Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 25.06.1987, Side 16

Víkurfréttir - 25.06.1987, Side 16
murt 16 Fimmtudagur 25. júní 1987 jUUU I Icl jmæík I m icnska Vi atmð a c Iveg edí" - segir bandaríska stúlkan Nora Colton, sem nú heimsækir vini sína í Keflavík í fjórða sinn Guðmundur og Nora Colt á hcimili Guðmundar í Keflavík. Bandaríska stúlkan NORA COLTON hefur dvalið í Keflavík að undanförnu hjá Guðmundi Ingólfssyni ogfjöl- skyldu, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún kemur hingað til lands. Fyrir 7 árum síðan kom hún hingað sem skiptinemi á vegum AFS og dvaldi þá hjá Guðmundi í 3 mánuði. Sterkt samband myndaðist fljótlega milli fjöl- skyldu Guðmundar og Noru, sem hefur haldist allar götur siðan og heimsækir hún vini sína í Keflavík í hvert sinn sem því verður við komið. Missti föður sinn ung að árum Nora Colton sagði í stuttu samtali við Víkur-fréttir að það hefði verið sér ákaflega ELDHÚS- innréttingar Kjölur selur frönsku MOBALPA-eldhús- innréttingarnar. Mikið úrval í efnum, litum og verði. Hjá Kili í Reykjavík eru uppsett eldhús. Hjá Kili í Keflavík eru stórar myndir sem sýna fjölda innréttinga. Lítið inn, skoðið úr- valið og athugið verðið. Það borgar sig. KJÖLUR Keflavlk, siml 2121 KJÖLUR Reykjavik, sfml 21490, 21846 mikilvægt að kynnast fólki eins og fjölskyldu Guð- mundar. „Þegar ég kom : hingað 1980 þá var ég 18 ára I og hafði misst föður minn á | unga aldri. Mér var strax í tekiðopnumörmumogfljót- lega varð ég eins og ein úr fjölskyldunni og sjötta dóttir þeirra Guðmundar og Guð- rúnar Guðmundsdóttur. Gott samband skapaðist milli mín og Guðmundar, sem kom mér í föður stað og ég nýt þess í hvert sinn sem ég á þess kost að koma og heim- sækja fjölskyldu mína í Keflavík. íslenska vatnið alveg æði Nora Colton er frá Yumaí Arizona, 40 þúsund manna bæ sem er nálægt Mexicó. Hún sagði að þar væri alltaf skortur á góðu drykkjar- vatni og hún nyti þess í rík- um mæli að drekka íslenska vatnið, sem hún sagði það besta i heiminum, alveg æði. Þá líkaði henni íslenski fisk- urinn ákaflega vel og raunar allur íslenskur matur. Nora nefndi líka mjólkurvörurnar pg skyrið, sem hún taldi að Islendingar ættu að flytja út. Var við nám í Egyptalandi Síðastliðið ár hefur Nora dvalið í Egyptalandi þar sem hún hefur lagt stund á ara- bisku og hagfræði Austur- landa. Guðmundur sagði að Nora hefði verið illa á sig komin þegar hún kom hing- að. „Hún sagði mér að mat- urinn hefði ekki verið góður og öllu hreinlæti væri ákaf- lega ábótavant. Mér skilst að fátæktin sé með ólíkindum og fæðist maður fátækur í þessum löndum, þá sé maður dæmdur til að verða fátækur allt sitt líf‘, sagði Guðmund- ur. Hefur kynnt ísland í Bandaríkjunum Nora hefur gert töluvert af að kynna Island í Bandaríkj- unum með því að halda fyrir- lestra, sýna skuggamyndir og leika lög