Víkurfréttir - 25.06.1987, Side 4
\fiKun
Fimmtudagur 25. júní 1987
jUttU
molar
Ósjálfstæðir
bæjarfulltrúar
Við lestur fundargerða bæj-
arstjórnar Njarðvíkur verða
menn fljótt þess áskynja að
bæjarfulltrúar þeir, sem nú
skipa bæjarstjórnina, eru mjög
svo ósjálfstæðir. Kemur þetta
hvað best í ljós ef skoðuð er
meðferð hinna ýmsu mála.
Flest þeirra fá þá meðferð að
vera vísað til bæjarstjóra eða
SSS, sumum er vísað til ein-
hverra annarra nefnda. Nán-
ast fátítt er að sjá að mála-
flokkurinn eða erindið sé sam-
þykkt af bæjarstjórninni og
bæjarstjóra síðan falið að
koma þeim í framkvæmd.
Frekar er bæjarstjóra falið
málið alveg og þ.m.t. til sam-
þykktar eða synjunar.
Hverjir eru óábyrgir?
Tvær fullyrðingar í bla-bla
grein bæjarstjóra og forseta
bæjarstjórnar Keflavíkur í síð-
asta blaði hafa vakið sérstaka
athygli. Eru það fullyrðingar
um ,,kærkomið tilefni tilárásar
á vœgast sagt hœpnum upplýs-
ingum“ og að skrifin séu
,,óábyrg“. Það eina sem þeir
geta í raun sett út á er að heim-
ildarmenn blaðsins voru ekki
harðlínukratar heldur venju-
legt starfsfólk stofnunarinnar,
þ.e. sjúkrahússins. Vonandi
meina þeir ekki að allir sem
hafa aðra skoðun en þeir sjálfir
séu óábyrgir.
Kóngurínn
stækkar ríki sitt
Enn stækkar Tommi videó-
kóngur ríki sitt, því nú hefur
hann keypt myndbandasafn
Ólafs Gunnarssonar í Lítt’inn
hjá Óla. Er þá Myndval eini
þröskuldurinn í vegi hans að
ríkja einn á videómarkaðnum í
Keflavík.
Tveir Suð-
urnesjatoppar
Það er ekki aðeins að Arnar-
flug manni meirihluta starfs-
manna á Keflavíkurflugvelli
Suðurnesjamönnum, því Kefl-
víkingar eru einnig í toppstöð-
um hjá fyrirtækinu, bæði um
borð í flugvélunum og yfir-
menn. Sem dæmi þar um má
nefna að í stöðu stöðvarstjóra
á Keflavíkurflugvelli er Njarð-
víkingurinn Ingi Gunnarsson,
yfirflugstjóri Arnarflugs er
Keflvíkingurinn Ómar Ólafs-
son og í hópi flugmanna er
Magnús Brimar Jóhannsson.
Mega fara að vara sig
Þeir flugfarþegar, til og frá
Keflavíkurflugvelli, sem síð-
ustu vikurnar hafa bæði
kynnst flugmat Glóðarinnar
um borð í Arnarflugsvélunum
og mat Flugleiða, eru flestir
sammála um að sá fyrrnefndi
sé mörgum gæðaflokkum ofar
hinum. Er þá skoðað bæði
hvernig hann lítur út og eins
gæði hans. Virðast Flugleiða-
menn því vera staðnaðir að
þessu leyti.
Már í knattspyrnuna?
Már Hermannsson, lang-
hlauparinn kunni í Keflavík,
virðist ætla að bjarga knatt-
spyrnuliði ÍBK ef mið má taka
af fyrirsögn á íþróttaopnunni í
síðasta tölublaði. Að vísu var
hér ekki um sanna frétt að
ræða heldur hljóp prentvillu-
púkinn illræmdi inn á opnuna
með þeim afleiðingum að fyrir-
sögnin „Glæsihlaup Más“
varð: „Glæsimark Más“.
