Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.01.1989, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 05.01.1989, Blaðsíða 16
\)iKur< 16 Fimmtudagur 5. janúar 1989 juau Grindavík: Slökkviliðið mætt sjö mínútum eftir að útkall barst Lögreglumenn í eftirlitsferð í Grindavík urðu varir við reyk sem lagði frá beitingaskúr, kenndan við Sævík, sem er áfastur við verbúð Hraðfrysti- húss Þórkötlustaða, ki. 01:27á nýársnótt. Var hér um talsverðan bruna að ræða og tjón þó nokkuð, þegar beitingaskúr- inn ásamt frystigeymslu, brann. Skemntdir urðu einnig nokkrar á línu, en þarna voru um 100 bjóð. Ibúð í verbúðinni fylltist af reyk og þarf að mála hana alla á eftir. Þetta var í fyrsta skipti sem nýtt útkallskerfi er notað hjá slökkviliðinu í Grindavík,sem nú er komið með svokallaða friðþjófa, sem t.a.m. allar björgunarsveitir á Suðurnesj- um eru með, ásamt slökkvilið- inu í Keflavík, fógeta og fleir- um. Liðu ekki nema sjö mínút- ur frá því eldsins varð vart og þar til slökkviliðið var mætt á brunastaðinn. Eldsupptök eru ókunn en lögreglumenn í Grindavík hallast að því að kviknað hafi í út frá rafmagni. Málið er í rannsókn. Brids Mánudaginn 2. jan. 1989 hófst vetrarstarf Bridsfélags Suðurnesja með eins kvölds tvímenningi og varð röð efstu para þessi: 1. Arnór Ragnarsson - Gísli Torfason 166 st. 2. Eysteinn Eyjólfsson - Ragnar Örn Jónsson 165 st. 3. Hafsteinn Ögmundsson - Heimir Hjartarson 160 st. 4. Grethe Iversen - Sigríður Eyjólfsdóttir 150 st. Næsta mót sem spilað verð- ur hjá Bridsfélagi Suðurnesja verður Meistaramót félagsins í tvímenningi og verður fyrsta kvöldið mánudaginn 9. jan. 1989 og er spilað í Golfskálan- um í Leiru og hefst spila- mennskan stundvíslega kl. 20.00. StjóTnin Garður: Ný heilsugæslustöð opnuð F.v.: Steinar Geirdal, frá teiknistofunni Artik, sem sá um hönnun á heilsugæslustöðinni, Hermann Olason frá S.K. og Finnhogi Björnsson, oddviti Gerðahrepps. Karl Guðmundsson framkvæmdastjóri S.K., rekur bygging- arsögu heilsugæslustöðvarinnar í Garði. Á bak við hann sést Ellert Eiríksson sveitarstjóri, síðan Viggó Benediktsson hreppsnefndarmaður, Arndís Tómasdóttir varaforntaður stjórnar SK og HSS, Hreggviður Hermannsson læknir, Jó- hann Sigurðsson héraðslæknir, Jón A. Jóhannsson yfirlækn- ir heilsugæslustöðvarinnar, og á bak við liann sést Sigurður Ingvarsson hreppsnefndarmaður í Garði. Ljósm.: hbb. Heildarkostn- aður nemur 4.9 milljónum króna Ný heilsugæslustöð var formlega tekin í notkun í Garðinum síðasta fimmtu- dag að viðstöddu fjölmenni. Hin nýja heilsugæslustöð er til húsa í húsnæði því er Raf- lagnavinnustofa Sigurðar Ingvarssonar m.a. er í, að Heiðartúni 2. Húsnæðið sem heilsu- gæslustöðin er í er leigt af Braga Guðmundssyni, tré- smíðameistara, en í húsinu var áður trésmíðaverkstæði. Gólfflötur á neðri hæðer 110 fermetrar en á þeirri efri 60 fermetrar, sem nýttir eru undir starfsmannaaðstöðu. Innréttingum í húsið er lok- ið utan eins herbergis, þar sem lyfjaafgreiðsla er fyrir- huguð. Það var teiknistofan Artik sem sá um hönnun á húsinu en Innkaupastofnun ríkisins sá um framkvæmdir. Kostn- aður við framkvæmdirnar, sem hófust í júní 1988 og lauk í desember, er 4,9 mill- jónir króna. Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Keflavík- ur, Njarðvíkur og Keflavíkurflugvallar Samkvæmt 17.grein skipulagslaga nr. 19/1964erlýsteftirathugasemd- um við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Keflavíkur, Njarðvíkur og Keflavíkurflugvallar 1982-2002. Breytingin nær til svæðis á Fitjum í Njarðvík. Uppdrættir og fylgiskjöl liggja frammi á skrifstofu byggingafulltrúa, Fitjum, Njarðvík frá 5. janúar til 23. febrúar 1989. Athugasemdum við tillöguna skal skila til byggingafulltrúans í Njarðvík eigi síðar en 9. mars 1989. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast sam- þykkja tillöguna. Njarðvík, 3. janúar 1989. Bæjarstjórinn í Njarðvík, Skipulagsstjóri ríkisins. NJARÐVIK FIT.IAR Aðalskipulag 1982-2002 KEFLAVÍK NJARÐVÍK KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Breyting á aðalskipulagi gerð í september 1988. Tengibraut 1 milli Ytri- og Innri Njarðvíkur leggst niður. í stað hennar kemur tengibraut 2 ásamt breyttum tengingum 3, 4 og 5. Landnotkun á reit A breytist úr iðnaðarsvæði í óbyggt svæði. Landnotkun á reit B breytist úr iðnaðarsvæði í einbýlishúsa- og raðhúsabyggð. Landnotkun á reit C breytist úr iðnaðarsvæði í blandaða landnotkun verslunar, iðnaðar og óbyggðs svæðis. Landnotkun á reit D breytist úr óbyggðu svæði í iðnaðarsvæði. Reilur E minnkar í samræmi við breytingu á B. Reitur F stækkar vegna tilfærslu vega. Reitur G stækkar. Vegur 6 Hafnavegur, flyst í núverandi Iegu vestan reits G. DREYTT AÐALSklPULAG M 1:10 000

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.