frá Islandi. Hún leikur á píanó og hreifst af lögum Inga T. Lárussonar, sem hún hefur leikið á fyrir- lestrum sínum. Hún sagði að það hefði verið talsvert áber- andi hversu lítið fólk hefði vitað um land og þjóð og greinilegt að fólk hefði dreg- ið vísbendingu af nafni landsins í þessu sambandi. Ljósm.: bb. Land og þjóð komu skemmtilega á óvart Áður en Nora kom hingað hafði hún gert sér mynd í huganum af landi og þjóð. „En bæði land og þjóð kom mér skemmtilega á óvart og þetta er einsþakt samfélag hér á íslandi. Ég held að þið gerið ykkur ekki grein fyrir hvað þið hafið það gott. Það þekkist hvergi í Bandaríkj- unum að fólk skilji hús sín eftir ólæst og mæður skilji börn sín eftir í barnavagni fyrir utan verslanir á meðan þær skreppa inn. Eða þá að börnin geti verið óhult úti við leik frá morgni til kvölds. Þetta er öryggi sem við þekkjum ekki“. Er á leið til náms í London Héðan ætlar Nora heim til Bandaríkjanna og hyggst dvelja hjá móður sinni um tíma, en síðan liggur leiðin til Lundúna þar sem hún ætlar að ljúka doktorsprófi í hag- fræði eftir 3 ár. Síðan vonast hún til að fá vinnu hjá Hjálp- arstofnun Sameinuðu þjóð- anna eða hliðstæðri stofnun og aðaláhugamál hennar er Yemen. „Þar er meðalaldur fólks 37 ár og fátæktin hrika- leg. Mig langar að leggja mitt af mörkum til að bæta lífskjör þessa fólks, því mín trú er að við getum ekki öll setið hjá og horft upp á eymd og fátækt án þess að spyrna við fótum“. Nauðungaruppboð Að kröfu ýmissa lögmanna, innheimtumanns ríkissjóðs o.fl. verða eftirtaldir lausafjármunir seldir á nauðungar- uppboði sem fram fer26. júní 1987 kl. 16 í porti Skipting- ar hf., Vesturbraut 34, Keflavík: Ö- 230 Ö-2938 Ö-4695 Ö-7107 Ö-9074 Ö- 405 Ö-3217 Ö-4735 Ö-7358 Ö-9075 Ö- 609 Ö-3227 Ö-4738 Ö-7376 Ö-9100 Ö-1287 Ö-3228 Ö-4809 Ö-7450 Ö-9145 Ö-1341 Ö-3229 Ö-4882 Ö-7480 Ö-9164 Ö-1355 Ö-3273 Ö-4985 Ö-7488 Ö-9165 Ö-1418 Ö-3279 Ö-5082 Ö-7552 Ö-9283 Ö-1710 Ö-3359 Ö-5089 Ö-7646 Ö-9318 Ö-1850 Ö-3398 Ö-5126 Ö-7659 Ö-9402 Ö-1860 Ö-3417 Ö-5259 Ö-8007 Ö-9538 Ö-2100 Ö-3600 Ö-5370 Ö-8022 Ö-9710 Ö-2143 Ö-3664 Ö-5724 Ö-8025 Ö-9722 Ö-2299 Ö-3707 Ö-5903 Ö-8210 G-17855 Ö-2495 Ö-3863 Ö-6007 Ö-8435 R-5423 Ö-2501 Ö-3907 Ö-6009 Ö-8555 R-27286 Ö-2525 Ö-3959 Ö-6037 Ö-8556 R-29543 Ö-2614 Ö-4016 Ö-6356 Ö-8603 R-36159 Ö-2704 Ö-4173 Ö-6512 Ö-8623 R-37046 Ö-2753 Ö-4180 Ö-6713 Ö-8785 R-39763 Ö-2914 Ö-4586 Ö-7039 Ö-8792 U-4442 Ö-2921 Ö-4594 Ö-7061 Ö-8905 X-4241 Ö-9033 Öt-35 Ennfremur verður selt: Tengivagnar, traktorsgrafa, beltisgrafa Payloader Michigan 7B hjólaskófla, sjónvörp, ísskápar, hljómflutn- ingstæki, videótæki, húsqögn, rafmagnslyftari, diesel- lyftari. I beinu framhaldi verður selt að Asgarði 2 í Garði International Harvester jarðýta árg. 1974. Uppboðshaldarinn i Keflavík, Njarðvík, Grindavik og Gullbringusýslu

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.