Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 22.10.1987, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 22.10.1987, Blaðsíða 3
VlKUR | jtitUí' Fimmtudagur 22. október 1987 Stjórn Landeigendafélags Ytri-Njarðvíkur og Vatnsness: TEKUR EKKI ÞATT I PROFMALI Stjórn Landeigendafél- ags Ytri-Njarðvíkur og Vatnsness ætlar ekki að taka þátt í prófmáli um réttmæti lóðargjalda og ætlar að hefja aðgerðir hjá þeim sem skulda hæstu lóðarleigugjöld með fjárnámi. Keflavíkurbæ hefur borist bréf frá lögmanni Landeigendafélagsins, þar sem ósk Keflavíkurbæjar um að stöðva innheimtu lóðarleigugjalda og taka þátt í rekstri prófmáls er hafnað. Margir lóðarleigusamn- ingar sem einstaklingar hafa gert við Landeigenda- félagið eru orðnir gamlir. Þeir voru gerðir til langs tíma og samkvæmt þeim ber leigutökum ekki að greiða margar krónur. Síð- an hafa verið samþykkt lög frá Alþingi varðandi þessi mál og heimild gefin til að hækka krónutölu gamalla samninga. Til þessara laga vísar Landeigendafélagið. Vilhjálmur Ketilsson, bæjarstjóri, sagði í samtali við Víkur-fréttir að bærinn gæti ekkert aðhafst fyrr en fjárnámsgerðir hæfust hjá fógeta og þá yrði hafið mál til að fá réttmæti hækkunar lóðargjaldanna, á kostnað bæjarins. Jón Eysteinsson, bæjar- fógeti, sagði að erindi um fjárnám frá lögmanni Landeigendafélagsins hefði ekki enn borist til embætt- isins. Lauf- skálar í Leifsstöð Nýr veitingastaður, Laufskálar, hefur verið opnaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ragnar Örn Pétursson rekur staðinn, sem er opinn fyrir al- menning, flugfarjjega og starfsfólk. Þess má geta að staðurinn býður upp á vínveitingar og því er ó- hætt að segja að skammt sé stórra högga á milli í veitingarekstri hér á Suð- urnesjum. Fjórir staðir hér hafa nú leyfi til að bjóða vín með mat. SJÖ MANNS Á SJÚKRAHÚS Alls voru sjö manns ílutt á sjúkrahús eftir fimm umferð- aróhöpp sem urðu í umdæmi lögreglunnar í Keflavík, Njarðvík og Gullbringusýslu í síðustu viku, þ.e. frá mánu- degi til mánudags. Alls urðu óhöppin 14 þessa vikuna og eignatjón mikið í mörgum tilfellanna. Hörðustu óhöppin voru er árekstur varð á mánudag í síðustu viku á gatnamótum Skólavegar og Sólvallagötu í Keílavík. Var einn fluttur á sjúkrahús úr þeim árekstri með minni háttar meiðsli. Þá varð hörku árekstur á Reykjanesbraut við Vogaaf- leggjara. Ökumaður annars bílsins var fluttur með lítil meiðsli á sjúkrahús, en bifreið hans er trúlega ónýt á eftir. Tveir voru fluttir á slysa- deild Borgarspítalans og þar af annar meira slasaður, eftir bílveltu á Reykjanesbraut í Kúagerði á laugardags- kvöld. Tvennt var flutt á Sjúkrahúsið í Keflavík eftir harðan árekstur á Víkna- vegi fyrir innan Grænás aðfaranótt sunnudagsins. Báðir bílarnir eru trúlega ónýtir. Þá urðu miklar skemmdir í hörðurn árekstri á mánudagsmorgun á gatna- mótum Reykjanesbrautar og Grænásvegar í Njarðvík og var annar ökumannanna fluttur á sjúkraíiús með lítil meiðsli. Auk þess urðu tveir harðir .árekstrar án slysa þar sem báðir bílarnir voru óöku- færir á eftir. Annar varð á gatnamótum Flugvallarveg- ar og Hringbrautar í Kefla- vík og hinn á gatnamótum Víknavegar og Borgarvegar í Njarðvík. Athygli vekur að flestir urðu árekstrar þessirþarsent aðstæður eru eins góðar og best verður á kosið. Þó spil- aði hálka inn í varðandi tvö þessara tilfella. Aðl'aranólt laujíardayíi varð liörku árekstur á Víknavegi innan við Grænás- brckku. liáðir bilarnir eru trúlega ónýtir. \ arð árckstur þessi nteð þeim liætti að bilreiö sem stóð utan vegar var skyndilega ekið inn á veginn í veg fyrir leigubifreið og tekin svokölluð u-beygja, þ.e. snúið við á akbrautinni. Ljósm.: epj. Tech.nics hljómtækjasamstæður. Verð frá kr. 38.900 LASE R-SPILARAR Hafnargötu 38 - Keflavík - Sinii 13883 verð frá kr. 18.900 L ASE R-PLOTUR í miklu úrvali Nýjustu titlamir - bæði innlend- ir og erlendir. Engin útborgun með IJAPIS hf. í Keflavík:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.