Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 22.10.1987, Síða 21

Víkurfréttir - 22.10.1987, Síða 21
mun Fimmtudagur 22. október 1987 21 Keflvíkingar sátu hjá í 1. umferð úrvalsdeildarinnar, en mæta Haukum í kvöld. Ljósm.: mad. Gunnar Þorvarðarson, þjálfari ÍBK: „Ætlum að sigra Haukana í kvöld“ „Við stefnum að sigri gegn Haukunum, annað kemur ekki til greina,“ sagði Gunnar Þorvarð- arson, þjálfari úrvalsdeildarliðs ÍBK íkörfuknattleik, isamtali við Víkurfréttir. Keflvíkingar mæta Haukum í sínum fyrsta leik í kvöld kl. 20:00 og fer hann fram í íþróttahúsinu i Keflavík. Gunnar sagði að liðið hefði æft að undanförnu með því markmiði að ná upp meiri hraða í leik sínum. „Eg hef breytt leik- kerfunum lítillega og er bjart- sýnn á að liðið eigi eftir að leika hraðan og skemmtilegan körfu- knattleik í vetur.“ Keflvíkingar geta ekki teflt fram sínu sterka,sta liði í kvöld. Gylfi Þorkelssonermeidduren í hans stað kemur Magnús Guð- finnsson, sem verið hefur í Bandaríkjunum í eitt ár. Magn- ús stóð sig vel ytra, hann er vax- andi leikmaður sem á áreiðan- lega eftir að verða góður liðs- maður fyrir IBK-liðið. Auk þess er Axel Nikulásson kominn aft- ur eftir dvöl í Bandaríkjunum og hann er einnig góður styrkur fyrir liðið. Lið Keflvíkinga er að öðru leyti skipað sömu leikmönnum og á síðasta keppnistímabili. Einar Bollason, fyrrum lands- liðsþjálfari og þjálfari ÍR-inga, telur að IBK-liðið verði sterkt í vetur og það, ásamt íslands- meisturum UMFN og KR.verði þau lið sem berjist um meistara- titilinn. KR-ingar sluppu með skrekkinn KR-ingar sluppu með skrekk- inn þegar þeir mættu nýliðum Grindvíkinga í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í Grindavík á sunnudaginn. Urslit leiksins réð- ust ekki fvrr en á síðustu mínút- unum og þá vó leikreynsla vestur- bæjarliðsins þungt og KR-ingar skoruðu 7 siðustu stigin og breyttu stöðunni úr 70:70 í 77:70 sem urðu lokatölur leiksins. Heimamenn komu KR-ing- um í opna skjöldu með mikilli baráttu í upphafi leiksins og höfðu þeir forystu nær allan fyrri hálfleik, mest 8 stig, en KR- ingum tókst að minnka muninn í eitt stig fyrir hálfleik og staðan þá var 36:35. I síðari hálfleik misstu Grind- víkingar flugið á köflum og KR komst í 8 stiga forystu en undir lok leiksins hresstust heima- menn og náðu að jafna 70:70, en í lokin voru KR-ingar yfirveg- aðri og tókst að tryggja sér sigur. Guðmundur Bragason var bestur í liði UMFG og eins áttu þeir Eyjólfur Guðlaugsson og Steinþór Helgason góðan leik. Grindvíkingar sýndu það í þess- um leik að þeir eru aðeins sýnd veiði en ekki gefin á sínum heimavelli því KR-ingar eru taldir líklegir til að blanda sér í baráttuna um Islandsmeistara- titilinn. Stig UMFG: Guðmundur Bragason 16, Eyjólfur Guð- laugsson 12, Steinþór Helgason 12, Rúnar Arnason 10, Hjálmar Hallgrímsson 7, Olafur Þór Jó- hannsson 4, Sveinbjörn Sigurðs- son 4, Guðlaugur Jónsson 3 og Jón Páll Haraldsson 2 stig. HEIMSFRÆGUR PÍLUKASTARI TIL KEFLAVÍKUR Heimsfrægur pílukastari mun koma til Islands í nóv- ember-mánuði og sýna listir sínar. Heitir kappinn Bob Twomolov og er bandarískur. Bob Twomolovv, heimsfrægur pílukastari, kemur til Kcflavíkur 13. nóv. Að