Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 22.10.1987, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 22.10.1987, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 22. október 1987 Ðýður nokkur betur? Vestur-þýsk úrvals tæki á hagstæðu verði. ATH: ITT er BENZ meðal sjónvarpstækja. 20” ITT-tæki aðeins kr. 33.900.- Tveggja tíma skemmtidagskrá fyrir matargesti. Opið fyrir aðra en matargesti frá kl. 23. Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar. Óvæntar uppákomur. ATH: Sjávargullið lokað um helgina. 23. okt. Uppselt 24. okt. Örfáir miðar 30. okt. Uppselt 31. okt. Fáir miðar 6. nóv. Lausirmiðar 7. nóv. Lausirmiðar Grænlandsfar strandaði á Býjarskerseyri Lítið grænlenskt flutn- ingaskip strandaði á Býjar- skerseyri við Sandgerði að- íáranótt mánudagsins. Var skipið búið að vera á strand- stað á annan tíma er það lét vita af sér um klukkan 3 um nóttina. Rúmlega eitt um nóttina varð Guðjón Bragason, skip- stjóri á Braga GK, hins vegar var við strandið og eftir að hafa athugað það betur var björgunarsveitin Sigurvon kölluð út. Er Sæbjörgin, bát- ur björgunarsveitanna Sig- urvonar og Ægis, kom að skipinu kom í ljós að um var að ræðá flutningaskipið Ejn- ar Mikkelsen frá Angmagsa- lik á Grænlandi. Hafði það verið á leið frá Grænlandi til Danmerkur í^vélaskipti, en þar sem það hafði lent í verra veðri en búist var við, var ákveðið að leita inn til Reykjavíkur og fá meiri ojíu. Taldi skipstjórinn sig vera strandaðan á Akurey við Reykjavík og Garðskagaviti væri sjö baujan. Er skipið strandaði var að flæða að en um einn og hálfur tími var í flóð. Um það leyti sem áhöfn skipsins ætlaði að fara að yfirgefa það yfir í Sæbjörgu, losnaði skipið og sigldi því fyrir eigin vélarafli inn til Sandgerðis, þarsem slökkvi- liðið beið með dælur á bryggjunni. Kom það í hlut áhafnarinnar á Sæbjörgu að lóðsa skipið að bryggju. Til að geta gengið úr skugga um Ieka þurfti að skipa upp úr skipinu brett- um og gámum sem voru í lest þess. Síðar um daginn fóru kafarar niður og skoðuðu skemmdir og kom þá í ljós að leki var með stefnisröri, skemmdir á kili, skrúfu og hlífðarplötum. Var skipið tekið upp hjá Skipasmíða- stöð Njarðvíkur á þriðjudag, en þar verður gert við skemmdirnar sem hlutust af strandinu. Annars staðar á síðunni birtist viðtal við Guðjón Bragason, skipstjóra, þar sem hann Iýsir því þegar hann sá skipið á strandstað. Guðjón Bragason. Ljósm.: epj. hugaði þetta nánar út um gluggann hjá sér sá hann hvers kyns var og kallaði þá út sveitina. Er þeir voru að undirbúa sig heyrðist Ejnar Mikkelsen kalla á hjálp í tal- stöðinni og sagðist vera strandaður á Akurey. Voru þá liðin a.m.k. þrjú korterfrá því hann strandaði og þar til hann lét vita, en síðan kom í ljós að þetta var sama skip- ið,“ sagði Guðjón. Ahöfn Sæbjargar, f.v.: Páll Gíslason skipstjóri, Valgeir Einarsson og Siguróur Sigurðsson. Ljósm.: cpj. „Fannst eitthvað skrítið við bát þarna úti á Eyrinni 66 - segir Guðjón Bragason skipstjóri í Sandgerði, sem tók fyrstur eftir strandi grænlenska skipsins andanum að útkalli þessu: „Um kl. 01:30 átti ég leið niður á bryggju í Sandgerði og fannst þá eitthvað skrítið við bát, sem var þarna úti á Eyrinni. Var ég þó ekki alveg öruggur á að um strand væri að ræða og fór því og hringdi í tilkynningarskylduna og spurði hvort einhver hafi til- kynnt um strand. Svo var ekki. Fór ég því niður eftir og kannaði þetta betur og hringdi síðan í Sig- urð Guðjónsson, formann Sigurvonar. Þegar hann at- Guðjón Bragason, skip- stjóri á m.b. Braga GK 49 frá Sandgerði, varð fyrstur manna í landi til að taka eftir að grænlenska flutningaskip- ið Ejnar Mikkelsen var strandað á Býjaskerseyri við Sandgerði. Var því búið að kalla út björgunarsveitina Sigurvon er fréttir bárust af strandi bátsins, sem raunar taldi sig vera strandaðan á Akurey við Reykjavík. Af þessu tilefni fengum við Guðjón til að lýsa aðdrag-

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.