30.11. 1996, Arnar Ár- sæll, f. 3.7. 2001, og Pétur Þór, f. 3.11. 2005. Þegar Guðrún var fjögurra ára gömul flutti hún að Raftholti í Holtum með fjölskyldu sinni og ólst þar upp. Guðrún gekk í barnaskóla sveitarinnar auk þess sem hún var einn vetur í skóla hjá Sankti Jósepssystrum í Hafnar- firði og lærði þar m.a. saumaskap og tungumál. Guðrún lærði að spila á orgel. Hún vann ýmis störf, þar á meðal við saumaskap og í þvottahúsi Sjúkrahúss Sel- foss. Guðrún og Ársæll hófu búskap á Víðivöllum 3 á Selfossi og bjuggu þar alla tíð þar til þau fluttu á Lund sumarið 2013. Guð- rún var mjög listræn og hafði yndi af tónlist. Hún lék á píanó og orgel og söng í Samkór Selfoss. Allur saumaskapur lék í höndum hennar. Þau hjónin áttu hjólhýsi sem þau nýttu vel í ferðalög um landið. Útför Guðrúnar fer fram í dag, 21. nóvember 2015, frá Marteins- tungukirkju og hefst athöfnin kl. 14. Við systkinin vorum svo lánsöm að alast upp á góðu heimili og eiga yndislega foreldra. Mamma helg- aði sig okkur, hún var alltaf til staðar og okkar haldreipi í lífinu. Við fengum alla þá ást, huggun og vernd sem börn þörfnuðust. Hún svaraði margvíslegum spurning- um sem leituðu á unga barnshuga, leiðbeindi okkur við að taka fyrstu sporin í lífinu og reyndist síðan sá vinur sem alltaf var hægt að treysta á. Hún eignaðist líka mik- ið í barnabörnunum sex sem voru svo lánsöm að fá að kynnast henni. Elsku mamma. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Kristín (Stína), Sigurjón og Sigríður. Elsku amma, við barnabörnin viljum þakka fyrir eilífa um- hyggju. Fyrir allar yndislegu mál- tíðirnar sem þú lagðir þig svo mik- ið fram við, allar kökurnar sem þú bakaðir og alla konfektmolana sem þú laumaðir að okkur. Takk fyrir að vera amma sem var alltaf til staðar, sem gat hlustað og ráð- lagt. Við minnumst þín sem dugleg- ustu konu í heiminum, syngjandi fallegu vísurnar, spilandi á píanó- ið og skrifandi í dagbókina. Við eigum endalausar fallegar minn- ingar um þig sem við minnumst með svo mikilli gleði. Þú ert kona sem við lítum upp til og jafnvel þótt þú sért komin á annan stað lifirðu enn með okkur og munt hjálpa okkur að feta rétt spor í framtíðinni. Þótt þú sért farin, elsku amma, munum við aldrei gleyma þér. Minningarnar munu aldrei gleymast og við munum ávallt minnast þín með ást og virð- ingu. Hvíl í friði elsku amma. Bára Lind, Arnar Ársæll og Pétur Þór. Fyrir rúmum 87 árum kom hestvagn akandi í rólegheitum eftir Þrasabrautinni á vestan- verðri Raftholtsheiðinni. Þarna var á ferðinni fjögurra manna fjöl- skylda með búslóð sína og búpen- ing. Þau voru að flytja búferlum frá Kálfholti í Raftholt. Systurnar tvær, Guðrún og Sigrún, sátu ofan á búslóðinni og litu eftir hænunum og heimiliskettinum spenntar að sjá nýju heimkynnin. Bræður þeirra tveir, Hermann og Hjalti, voru ekki fæddir þegar þetta var. Guðrún minntist oft á þetta ævintýralega ferðalag, ekki síst núna seinni árin og alltaf var jafn gaman að heyra hana rifja upp þessar æskuminningar. Guðrún bjó svo í foreldrahúsum þar til hún giftist honum Ársæli sínum. Þau byggðu sér stórt og fallegt hús á Víðivöllum 3 á Selfossi þar sem þau bjuggu svo síðan og ólu upp börnin sín þrjú, þau Kristínu Ágústu, Sigurjón og Sigríði. Í þetta hús komum við systkinin oft og var alltaf tekið jafn vel á móti okkur, rétt eins og við værum hluti af barnahópnum hennar Guðrúnar. Um áramót fórum við Raf- tholtsfjölskyldan til Guðrúnar og fjölskyldu um margra ára bil. Við hlökkuðum alltaf jafn mikið til því það var alltaf glatt á hjalla og Guð- rún frænka galdraði fram sínar bestu kræsingar en í því var hún alltaf snillingur. Á aðfangadags- kvöld komu þau aftur á móti til okkar í Raftholt og saman héldum við heilög jól. Guðrún frænka var mjög músíkölsk og spilaði af- bragðs vel hvort heldur var á org- el eða píanó. Hún spilaði alltaf undir jólasálmunum og allir sungu með áður en gjöfunum var útdeilt. Eins var lagið oft tekið við undirleik Guðrúnar á gamlárs- kvöld. Þegar við systkinin fórum svo í Fjölbrautaskólann á Selfossi eitt af öðru bjuggum við öll hjá Guð- rúnu frænku og Ársæli meðan á náminu stóð í lengri eða skemmri tíma og vorum þar alltaf eins og heima hjá okkur. Þetta voru skemmtilegir tímar og margs góðs að minnast. Í dag er svo komið að því að við þurfum að kveðja okkar kæru föð- ursystur, Guðrúnu Sigurjónsdótt- ur, þessa góðu og traustu konu sem við gátum alltaf leitað skjóls hjá. Elsku Guðrún, hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Ársæll, Stína, Sigurjón, Sigríður og fjölskyldur, við vott- um ykkur okkar innilegustu sam- úð. Systkinin Raftholti, Ágústa Kristín, Sigurjón, Guðrún Margrét, Valdimar og fjölskyldur. Guðrún Ólafía Sigurjónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.