sögn Sigurðar Eiríks- sonar í Reiðhjólaverkstæði M.J. í Keflavík, mun kapp- inn koma til Keflavíkur föstudaginn 13. nóvember n.k. og kasta pílunum í Golfskálanunr í Leiru, og eru allir velkomnir. Bob Twomolow er at- vinnumaður í pílukasti og mun hann verða með sýn- ingu, jafnframt því sem pílukastarar af Suðurnesj- um geta spreytt sig gegn honum. Pílukast hefur átt vaxandi fylgi að fagna meðal yngri sem eldri og eru margir píluklúbbar starfræktir hér á Suðurnesj- um. ÚRVALSDEILDIN I KÖRFU: LÉTT HJÁ NJARÐVÍK Njarðvíkingar fóru léttilega með nýliða IR-inga í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik í íþróttahús- inu í Njarðvík á föstudagskvöldið. Lokatölur leiksins urðu 93:65 fvrir UMFN eftir að staðan í hálfleik hafði verið 45:27. ísak Tómasson, sem verið hefur einn besti maður liðsins, lék ekki með. Isak, sem er trésmiður, meiddist i baki fyrjr leikinn og gat ekki keppt. „Ég vona að þetta séekk- ert alvarlegt og ég verði tilbúinn í slaginn fyrir næsta leik,“ sagði Isak í samtali við Víkur-fréttir. Fjarvera hans virtist ekki hafa mikil áhrif á leik Islandsmeistar- anna og er það góð vísbending um hversu jafnt liðið er. Allir í liðinu fengu að leika og allir skoruðu. Jóhannes Kristbjörnsson skoraði fyrstu stigin í leiknum og fyrstu stigin í Islandsmótinu og þegar í upphafi stefndi í stór- sigur heimamanna, en IR-ingar börðust allan leikinn þrátt fyrir ofurefli og eiga hrós skilið. „Ég vissi að þetta yrði erfitt og það er gott að hafa Iokið þessunt leik,“ sagði Einar Bollason, þjálfari IR eftir leikinn. „Við gátum ekki fengið sterkari andstæðinga í fyrsta leik okkar í úrvalsdeild- inni og éger þeirrarskoðunarað það verði ekki mörg lið sem veita Njarðvíkingum keppni í vetur. Liðið er ákaflega sterkt og mér er til efs að UMFN hafi átt svona sterkt lið,“ sagði Einarennfrem- ur. Helgi Rafnsson var besti maðurinn í liði UMFN í þessum leik, hvort heldur hann var í vörn eða sókn. Helgi var stiga- hæstur með 24 stig og hirti auk þess fjöldann allan af fráköst- um. Jóhannes Kristbjörnsson og Hreiðar Hreiðarsson voru líka áberandi að þessu sinni. Valur Ingimundarson var óvenju daufur að þessu sinni og það tók hann 19 mínútur að skora sín fyrstu stig. Stig UMFN: Helgi Rafnsson 24, Jóhannes Kristbjörnsson 18, Hreiðar Hreiðarsson 15, Arni Lárusson, Sturla Örlygsson, Kristinn Einarsson, Teitur Ör- lygsson og Valur Ingimundar- son 6 stig hver, Ellert Magnús- son 4 og Jóhann Sigurðsson 2 stig. Leikinn dæmdu Bergur Stein- grimsson og Gunnar Valgeirs- son. Gunnar dvaldi í Bandaríkj- unum s.l. ár og dæmdi þar jafn- framt og gætti bandarískra áhrifa greinilega í látbragði hans. Helgi Rafnsson var stigahæstur Njarðvíkinga með 24 stig. Ljósm.: mad. Stefán leið- beinir frjáls íþróttafólki » Hinn landskunni frjáls- íþróttamaður, Stefán HaHgrímsson, margfald- ur íslandsmeistari í tug- þraut, verður frjáls- íþróttafólki og öörum sem áhuga hafa, til leið- beiningar í tækjasal Perl- unnar n.k. laugardag kl. 13-16. - Allir velkomnir. PERLAN Þrekmiðstöð - Sólbaðsstofa Hafnargötu 32 - Simi 14455 OPIÐ: mánud.-fösiud. kl. 8-23:00 I^ug.-sunnud. kl. 9-21:00

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.