Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.01.1989, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 05.01.1989, Blaðsíða 17
VÍKUR (títtit Islandsmót í snóker: Halldór Már og Adam bestir Halldór Már Sverrisson varð sigurvegari á jólamóti Knattborðsstofu Suðurnesja í snóker, sem haldið var á milli jóla og nýárs. Halldór Már sigraði Jóhann Sverrisson í úr- slitaviðureign mótsins en þeir höfðu báðir lagt jólameistara síðasta árs og stigahæsta snók- erspilara á Suðurnesjum, Börk Birgisson, að velli í úrslitun- um. Ragnar Omarsson var síðan þriðji spilarinn til að vinna Börk en það var um 3.-4. sætið. Þetta er í fyrsta skipti síðan byrjað var að spila um jólabikarinn en það var 1983 að meistaraflokksmaður sigr- ar ekki í mótinu en Halldór Már er H. flokki en hann og Ragnar Ómarsson hófu að æfa íþróttina fyrir aðeins ári síðan. Ragnar átti síðan hæsta skor í mótinu, 47 stig. Metþátttaka var eða 48 keppendur enda hefur íþróttin sennilega aldrei fyrr átt eins Halldór Már Sverrisson miklum vinsældum að fagna hér á Suðurnesjum. Auk verð- launagripa fengu efstu menn væna poka af flugeldum sem Björgunarsveitin Stakkur gaf og afhenti formaður hennar. Ólafur Bjarnason, þau að mótinu loknu. Adam bestur A milli jóla og nýárs var einnig háldið (jóla)sveinamót í snóker fyrir 14 ára og yngri. Þar var Adam Ingvarsson ör- uggur sigurvegari en hann tap- aði ekki leik í öllu mótinu. Auk hans léku í úrslitunum þeir Sigvaldi Lárusson, Einar Hannesson og Davíð Tómas- son. Þeir hlutu allir 1 vinning í úrslitunum og urðu því að heyja aukakeppni um 2.-4. sætið sem endaði þannig að Einar varð annar, Sigvaldi þriðji og Davíð fjórði. Adam var einnig með hæsta skorið, 23 stig, en Einar var næstur með 22 stig. Adam lék einnig með í jólamótinu í eldri flokki og var aðeins einum vinningi frá því að komast í úrslit. Sannarlega snókerspilari framtíðarinnar. Þrettándagleði ÍBK Það verður mikið fjör hér á morgun, á þrettándanum í Keflavík. Eins og við segjum frá annars staðar í blaðinu verður þrettándagleði með blysför og álfabrennu á íþróttavellinum. Fljótlega að því loknu hefst stórdansleik- ur í Glaumbergi þar sem Rúnar Júlíusson og „hjálp- arsveit“ hans munu leika fyrir dansi til kl. 03. Að auki munu þeir Einar Júlíusson, Jóhann G. Jóhannsson og Ragnar Bjarnason, allt þræl- vanir og vinsælir skemmti- kraftar og listamenn, troða upp. Það má því búast við miklu fjöri í „Glaumaran- um“. Það er skilanefnd í BK sem stendur fyrir þessum dans- leik og vonast hún eftirgóðri þátttöku Keflvikinga og Suðurnesjamanna. Umdeild stór- mynd sýnd í Félagsbíói Félagsbíó hefur sýningar í kvöld á hinni umdeildu kvik- mynd „Síðasta freisting Krists“. Blaðaummæli um myndina hafa nánast öll ver- ið á einn veg, þ.e. að myndin sé mjög vel gerð og stórbrot- in á allan hátt. Myndin verð- ur sýnd í kvöld kl. 21 og á sunnudag á sama tíma í Fél- agsbíói. Keflvíkingar - Suðurnesjamenn ÞOKKUM FRABÆRAN STUÐNING í FLUGELDASÖLUNNI Knattspyrnuráð I.B.K. Jafnt hjá Víðis- félögunum Það á ekki af Júlíusi Bald- vinssyni að ganga. Þrjár vikur í röð hefur hann ekki farið yfir 4 leiki rétta en er samt ennþá inni. Hann skoraði síðast á Guðjón Guðmundsson, fyrir- liða Víðis, og fengu þeir félag- ar báðir 4 rétta í leikvikunni sem fór fram á 2. í nýári. Enda voru þeir þélagar með 7 leiki eins á seðlinum, þar af fimm síðustu. „Þetta ersnúinn seðill núna,“ sagði Guðjón, „það er aldrei von á góðu i bikar- keppninni, öll 2. deildar liðin á heimavelli og því mikið um óvænt úrslit." „Lengi getur vont versnað" sagði Július um næsta seðil en fyllti hann þó út án þess að hika og sagðist Júlíus Guðjón bjartsýnn. „Ég ætla mér að fá fleiri en fjóra núna.