Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 30.04.1987, Page 8

Víkurfréttir - 30.04.1987, Page 8
8 Fimmtudagur 30. apríl 1987 yfiKun jUOU iá ú Ú ú ú Ú Ú Ú Ú ú Ú Ú Ú Ú Ú Ú ú Ú u Ú Ú FRÁ FÖNDURSTOFUNNI s Ý N 1 N G Suðurnesjamenn! Komið á sýninguna okkar á Hallveigar- stöðum, Túngötu 14, Reykjavík, laugar- dag og sunnudag. Úrval af munum unnum með TRI-CHEN litum. Sýningin verður opin báða dagana frá kl. 14-19. * n n n f* n n n n n n n n n Tilboð - Útboð Málun - Málun Óskað er eftir tilboðum í utanhússmáln- ingu ásambýlishúsinu Birkiteig 4-6, Kefla- vík. Útboðsgagna og verklýsingu skal vitja um að Birkiteig 4. Upplýsingar í síma 1848. Tilboðin opnuð 11. maí n.k. Tónlistarskólinn í Keflavík Innritun fyrirnæsta veturerhafin. Til 8. maíertekið við umsóknum frá nemendum sem eru í skólanum í vetur. 11. maí verður tekið við umsóknum frá nemendum úr forskóla 3. Nýir nemendur verða innritaðir í haust. Skólastjóri Ú NJARÐVÍK Lögtök ATH: Lögtök eru hafin á vangreidd- um gjöldum frá fyrra ári. Þeir sem skulda enn þessi gjöld og vilja losna við þann mikla kostnað sem fylgir þessari innheimtuaðgerð, er bent á að hafa samband við bæj- arskrifstofurnar fyrir 10. maí n.k. Bæjarsjóður - Innheimta Frá áhugafélaginu um brjóstagjöf Áhugafélag um brjóstagjöf á Suðurnesjum er lítið, skemmti- legt félag, sem heldur nú aðal- fund sinn í þriðja skipti. Á þess- um þremur árum hefur félagið vaxið og dafnað, eins og brjóst- mylkingarnir, sem það ber svo mjög fyrir brjósti. Starf félags- ins er orðið fjölþætt og sífellt koma fram nýjar hugmyndir um fleiri verksvið. En hvers vegna er þörf fyrir Áhugafélag um brjóstagjöf? Er það ekki einkamál hverrar konu hvort hún hefur barn sitt á brjósti? Jú, það er vissulega rétt og það er ekki markmið félags- ins að hafa áhrif á þá ákvörðun. En þeim sem velja að hafa barn sitt á brjósti viljum við hjálpa ef vandamál koma upp. Konurnar, sem starfa innan félagsins, hafa flestar reynslu af þeim vandamálum sem upp kunna að koma og vita að þau má leysa, ef tekið er á þeim strax. Reynsla og þekking kem- ur þar að miklum notum. Fræðslufundir eru því haldnir reglulega um málefni brjósta- gjafarinnar og ýmis skyld efni. Fæðing barns er undursam- legur atburður. Nýtt líf lítur dagsins ljós. Hamingja og fögn- uður fyllir hug móðurinnar. Líf hennar hefur fengið nýjan til- gang, nú þarf að koma barninu til manns. Það er löng leið fram- undan. Næstu 20 árin verður hún að axla ábyrgð sem á hana var varpað í einu vettfangi. Til- finningar hinnar ungu móður eru því margvíslegar. Mörgum finnst gott að ræða hugrenning- ar sínar í eigin hópi. Þess vegna höfum við rabbfundi einu sinni í mánuði, þar sem ræða má allt það sem lýtur að fæðingu barns, brjóstagjöf og uppeldi ung- barna. Einnig er á dagskrá hjá félaginu að mynda leshring um uppeldismál á hausti komanda. Konurnar í félaginu hafa undanfarna vetur stundað leik- fimi með börnum sínum. Þar hafa allir fengið hreyfingu við hæfi, börnin skemmt sér konunglega í leikjum með mæðrum sínum. Við söknum hins vegar feðranna. Aðstæður kvenna