Suðurnes
og Arnarflug
Þrátt fyrir einokun Flug-
leiða á ýmsum sviðum hefur
Arnarflugi tekist með ólíkind-
um að komast hjá viðskiptum
við Flugleiði varðandi flug að
og til Keflavíkurflugvallar. Er
nú svo komið að nánast öll sú
afgreiðsla er snýr að farþegun-
um sjálfum er unnin af starfs-
mönnum Arnarflugs eða aðil-
um sem Arnarflug hefur
fengið til verksins. Vekur at-
hygli hvað flugfélagið sækir
mikið af vinnuafli til Suður-
nesja í þessi störf og væri gott
ef aðrir tækju slíkt til fyrir-
myndar.
Eiríkur fékk stöðuna?
Óljósar fregnir herma að Ei-
ríkur Hermannsson hafi verið
eini umsækjandinn um stöðu
skólastjóra við Gerðaskóla í
Garði. Hafi skólanefnd því
einróma samþykkt umsókn
hans, síðan er gangurinn sá að
senda ákvörðun skólanefndar
til fræðslustjóra sem síðan
fjallar um hana og kemur til
menntamálaráðherra sem
samkvæmt þessu ætti að skipa
Eirík í stöðuna.
Vítavert af formanni
Svar það, sem formaður
skólanefndar Gerðahrepps gaf
Víkurfréttum, er það spurðist
fyrir um fjölda umsækjenda í
stöðu skólastjóra og kom fram
hér í síðustu Molum, hefur
vakið athygli. Það sem fyrst og
fremst vekur athygli er að við-
komandi formaður starfar í
opinberri nefnd og því er svar
hans eða öllu heldur útúrsnún-
ingur vítaverður. Einkaskoð-
anir hans á viðkomandi fjöl-
miðli kom málinu ekkert við.
GRINDAVlK:
KVÍABRYGGJA LAGFÆRÐ
Nú standa yfir lagfæringar við Kvíabryggju í Grindavík. Að sögn Jóns Sigurðssonar, bæjar-
tæknifræðings í Grindavík, voru festingar bryggjunnar við land orðnar ónýtar og því er verið
að endurnýja þær. hpé/Grindavík.
Þú lest um það
í Víkur-fréttum.
5000 eintök
vikulega.
Öll toppmerkin í íþróttavörum.
i
SPORTBÚÐ ÓSKARS
VIÐ VATNSNESTORG - SÍMI 4922
* Fra
sjónarhorni
Peter Keeling, þjálfari ÍBK,
skrifar um "knattspyrnu:
Gagn-
rýni
Með því að hljóta kosn-
ingu sem forsætisráðherra
Breta þriðja kjörtímabilið i
röð hefur Margareth
Thatcher skipað sér sess sem
farsælasti pólitíkus í Evr-
ópu. Pólitíkusar öðlast ekki
mikla virðingu og „stand-
ardinn" í breska þinginu er
ansi lár, svo lár að lengi vel
hefur verið sagt að Margar-
eth Thatcher sé eini alvöru
pólitíkusinn í breska þing-
inu. En þrátt fyrir að fólk út
um víða vcröld dáist að
henni er hún mikið gagnrýnd
í sínu heimalandi. Hún er
ekki sátt við það en hún verð-
ur að taka því að gagnrýni
fylgir starfinu.
Fólk sér hlutina í
öðru Ijósi en þjálfarinn
Sama verður knattspyrnu-
þjálfari að gera. Miðað við
þau vandamál sem ég hef
þurft að glima við þá held ég
að við höfum staðið okkur
betur en nokkur þorði að
vona, Ákvarðanirseméghef
tekið hafa reynst réttar, og
við höfum komið mest á
óvart í 1. deildinni aföllum
liðunum. En engu aðsíðurer
gagnrýni til staðar og ég verð
að taka því að svo mun alltaf
verða. Það sem gerir knatt-
spyrnu svo heillandi og
spennandi er að allir geta
haft sína skoðun og álit.