“ J G Barnsley-Chelsea Birmingham-Wimbledon Bradford-Tottenham Brighton-Leeds Derby-Southampton Man.Utd.-Q.P.R. Millwall-I.uton Newcastle-Watford Portsmouth-Stvindon Stoke-Crystal Palace , Sunderland-Oxford W.B.A.-Everton Fimmtudagur 5. janúar 1989 17 Bílabragginn í fullum gangi Að gefnu tilefni er það tekið fram að Bíla- bragginn í Njarðvík er í fullum gangi og hefur aldrei verið betri. Virðingarfyllst, Óskar Hreinsson, bifvélavirkjameistari. SUÐURNESJAMENN ATH! Ný námskeið í leikfimi hefjast 9. jan. • Erobikk með lóðum • Erobikk + tækjasalur • Erobikk fyrir alla aldurshópa - konur og karla Innritun og upplýsingar í síma 14455 Leiðbein.: Björk Birgisdóttir Olsen PERLA Hafnargötu 32, II. hæð Keflavík Sími 14455 Líkamsræktarstöð - Sólbaðsstofa Karfa: Toppleikur í kvöld? Gömlu kempurnar í liði Njarðvíkinga í körfu verða í eldlínunni i kvöld þegar UMFN mætir liði Laugdæla í íþróttahúsi Njarðvíkur. Leikurinn er liður í bikar- keppni KKÍ og hefst kl. 20. Vonast Njarðvíkurkemp- urnar eftir góðum stuðningi frá áhorfendum því vinnist sigur leika þeir næst á Egils- stöðum. „Við ætlumaðbyrja árið með toppleik hér í Njarðvíkum," sagði Gunnar Þorvarðarson en hann er einn af snillingunum í liði UMFN en auk hans má nefna Þorstein Bjarnason, Stefán Bjarkason og marga fleiri. GGS með aðalfund Aðalfundur Golfklúbbs I Samkomuhúsinu, Sandgerði. Sandgerðis verður í kvöld í | fundurinn hefst kl. 20:30. Pizzumatseðill RANCHO m/iomai. oui. skmku, sveppum, papnku, raekju. lúnjuk, hvlllauk og oregano. 585 w/lomalo, cheese. ham. mushrooms. red pepper, shrxmps. lunafish. garhc and oregano. PIRATA m/lomal. osu. rœkjum, lúnfuk. krixkling og oregano. w/lomalo. cheese, shrimps. lunafuh. mussels and oregano 545 CALZONE (Hálfmáni) m/iómai. osli, skmku og oregano w/iomaio. cheese. ham and oregano. 490 CORONILLA m/iómat. osn, skinku, sveppum og oregano. _ _ ^ w/iomalo. cheese. ham. mushrooms and oregano 520 SALCHICHA m/lómal, osli, spœgipylsu. lauk og oregano. w/iomaio. cheese. salami. onion and oregano. 520 ISABELLA m/lómal, osn og oregano. w/iomaio. cheese and oregano 470 TORERA m/lómal, osn. nauiahokki. sveppum. papnku og oregano. w/iomaio. cheese. minced beef. mushrooms. redpepper and oregano. ^ Þú hringir og pantar og pizzan bíður tilbúin þegar þú kemur. 8. GITANA (Halfmunt) m/iómal. osli, naulahakki, sveppum og oregano. w/iomalo. cheese. minced beef. mushrooms and oregano. 500 9. PICADORA m/iómai, osh. ólivum, ansjósum, hvhlauk og oregano IsierkJ w/iomalo. cheese, olives. anchovys, galnc and oregano (slrongj. 500 10. CALABAZA m/iómal. osii. skinku, lúnfisk og oregano. w/iomoto. cheese. ham. lunafuh and oregano. 545 11. QUERIDA m/tómal, osii, skmku, papnku og oregano. w/iomalo, cheese, ham. red pepper and oregano. 520 12. SAL VA VIDAS m/iómai. osli, skinku, ratkjum og oregano w/tomalo. cheese. ham, shrimps and oregano. 545 13. SONRISA m/iómai, osli. skinku og ananas. w/iomaio, cheese. hon and pineapple. 520 14. PEPPITA m/lómal. osii. pepperom, lauk og oregono w/iomalo, cheese. pepperom. onion and oregano. 530

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.