Víkurfréttir - 25.06.1987, Side 17
ViKun
{Uttfo
Fimmtudagur 25. júní 1987 17
GÁLEYSI
Athygli hefur verið vakin á því að aðalorsök umferðaróhappa stafar af gáleysi ökumanna.
Áreksturinn á þessari mynd var einmitt einn slíkur. Átti hann sér stað á gatnamótum Túngötu
og Aðalgötu í Keflavík. Sinnti sá, sem ók Túngötuna, ekki biðskyldu gagnvart umferð á
Aðalgötu, eins og umferðarmerki gátu til kynna. Slys urðu engin en báða bílana varð að flytja
burt með dráttarbíl. Ljósm.: epj.
ALPINE
bíltækin
- komin aftur í miklu
úrvali. - Gott verð.
Iiili’inn
B|d®fBÖHpí)DSEN
I II' ’l'1 >i)l>
Hofnargotu 35 230 Knflavðc flo* 213
Simi 92-3634
JARÐVINNA
Steinsögun - Gröfur
Loftpressur - Sprengingar
NYTT
símanúmer
6155
SIGURJÓN MATTHÍASSON
Háseylu 13 - Innri-Njarðvík
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og vináttu við andlát og útför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
STEFÁNS ÞRASTAR SIGURÐSSONAR
Sérstakar þakkir til Axels Jónssonar á Glóðinni og
starfsmanna Hitaveitu Suðurnesja.
Sesselja Jónsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Geimsteinn í Kcíiavík hefur
gefið út plötu meðBirniThor-
oddsen, sem hefur átt ágætum
vinsældum að fagna hér á
landi og á hinum Norðurlönd-
unum. Björn kom fram á jass-
hátíð í Kongsberg í Noregi í
fyrra og síðan hefur hljóm-
plata hans „Svif* selst ákaf-
lega vel þar í landi.
Þessi nýja plata er þriðja
sólóplatan sem Björn gefur
út og heitir hún „Björn
Thoroddsen plús“. Hann
stjórnaði sjálfur upptöku á
henni og leikur þar á gítar,
ýmis ásláttarhljóðfæri og
nýja tegund hljóðgervils er
kallast „guitar synthisizer".
Aðrir hljóðfæraleikarar á
plötunni eru Þórir Baldurs-
son, hljómborð og gerflar,
Jóhann Ásmundsson úr
Mezzoforte á bassa og Stein-
grímur Oli Sigurðsson á
trommur.
Lögin á plötunni eru með
ákaflega ljúfu yfirbragði,
sambland af blues og jass-
rokkbræðingi og hlaðin
þeirri mjúku stemmingu sem
Birni og félögum hans er ein-
um lagið að ná fram.
Tilboð
Veitingarekstur
Stjórn félagsheimilisins Stapa í Njarðvík
óskar eftir tilboðum í rekstur hússins.
Upplýsingar veita: Hilmar Hafsteinsson
sími 1303, Sólveig Daníelsdóttir sími 6200
og Guðmundur Sigmundsson sími 6133.
Tilboðum verði skilað á bæjarskrifstofurn-
ar í Njarðvík fyrir 1. ágúst 1987.
íþrótta-
^^námskeið
Innritun hefst 1. júlí kl. 10.00 í íþróttamið-
stöðinni í síma 2744. Skipt verður í hópa:
1. hópur: Kl. 13.00-14.30 börn sem fædd
eru 1979, 1980 og 1981.
2. hópur: Kl. 14.30-16.00 börn sem fædd
eru 1975, 1976, 1977 og 1978.
Námskeiðið er mánud.-fimmtud. og boð-
ið er upp á eftirfarandi:
Knattspyrnu, körfubolta, handbolta, frjáls-
ar íþróttir (hástökk, langstökk, hlaup o.fl.),
gönguferðir, ratleiki, golf, hjólreiðaþrautir,
sund, sundleikni og margt fleira.
Verð kr. 500.
Þórunn Magnúsdóttir, Margrét Sanders
íþróttakennarar
Viðskiptavinir,
athugið breytt
símanúmer frá 1. júlí:
1 -32-00
1-35-36
(bilanasími)
Hitaveita Suðurnesja