Víkurfréttir - 05.01.1989, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 5. janúar 1989
mun
jiitUt
Víkurfrétta-
annáll 1988
Það gerðist ýmislegt markvert
á því herrans ári 1988, sem nú er
liðið í aldanna skaut. Frétta-
deild Víkurfrétta ætlar að rifja
upp í fáum orðum það sem gerð-
ist á liðnu ári, bæði í máli og
myndum. Hér er ekki um að
ræða úttekt á stærstu og bestu,
eða verstu frétt hvers mánaðar,
heldur einungis lauslegt og gróft
yfirlit yfir atburði liðins árs.
JANÚAR
I janúar fór fram afhending á
fyrstu Subaru-flóðabílunum,
sem lentu í flóðum í Drammen í
Noregi. Það voru þremenningar
úr Keflavík sem fluttu bílana til
landsins. Eldey hf. keypti tvö
fiskiskip. Fjölmenni var hjá
Þorvaldi Karli er hann ræddi um
hjónabandið og fréttir fóru að
berast af því að verið væri að
selja skip af svæðinu.
FEBRÚAR
Hafið tók sinn toll á árinu.
Hrafn Sveinbjarnarson III
strandaði við innsiglinguna til
Grindavíkur um miðjan febrúar
og náðist ekki á flot aftur.
Mannbjörg varð. Það er ekki
sömu sögu að segja úr janúar-
mánuði, en þá fórst Bergþór KE
og með honum tveir menn. Þrír
björguðust. I marsmánuði fórst
MenninqarvaUa
naarvaua -afl
VfNESJA w
Menningarvaka Suðurnesja |>ótti takast vel.
íslensku liðin á NM í golfi, sem lialdið var í Leiru, urður í 3. sæti á
mótinu. Þrír Suðurnesjamenn kepptu, þau Sigurður Sigurðsson,
Karen Sævarsdóttir og Hilmar Björgvinsson.
síðan Knarrarnes KE ásamt
þriggja manna áhöfn. Fiskverk-
endur fóru fram ágengisfellingu
ella yrðu engir samningar og
Fiskmarkaður Suðurnesja sló
öllum öðrum við hvað sölu varð-
ar.
MARS
Guðbjörg Fríða Guðmunds-
dóttir var krýnd Fegurðar-
drottning Suðurnesja 1988 í
Glaumbergi í marsmánuði. Al-
vopnaðir hermenn fóru á Hafn-
argöturúntinn og voru stöðvað-
ir af lögreglu. Urvalsdeildarlið
ÍBK í körfubolta átti ,,bágt“
enda voru Ftmm leikmenn liðs-
ins á hækjum vegna meiðsla og
Garðmenn vildu endurheimta
Helguvíkina.
APRÍL
Menningarvaka Suðurnesja var
endurvakin í lok mars. Margt
góðra gesta mætti á vökuna, sem
þótti takast vel. Strax í byrjun
apríl hófust vaktir á slökkvi-
stöðinni allan sólarhringinn.
Sandgerðingar mótmæltu að
brætt væri í bræðslunni, þegar
vindátt stóð yfir byggðarlagið.
Gámur fauk á bíl í Njarðvík og
lagði hann saman. Mesta mildi
var að ekki yrði stórslys. Fram
kom í apríl að kostnaður við
flutning vatnsbóla Keflavíkur
og Njarðvíkur í kjölfar olíulek-
ans á Keflavíkurflugvelli væri
um 70 til 80 milljónir.
MAÍ
Verslunarmenn í Verslunar-
mannafélagi Suðurnesja fóru í
verkfall í endaðan apríl og til
átaka kom m.a. í flugstöð Leifs
Eiríkssonar. Njarðvíkurbær
skrifaði undir samning við
Meistarahús hf., þar sem meist-
arahús fékk úthlutað 11 lóðum
við Starmóa og myndi fyrirtæk-
ið sjá um að reisa þar hús ásamt
gatnagerð. Miklir rekstrarerfið-
leikar komu upp hjá eina fisk-
vinnslufyrirtækinu í Höfnum og
fyrsta skóflustungan var tekin
að viðbyggingu við íþróttahúsið
í Keflavík og bæjarstjórn Kefla-
víkur hafði áhyggjur af hárri
Utsala hófst í dag!
