Morgunblaðið - 21.11.2015, Qupperneq 29
FRÉTTIR 29Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2015
Biskup Íslands hefur auglýst
laust til umsóknar embætti sókn-
arprests í Reykhólaprestakalli,
Vestfjarðaprófastsdæmi frá 1.
janúar 2016. Umsóknarfrestur
um embættið er til 11. desember
nk.
Elín Hrund Kristjánsdóttir, frá-
farandi sóknarprestur á Reykhól-
um, tók nýlega við embætti sókn-
arprests í Oddaprestakalli í
Suðurprófastsdæmi.
Í Reykhólaprestakalli eru sex
sóknir, Flateyjarsókn, Garpsdals-
sókn, Gufudalssókn, Reykhóla-
sókn, Skarðssókn á Skarðsströnd
og Staðarhólssókn. Í hverri sókn
er sóknarkirkja. Fjöldi íbúa í
prestakallinu er tæplega fjögur
hundruð.
Reykhólaprestakall á sam-
starfssvæði með Dalaprestakalli
og Hólmavíkurprestakalli.
Sóknarprestur Reykhólapresta-
kalls mun hafa sérstakar starfs-
skyldur við Biskupsstofu sem
nemur allt að 50% starfshlutfalli,
segir í auglýsingu um embættið á
vef Biskupsstofu.
Biskup Íslands skipar í embætti
sóknarpresta til fimm ára.
Prestsemb-
ætti laust á
Reykhólum
Morgunblaðið/Ómar
Reykhólakirkja Embætti sóknar-
prests er laust til umsóknar.
Nýr styrktarsjóður hefur verið
stofnaður við Háskóla Íslands. Sjóð-
urinn ber heitið Ingjaldssjóður og
er stofnaður til minningar um Ingj-
ald Hannibalsson, prófessor við
Viðskiptafræðideild skólans. Ingj-
aldur, sem lést fyrir rúmu ári, arf-
leiddi Háskólann að öllum eigum
sínum. Stofnfé sjóðsins er sjötíu
milljónir króna.
Samkvæmt fyrirmælum sem sett
voru fram í erfðaskrá Ingjalds skal
sjóðurinn styrkja efnilega íslenska
námsmenn við Háskóla Íslands til
framhaldsnáms erlendis í rekstrar-
stjórnun eða alþjóðlegum við-
skiptum eða nemendur í tónlist.
Jón Atli Benediktsson, rektor
Háskóla Íslands, undirritaði stofn-
skrá Ingjaldssjóðs við hátíðlega at-
höfn á Litla torgi, á fæðingardegi
Ingjalds. Rektor fer með yfirum-
sjón sjóðsins en þriggja manna
stjórn skipa þau Runólfur Smári
Steinþórsson, prófessor við Við-
skiptafræðideild, sem jafnframt er
formaður stjórnar, Karólína Eiríks-
dóttir tónskáld og Þórður Sverris-
son viðskiptafræðingur. Stjórn
sjóðsins er skipuð til þriggja ára í
senn.
Ingjaldur Hannibalsson fæddist
17. nóvember 1951. Hann var sonur
Hólmfríðar Ingjaldsdóttur kennara
og Hannibals Valdimarssonar ráð-
herra. Árið 1978 hóf Ingjaldur
stundakennslu við Háskóla Íslands
og varð prófessor við skólann árið
1997. Hann sinnti mörgum trún-
aðarstörfum í gegnum tíðina innan
skólans, m.a. sem deildarforseti
Viðskiptafræðideildar.
Ingjaldssjóður styrkir nema
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Sjóðstofnun Rektor Háskólans og stjórnarmenn Ingjaldssjóðs.
70 milljóna sjóður í minningu Ingjalds Hannibalssonar
Í tilefni af 10 ára afmæli Ljóssins,
endurhæfingar-og stuðnings-
miðstöðvar fyrir krabbameins-
greinda, verður Esjuganga í dag,
laugardag. Lagt verður af stað frá
Esjustofu klukkan 16. Þorsteinn
Jakobsson ætlar að endurtaka leik-
inn frá 5 ára afmælinu og stjórna
göngu upp og niður hlíðar Esjunn-
ar.
Allir eiga að mæta með höfuðljós
og verður gengið rólega upp að
steini og síðan verður Esjan lýst
upp á niðurleið.
Esjustofa verður opnuð kl. 15:00
þar sem Valgeir Skagfjörð stjórnar
fjöldasöng. Veitingar verða á boð-
stólum í Esjustofu.
Ljósaganga í Esjunni
á afmæli Ljóssins