til brjósta- gjafar eru ekki jafnar, margt getur spillt fyrir, t.d. getur bú- seta skipt máli. Ef barn fæðist fyrir tímann og þarf að vera á barnagjörgæslu fyrstu vikurnar, þá er erfitt fyrir móður á Suður- nesjum að aka til Reykjavíkur dag hvern og gefa brjóst. Með því að pumpa mjólkina heima og færa síðan barninu þegar að- stæður leyfa, verður móðurinni unnt að gefa fyrirburanum bijóstamjólkina. Brjóstamjólk er öllum börnum holl, en fyrir- burum er hún ómetanleg, því hún hefur einmitt rétta efna- fræðilega samsetningu fyrir þá. Til að auðvelda konum þetta hefur félagið ákveðið að gefa fæðingardeild Sjúkrahúss Keflavíkur brjóstapumpu, sem notuð verði til útlána þegar nauðsyn beri til. I þessum til- gangi var efnt til fjársöfnunar meðal nokkurra af glæsilegri fyrirtækjum Suðurnesja, svo og sveitarfélaganna á Suðurnesj- um. Félagið mætti einstakri góðvild og hlýhug hjá þessum aðiljum og kann þeim innilegar þakkir fyrir. Þessar jákvæðu undirtektir styrkja okkur í þeirri trú að við séum á réttri braut. Eins og getið var um í upphafi heldur Áhugafélagið aðalfund sinn n.k. laugardag. Fundurinn verður haldinn í Iðnsveinahús- inu kl. 2 e.h. Auk venjulegra að- alfundastarfa verður sýni- kennsla í ungbarnanuddi. Það er Guðrún Þórarinsdóttir kenn- ari, sem ætlar að sýna okkur hvernig hún fer höndum um barn sitt. Konráð Lúðvíksson kvensjúkdómalæknir mun tala um breytingaskeiðið, segja okk- ur frá því sem við eigum von á þegar aldurinn færist yfir. Ýmis- legt fleira verður sér til gamans gert og að venju bjóðum við upp á okkar bestu krásir. Verið því velkomin að eyða með okkur skemmtilegum eftir- miðdegi. Stjórnin Tveir Keflvíkingar taka þátt í verki þessu. Þeir eru Gisli Gunnarsson (2. f.v.) og Marta Eiríks- dóttir (lengst t.h.). Hinn eini sanni Seppi í þessari viku gefst okkur, sem búum hér fyrir sunnan, kostur á að sjá tvo þræl- skemmtilega einþáttunga í uppfærslu Litla leikklúbbs- ins frá ísafirði. Þessir ein- þáttungar nefnast „Hinn eini sanni Seppi“ eftir Tom Stoppard og „Svart og siifr- að“ eftir Michael Frayn. Báðir þættirnir eru vissulega af gamansömu tagi, en veru- leg ádeila á gagnrýnendur er reyndar fólgin í leikriti Stoppards. Hér er annars ekki við hæfi að rekja efnið, en það er sannarlega sett fram með kostulegum hætti, bæði fyrir og eftir hlé. Um frumsýningu á íslandi er að ræða en þessir einþátt- ungar vora íslenskaðir af Guðjóni Olafssyni, mennta- skólakennara á Isafirði, en hann leikstýrði þáttunum einnig með ágætum. Vert er að geta þcss að á meðal leik- ara eru tveir innfæddir Kefl- víkingar, þau Gísli B. Gunn- arsson og Marta Eiríksdótt- ir. Þau hafa tekið virkan þátt i leiklistarlífmu vestur á fjörðum í vetur. Við Suðurnesjamenn ætt- um nú að drífa okkur í Kópa- vogsbíó og sjá sveitunga okkar ásamt fleiru hressu fólki fara á kostum í skemmtilegum einþáttung- um. Sýningar verða í Kópa- vogsbíói, Fannborg 2, föstu- daginn 1. maí kl. 21 og laug- ardaginn 2. maí kl. 16 og21. Miðapantanir teknar í síma 41985 sýningardagana.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.