Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.1988, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 30.03.1988, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 30. mars 1988 17 Vinningshafar á Grunnskólamóti Suðurnesja Grunnskólamót Suðurnesja í frjálsum íþróttum Miðvikudaginn 16. mars sl. var haldið í íþróttahúsinu í Njarðvík Grunnskólamót Suðurnesja í frjálsum íþrótt- um. Mót þetta varfyrst haldið 1983 í Njarðvík ogaftur 1984 á sama stað, en hefur ekki verið haldið síðan þar til nú. Rétt til þátttöku í mótinu hafa allir grunnskólar á Suð- urnesjum, sem eiga nemendur í 6.-9. bekk. Keppt er í þremur greinum hjá drengjum, há- stökki, langstökki og þrí- stökki, og tveimur hjá stúlk- um, hástökki og langstökki, ásamt boðhlaupi. Hver skóli má aðeins senda tvo keppendur í hverja grein og má sami keppandi aðeins keppa í einni grein ásamt boð- hlaupi. Með þessu fyrirkomu- lagi fá fleiri nemendur mögu- leika á þátttöku í mótinu, sem taldi 60 keppendur. Mótið gekk mjög vel fyrir sig á allan hátt, þó svo að stundum hafi þurft að sussa á áhorfendur til að keppendur í hástökkinu fengju frið til ein- beitingar, en sú grein krefst mikillar einbeitingar og áhorf- endur hér syðra ekki vanir keppni, þar sem þögnin getur • gefíð meiri árangur en dynj- andi hvatningarhróp áhorf- enda. Að þessu sinni voru verð- laun heldur veglegri en áður og fengu þrír fyrstu keppendur í hverri grein verðlaunapening, sá skóli sem átti stigahæsta drengja- og stúlknahópinn hver sinn bikar ásamt farand- skildi fyrir stigahæsta skólann í samanlögðum stigafjölda. Verðlaunagripirnir voru gefn- ir af Iþróttabandalagi Suður- nesja. Hér á eftir fara svo nöfn og árangur þriggja efstu kepp- enda í hverri grein. HÁSTÖKK: Stúlkur: 1.-2. Elínborg Herbertsd. Keflav. 1.35 1.-2. Brynja Eyr Thorsd., Keflav. 1.35 3. Bjarney Gíslad.,Sandg. 1.30 Drengir: 1. Jón Júlíus Árnason, Njarðv. 1.72 2. Marel Guðlaugss., Grindav. 1.65 3. Sigurður V. Árnason, Keflav. 1.65 LANGSTÖKK: Stúlkur: 1. Hilma Hólm, Keflav......... 2.32 2. Þóra K. Hafsteinsd., Garði . 2.22 3. -4. Hildur Ingólfsd., Vogum 2.21 3.-4. Harpa Guðnad., Keflav. . 2.21 Drengir: 1. Ragnar Sigurðsson, Njarðv. 2.74 2. Birgir M. Bragason, Keflav. 2.60 3. Haukur Einarsson, Grindav. 2.58 ÞRÍSTÖKK: Drengir: 1. Jón H. Helgason, Njarðv. .. 7.51 2. Sigurbjörn Eiríkss., Vogum 7.39 3. Stefán Arngrímss., Keflav. . 7.28 BOÐHLAUP: Sveitir: 1. Grunnskólinn Njarðvík 2. Grunnskólinn Grindavík 3. Grunnskólinn Sandgerði HEILDAR STIGAFJÖLDl: Stúlkur: Holtaskóli Keflavík ..... 44.5 stig Drengir: Grunnskólinn Njarðvík .... 91 stig. SAMANLAGT: stig 1. Grunnskólinn Njarðvík ... 105.0 2. Holtaskóli, Keflavík .... 103.5 3. Grunnskólinn, Grindavík . 95.0 Guðmundur Sigurðsson Wm' -m 3. deildar meistarar ÍBK. Titillinn gulltryggður Keflvíkingar gulltryggðu sigur sinn í 3. deildinni í hand- bolta með sigri á IA uppi á Akranesi. Fyrri hálfleikur var jafn all- an tímann og var staðan 10:10 í hálfleik. I seinni hálfleik sýndu leikmenn IBK hverjir væru bestir í deildinni og sigr- uðu lið IA með 22 mörkum gegn 18. Gísli Jóhanns var bestur og skoraði 5 mörk, Ellert gerði líka 5 mörk, Einar Sigurpáls 4 mörk og aðrir minna. UMFG TIL SKOTLANDS Meistaraflokkur UMFG í knattspyrnu heldur á morgun í 7 daga ferð til Glasgow í Skot- landi. Verður hér bæði um æf- inga- og keppnisferð að ræða en fararstjóri er Gunnar Vil- bergsson. íslandsmótið í körfubolta: Úrslitakeppnin að hef jast Á sunnudaginn var lauk keppni í úrvalsdeildinni i körfuknattleik með sigri Njarðvíkinga. Keflvíkingar hrepptu annað sætið, Haukar þriðja og Valsmenn fjórða. I undanúrslitum eigast við annars vegar Njarðvík og Val- ur og hins vegar Keflavík og Haukar. Fyrsti leikurinn verð- ur viðureign Njarðvíkinga og Valsmanna og verður leikur- inn háður á miðvikudags- kvöld, 6. apríl, í íþróttahúsi Njarðvíkur. NÆSTA BLAÐ KEMUR ÚT fimmtudaginn 7. apríl. Skilafrestur auglýsinga rennur út á hádegi miðvikudaginn 6. apríl. Stafholt 1 Gott úrval aí nýju og nýlegu efni. Meðlimakort 1000 krónur - innifalið 10 myndir. PÁSKAPAKKI Ef mynd er tekin á skirdag þarf ekki að skila henni fyrr en á laugardag (án aukagjalds). Spólan 150 kr. - Barnamyndir 100 kr. Sérstakt bátaverð, bæði fyrir dag- og útilegubáta.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.