Stórkostlegur afslátturl
AÞENA
Verslunin
Hafnargötu 36 - Keflavík
■ ' ;
Happdrætti Háskólans býður nú
langhæstu vinninga á íslandi: 5 milljónir
sem gefa 25 milljónir á tromp og
45 milljónir á númerið allt. Sannkölluö
auöæfi! En stóru vinningarnir eru fleiri
því aö milljón króna vinningar eru alls
108. Heildarupphæö til vinningshafa er
rúmur milljarður og áttahundruö milljónir.
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnines
______________
fallprósentu í Fjölbraut.
JÚNÍ
Ibúar í Gerðahreppi héldu upp á
80 ára afmæli hreppsins þann
17. júní. Var margt gert til
skemmtunar og m.a. var bökuð
rjómaterta sem dugði öllum íbú-
um hreppsins. Nýtt og glæsilegt
hótel opnaði í Keflavík. Heil-
brigðiseftirlitið fór herferð um
Suðurnesin og hreinsaði lóðir á
kostnað eigenda. Nýir verka-
mannabústaðir voru teknir í
notkun i Keflavík en bygginga-
tími þeirra var aðeins tveir mán-
uðir á íbúð. Slátrun í Grindavík
var úr sögunni og Glaumberg
lokaði á óbreytta varnarliðs-
menn.
JÚLÍ
I góðviðrinu í sumar voru haldn-
ar ófáar grillveislur utandyra.
Foreldrarnir á Tjarnarseli grill-
uðu pulsur handa krökkunum,
sem mæltist vel fyrir. Mikil
Guðbjörg Fríða Guðmundsdóltir var
kjörin Fegurðardrottning Suðurnesja
1988.
aukning varð á umferðarlaga-
brotum ökumanna, m.a. voru
margir teknir ölvaðir. I júlí voru
200 Suðurnesjamenn réttinda-
lausir í kjölfar þess að hafa verið
sviptir ökuleyft vegna ölvunar.
Vangaveltur voru um það hvort
Steindór keypti SBK og miklar
deilur sköpuðust vegna fyrir-
hugaðrar laxeldisstöðvar á
Garðskaga.
ÁGÚST
Norðurlandamótið í golft var
haldið á Hólmsvelli í Leiru í
ágúst. Mikill fjöldi golfara frá
Norðurlöndunum tóku þátt í
mótinu. Nýir líkamsræktar-
bekkir slógu í gegn á Suðurnesj-
um og opnuðu tværslíkarstofur
með stuttu millibili. Lögreglan
fékk að gjöf öflugt björgunar-
tæki til þess að ná föstu fólki úr
bílum. Vangaveltur voru uppi
um það hvort sjúkrahúsið stæði
ekki undir nafni og sjúkrahúsið
var einnig kært fyrir ranga lækn-
ismeðferð. Heimtur hjá laxeldis-
stöðinni Vogalax brugðust þetta
árið. Mikill húsnæðisskortur var
í Vogum og miklar annir hjá
sjúkraflutningsmönnum hjá BS
og voru dæmi um það að allir
bílar væru í útkalli á sama tíma.
SEPTEMBER
A sama tíma og rætt var um tvö-
Samantekt:
m ur<
juWt
földun Reykjanesbrautar í sept-
ember, þá var lagt gúmmímal-
Róstursamt var i Lcifsstöð i kjölfar
verkfalls Verslunarntannafélags Suð-
urnesja.
bik á hættulegasta vegarkaflann
í Kúagerði. Guðbjörg Fríða,
Fegurðardrottning Suðurnesja,
keppti í „Queen of the world“.
ÍBK beið lægri hlut í úrslitum
Mjólkurbikarkeppninnar og
Sæbjörg hafði nóg að gera á ár-
inu við það að sækja vélarvana
báta, sem sumir komu langt að.
Menn byrjuðu að karpa um
fyrirhugaða staðsetningu „ríkis-
ins“ í Hólmgarðinum. Eiríkur
Alexandersson var ráðinn úti-
bússtjóri Utvegsbankans og
Guðjón Stefánsson kaupfélags-
stjóri hjá Kaupfélagi Suður-
nesja. Fjölbrautaskólinn boðaði
hertan aga og betra nám en
Holtaskóli átti í erfiðleikum
með það að fá mannskap með
réttindi. I lok september bárust
síðan fréttir af því að HK ætlaði
að skipta á báðum sínum togur-
um fyrir einn að norðan.