Hvort sem það er ísienska
landsliðið eða félagsliðið þá
mun alltaf verða fólk sem sér
hlutina í öðru ljósi og vill
hafa lið sitt skipað öðruvísi
en þjáifarinn ákveður. Jafn-
vel meðal leikmanna munu
þeir ávallt fyrirfinnast sem
finnst að liðið eigi að vera
skipað öðruvísi. Því þrátt
fyrir aðeins 20 manna hóp
góðra leikmanna, þá er að-
eins hægt að velja 11 í byrj-
unarliðið og einhverjum
mun finnast hann hafa verið
óheppinn.
Framtíðarleik-
maður ÍBK
Jóhann Magnússon er tal-
andi dæmi um þetta. Ég tel
að hann eigi möguleika á að
verða_ einn besti leikmaður
sem ÍBK hefur átt. Hann
hefur einstaka meðfædda
hæfileika en það er enn
margt sem Jóhann þarf að
læra og bæta í leik sínum svo
hann geti orðið kiassaleik-
maður. Það er eðlilegt fyrir
svo ungan leikmann. En það
sem helst vantar hjá honum,
og var að hjá flest öllum leik-
mönnum ÍBK þegar ég kom
hingað, er að skila boltanum
betur frá sér. En Jóhann er
skemmtilegur leikmaður
sem á framtíðina fyrir sér. Ef
hann heldur áfram á sömu
braut verður hann kominn í
landsliðið fyrr en seinna.
Það var mér mikil ánægja
að gefa honum tækifæri gegn
Skagamönnum og ég hafði
þá þegar gert upp hug rainn
um að nota hann gegn KR,
því ég vildi tefla fram fljót-
um og hættulegum hægri
bakverði sem gæti sótt upp
hægri kantinn. Það mundi
setja pressu á vinstri væng
„KR-miðjunnar“ og vinstri
bakvörðinn, sem mundi
þýða að þeir gætu ekki að-
stoðað Pétur Pétursson í
sókninni eins og þeir eru
vanir.
Þessi leikaðferð skilaði
árangri í góðri frammistöðu
okkar á móti hinu ósigraða
KR-liði.
Önnur staða
gegn Víði
Á móti Víði fannst mér
önnur staða blasa við. Ég
vissi það að reynsla leik-
manna mundi verða mikil-
vægur þáttur í leik gegn liði
sem hefur rétt hugarfar um-
fram allt annað og getur
staðið í bestu liðum deildar-
innar, með leikaðferðinni
sem liðið leikur. Hvorki Val
né Fram tókst að sigra Víði
svo ég gerði mér fyllilega
grein fyrir því að þetta
mundi verða erfitt. Reynsla
leikmanna var nauðsynleg
og þess vegna ákvað ég að
láta Rúnar Georgsson, einn
reyndasta leikmann ÍBK,
leika í stöðu Jóhanns. Yfir-
vegun hans og hæfileiki til að
lesa leikinn rétt kom sér vel,
sérstaklega síðustu 15 mín-
úturnar í leiknum, þegar
spenna var farin að heltaka
leikmennina og það átti sinn
þátt í því að viðhéldum haus
og unnum einn mest spenn-
andi leik deildarinnar tii
þessa.
Hluti af starfínu
Ef hver einasti leikur væri
svona væru götur auðar
þegar leikir í 1. deild færu
fram; og það yrði ekki nóg
pláss á áhorfendastæðunum
fyrir allt það fólk sem vildi
koma og fylgjast með leikj-
unum. En á meðal þessa
fólks munu alltaf einhverjir
segia: „Af hverju lék þessi
ekki inná og af hverju gerði
þessi ekki þetta."
Fyrir þjálfara að heyra
þetta er bara hluti af starf-
inu.