Víkurfréttir - 17.03.1987, Síða 9
\iiKun
jtUUi
Þriðjudagur 17. mars 1987 9
REYKJANESBRAUTIN
Fyrir um þaö bil tveimur ára-
tugum var ráöist í það nauö-
synjaverkefni að leggja varan-
lega akbraut frá höfuðborgar-
svæðinu til Suðurnesja.
Á þeim tíma var um stórverk-
efni að ræða sem kostaði mikla
umræðu og umfjöllun áður en til
skarar var látið skríða. M.a. voru
átök um hvernig fjármagna
skyldi þessa mannvirkjagerð og
ákafar deilur risu um það mál-
efni, sem stóðu lengi eftir að
vegurinn var lagður. Niðurstað-
an varð sú, að settur var vegar-
tollur á öll ökutæki sem um veg-
inn fóru ákveðið árabil. - Þessari
framkvæmd fjármögnunar fylgdi
varöskýli á hinni nýju Reykjanes-
braut, þar sem vegartollur var
innheimtur af umráðamönnum
ökutækja, nótt sem nýtan dag.
í dag stöndum við frámmi fyrir
því að vera mesta bílaþjóð ver-
aldar miðað við íbúafjölda,
komnir fram fyrir Bandaríkja-
menn, ef rétt er með tölurfarið. -
Það hefur mikið vatn runnið til
sjávar siðan Reykjanesbrautin
var lögð, forsendur brautarinnar
gagnvart umferðaröryggi hafa
breyst, enda slysatíðni á henni
með því hæsta sem þekkist hér á
landi.
Ákveðnir kaflar brautarinnar
hafa reynst vegfarendum mjög
hættulegir og er þá Kúagerði oft
nefnt. Sem von er ræðiralmenn-
ingur mikið um ástæður umferð-
arslysanna og er þá ýmislegt til-
greint, en færra hef ég heyrt frá
ábyrgum aðilum, svo sém frá
Vegagerð ríkisins eða þing-
mönnum kjördæmisins.
Krafa almennings í dag er ein-
faldlega sú, að vegfarendur njóti
eins fullkomins öryggis í umferð
Gylfi Guðjónsson
og kostur er á. Ákveðna tíma sól-
arhringsins er gífurleg umferö
um brautina og ýmsarveðurfars-
legar aöstæður gera hana stór-
hættulega.. Ég hefi ekið þessa
braut við ýmsar aðstæður og hef-
ur mér brugðið illa við hve oft ég
fæ þá tilfinningu að ég sé í veru-
legri hættu staddur á ferð minni.
Hættan á Reykjanesbrautinni
er ekki eingöngu veðurfarinu að
kenna. Megin hættan liggur i því,
að brautin ber ekki þá umferð
sem um hana fer. - Rúmlega
tveggja áratugagömul áætlun og
framkvæmd á samgöngumálum
milli Suðurnesja og höfuðborg-
arsvæðisins er úr leik. Tollurinn
sem greiddur hefur verið undan-
farin ár og framvegis án aðgerða
er ekki í formi peninga við varð-
skýli. Tollurinn er greiddur með
blóði vegfarenda.
Aukinn ferðamannafjöldi frá
útlöndum til Islands og spár þar
að lútandi krafðist m.a. nýrrar
flughafnar á Keflavíkurflugvelli.
Fjöldi landsmanna ekur um
Reykjanesbraut einmitt vegna
staðsetningar hins alþjóðlega
flugvallar ofan við Keflavík. Þetta
mál snertir ekki aðeins Suður-
nesjabúa, sem verða að þola
sívaxandi umferðarþunga um
sína samgönguæö til höfuðborg-
arinnar, heldur alla þjóðina.
Lausn þessa máls felst ekki ein-
göngu í nauðsynlegum umbót-
um svo sem betri vegmerkingum
eða frágangi vegkanta, heldur
nýjum vegi sem lagður yrði við
hlið hins gamla. Yrðu þá tværak-
reinar með einstefnu til Suður-
nesja og aðrar tvær með ein-
stefnu til höfuðborgarsvæðisins
Ekki mæli ég meöþeirriaðferðtil
fjármögnunar þessu mannvirki
að setja uþþ varðskýli sem
stöðvar alla vegfarendur til inn-
heimtu á skatti, heldur að lækka
kostnað við heilbrigðisþjónustu
slasaðra á þessari braut um kom-
andi ár og gefa ungum sem
öldnum Suðurnesjabúum svo og
öðrum vegfarendum betra tæki-
færi til að ganga sinn æfiveg til
enda.
Að endingu óska ég eftir því að
Suðurnesjamenn og aðrir Reyk-
nesingar veiti Framsóknarflokkn-
um það brautargengi í komandi
kosningum að framfylgja megi
þessu málefni beturengerthefur
verið á síðasta kjörtímabili.
Mosfellssveit í mars 1987.
Gylfi Guðjónsson
Höfundur skipar 6. sæti á lista
Framsóknarflokksins í
Reykjaneskjördæmi
Sjávarborgin og Goðinn við bryggju í Njarðvík. Ljósm.: epj.
ÚTSALA
Rýmum fyrir nýjum vörum
30% afsláttur
af öllu.
FÖNDURSTOFAN
Hafnargötu 68a - Keflavík - Sími 2738
ATVINNA
Óskum að ráða bílstjóra með meirapróf.
Einnig vantar okkur fólk í fiskaðgerð.
Upplýsingar gefnar í síma 7395.
ICE-SCOTT, Garði
AÐALFUNDUR
Styrktarfélags Sjúkrahúss
Keflavíkurlæknishéraðs
verður haldinn fimmtudaginn 26. mars kl.
20.30 að Vík, Hafnargötu 80.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjómin
Iðnaðarhúsnæði -
Geymsluhúsnæði
í Grindavík
DREGINN AD NORDAN
Um miðnætti aðfaranótt
laugardagsins kom björgun-
arskipið Goðinn með rækju-
veiðiskipið Sjávarborg GK
60 frá Sandgerði í drætti til
Njarðvíkur. Skip þetta hefur
verið á rækjuveiðum fyrir
norðurlandi undanfarna
mánuði og var einmitt statt
út af Eyjafirði er skyndileg
bilun varð í skrúfu skipsins.
Tók togarinn Arinbjörn
bátinn í tog að Horni, en
þangað kom Goðinn og dró
skipið til Njarðvíkur, þar
sem það var tekið upp í slipp
á laugardag. En áður land-
aði það um 50 tonnum af
rækju í Njarðvík.
til sölu. Mikið endurnýjað, 130
ferm. timburhús, góð raflögn og
hitalögn. Laust nú þegar. Leiga
kemur til greina.
Upplýsingar hjá Fasteignaþjón-
ustu Suðurnesja, sími 3722.
FRÁ BÆJARSJÓÐI KEFLAVÍKUR
Minnum á greiðslu útsvara og aðstöðu- gjalda. BÆJARBÚAR! STÖNDUM í SKILUM - og forðumst óþarfa kostnað. >v ii — ATH: Breyttan opnunartíma. ^ Bæjarskrifstofurnar eru opnar p| frákl. 9-16 I alla virka daga. 1 Eftir sem áður er K opið í hádeginu.