Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.08.1988, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 11.08.1988, Blaðsíða 8
mun 8 Fimmtudagur 11. ágúst 1988 jUUU molar Umsjón: Emil Páll Tengdasonur Keflavíkur Ferðamiðstöðin hefur undanfarin ár haft ferðir til Benidorm ein og sér. Nú í ár hafa Samvinnuferðir-Land- sýn komist inn á markað þeunan. Þegar rætt er um Benidorm koma þrjár per- sónur, er tengjast Keflavík, fyrst upp í huga flestra þeirra er til Benidorm hafa komið. Er þar fyrst að telja þann sem kallar sig „tengdason Kefla- víkur“ en nefnist Gerard Chinotti og er tengdasonur Tómasar Tómassonar og með honum starfa þarna tvær dætur Tómasar, þær Jórunn og Bergþóra. Þessi þrenning er þarna sem sann- kallaðir sendiherrar Suður- nesja. í slökkviliðsmannalcik Molahöfundur var nokkuð hissa er hann sá lög- regluna í Keflavík vera að leika slökkviliðsmenn síð- asta laugardagskvöld er kveikt hafði verið í rusli neð- an við Nýja bíó í Keflavík. Skyldu þeir ekki hafa vitað að í næsta húsi við lögreglu- stöðina hefur slökkviliðið menn á vakt allan sólar- hringinn, sem nánast bíða eftir útkalli? Þessir menn voru aðgerðarlausir meðan lögreglan lék hlutverk slökkviliðsins. Er eldur kom síðan aftur upp á sama stað kvöldið eftir var annað uppi á teningnum og þá var kallað í þá sem hafa atvinnu af bar- áttu við elda, að sjálfsögðu. Góður beingarður þar? Eitt þeirra auglýsinga- trompa sem Arnarflug notar þessar vikurnar er að matur- inn í flugvélum félagsins sé mjög góður. Um það eru flestir sammála. Vegna þessa hafa Flugleiðir einnig reynt að bæta matinn í sínum flug- vélum. í síðustu viku kom til landsins hópur sem fékk tækifæri til að bera þennan mat saman, því á útleiðinni var borðaður Arnarflugs- maturinn sem matreiddur er hjá Veisluþjónustunni, Keflavík, en á heimleiðinni var það Flugleiðamatur frá flugeldhúsinu á Keflavíkur- flugvelli. Ekki voru allir þeir sem snæddu síðarnefnda matinn þó ánægðir með það sem borið var áborð fyrir þá, því kona ein fékk beingarð í stað lúðunnar en það sem þó var skondnast við atvikið var að umrædd kona er eigin- kona þess manns sem er höf- uðið í hinni góðu matargerð sem boðið er upp á hjá Arn- arflugi, Axels Jónssonar. Má því segja að mistök þessi hafi varla getað lent á verri stað fyrir þá Flugleiðamenn. Sérkennilegur starfstitill Um síðustu mánaðamót urðu bæjarstjóraskipti í Keflavík er Vilhjálntur Ket- ilsson lét af störfum og Guð- finnur Sigurvinsson tók við stólnum. Sem kunnugt er tekur Vilhjálmur við störfum skólastjóra Myllubakka- skóla 1. sept. n.k. Má því segja að starfsheiti Vilhjálms nú sé æði sérkennilegt eða fyrrum bæjarstjóri, væntan- legur skólastjóri og bæjar- fulltrúi í sumarleyfi. Víkurfréttadreifing í nýlendunum Þeir Suðurnesjamenn, sem dvelja um tíma erlendis, verða fljótt mjög fréttaþyrst- ir eins og aðrir samlandar. Þeim dugar þó ekki að fá að- eins Moggann og DV, heldur fá þeir, sem dvelja á Suður- nesjanýlendunum tveimur, nú líka Víkurfréttir til sín vikulega við mikinn fögnuð. Liggja blöðin frammi hjá Kjartani Má i Kemperfhenn- er í Hollandi og á Islendinga- barnum La Goleta á Beni- dorm, þar sem Bergþóra Tómasdóttir sér um að Suð- urnesjamenn fái að fylgjast með þvi sem gerist í þeirra heimahögum. Hadda í Gatsby Annars staðar hér í dálki þessum segjum við frá „tengdasyni" Keflavíkur og hans meðsystrum er starfa í Benidorm. Þau eru þó ekki einu Keflvíkingarnir sem starfa í þessari vinsælu sól- skinsparadís, því í tísku- verslun einni er Gatsby heit- ir og staðsett er á Laugavegi þeirra starfar hún Hadda, frænka þeirra Tómasar- dætra. Hadda þessi heitir fullu nafni Halldís Jónsdótt- ir og er dóttir Ásgerðar Kormáksdóttur og Jóns Jó- hannssonar, forstöðumanns íþróttamannvirkja Keflavík- ur. Grillpottur á Benidorm Á meðan flestir lands- menn bölvuðu rigningunni og lélegu sumri hér heima voru aðrir sem ferðuðust út fyrir landsteinana. Flestir voru þeir samankomnir á tveimur ,,nýlendum“ Suður- nesjamanna, þ.e. hjá Kjart- ani Má í Hollandi og á Beni- dorm. Síðustu vikur hafa sést á síðarnefnda staðnum Suðurnesjamenn úr marg- breytilegum atvinnugreinum eða allt frá fógeta og klerki og niður í verkafólk og nema. Enda ekki amalegt hitastigið. Það fólk sem kom heim í síðustu viku eftir þriggja vikna dvöl þar syðra hafði verið í sannkölluðum grillpotti, hiti mældur kl. 18 var 35-38° í skugga alla daga sem svarar til 40-50° í sólinni og yfir heitasta tímann sem var unt miðjan daginn. Hús í byggingu við Lyngmóa í Njarðvík f ■ . , L- UTLIT YE3TUR. UTLlT SUOUR .1 i/7-i Um er að ræða sjö glæsileg einbýlishús á einum besta stað á Suðurnesjum, - stutt í verslanir, skóla, pósthús, banka, einnig atvinnulega séð. Húsin bjóða upp á þann möguleika að hægt er að hafa 3 eða 5 svefnherbergi. Arinskáli er í miðju húsi með birtu frá þakglugga. Sólstofa fylgir. Byggingaraðili: Stein- smíði h.f. Simi 12500. Arkitekt: Vifill Magnússon Söluaðilar: Eignamiðlun Suðurnesja Símar 13868 - 11700 Fasteignaþjónusta Suðurnesja Símar 13722 - 15722

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.