OKTÓBER
I lok september og byrjun októ-
ber komu upp samstarfsörðug-
leikar innan stjórnar DS sem
leiddu til langra deilna. í fram-
haldi af þessu var jafnvel hætta á
að Brunavarnir splundruðust.
Nýja slökkvistöðin í Grindavík
varð fokheld og Ragnar Örn
opnaði nýtt og endurbætt Sjáv-
argull. Keflavíkurbær rukkaði
nágrannasveitarfélög um 5
milljónir í skólagjöld. Víkur-
fréttir upplýstu um stór gat í
fjárhag IBK en ráðið skuldaði þá
um 8 milljónir króna. Atvinnu-
horfur á Suðurnesjum voru
slæmar í október og útlending-
ar á atvinnuleysisskrá. Kven-
maður settist í framkvæmda-
stjórastól Aðalstöðvarinnar og
Geir Sverrisson vann silfur á OL
fatlaðra.
NÓVEMBER
Togaramál HK voru enn í
brennidepli og fréttir að berast
að hin ýmsu fyrirtæki væru að
selja skip sín. Það voru þó ekki
allir að selja og nokkur skip
komu úr miklum endurbótum
með haustinu og nýtt Stafnes
KE kom til landsins. Vinnsla
hófst í nýbyggingu Nesfisks í
Garði, ellefu mánuðum eftir
stórbruna. A aðalfundi Sam-
bands sveitarfélaga á Suðurnesj-
Hilmar Bragi
um kom fram ótti vegna þróun-
arinnar í sjávarútvegi. Fjöldi
manns var sviptur atvinnuleys-
isbótum vegna misnotkunar.
Kaupfélagið að Hafnargötu 30
varð eldi að bráð og róstusamt
varð í miðbæ Keflavíkur um
Z' 588I
Hafið tók sinn toll á árinu oy m.a.
strandaði llrafn Sveinbjaruarson III.
við Grindavik og náf ist ekki á llot
aftur.
miðjan nóvember og atlaga gerð
að lögreglunni. Birtu Víkurfrétt-
ir myndir úr róstunum, auk þess
sem fjallað var um umræður í
bæjarstjórn Keflavíkur. Ársþing
IBK var haldið í nóvember og
þar kom fram að skuldir knatt-
spyrnuráðs væru 10 milljón
króna „slys".
DESEMBER
Það mátti búast við að það birti
örlítið til á Suðurnesjum í byrjun
desember en þá stóðu yfir þreif-
ingar eftir þrem togurum.
Birtan var ekki alstaðar, því
fjórði hver félagi í samtökum
gjaldþrota einstaklinga er frá
Suðurnesjum. Sjö tilboð bárust í
sorphirðu á Suðurnesjum en þau
fóru öll í ruslið. Heilsugæslu-
'læknirinn í Grindavík neitaði
rannsókn á sjúkraskrám og lög-
reglan í Grindavík er með ófull-
nægjandi vinnuaðstöðu. Hita-
veitan var hlunnfarin hjá
RARIK og Anna Lea létti leik-
fimihóp hjá sér um 100 kíló.
Suðurnesjamenn borða hálft
tonn af skötu á Þorláksmessu og
flugeldastríð ríkti milli ÍBK og
björgunaraðila í Keflavík og
Njarðvík.
Fimmtudagur 5. janúar 1989 11
Unglingar í miðbæ Kefiavíkur gcrðu aðsúg að lögrcglu og brotist var inn i
verslun Kaupfélags Suðurnesja að Hafnargötu 30. Þjófarnir voru gripnir
glóðvolgir rétt eftir verknaðinn.
NÝ NÁMSKEIÐ
AÐ BYRJA
Frábært æfingakerfi,
sem hlotið hefur
viðurkenningu.
SAMEINAR:
brennslu, styrkingu og þol.
Sjáðu árangur á styttri
tíma en áður.
SPLUNKUNÝTT
„SVITAKERFI“
í aukatímum föstudaga
og laugardaga.
FYRIR BÆÐI KYNIN
8 strákar í síðasta
mánuði.
Batnandi mönnum er
best að lifa . ..
Innritun í SÓLEY laugardaginn
7. janúar kl. 12.30-14.30.
Komið á undan í ókeypis svitatíma kl. 11
og gangið frá innritun á eftir.
BERTA
Sími 13676