Víkurfréttir - 05.01.1989, Blaðsíða 9
mun
jtiW*
Fimmtudagur 5. janúar 1989
Kvenfélag Grindavíkur:
Gaf Samtökum
um kvennaathvarf
peningaupphæö
Kvenfélag Grindavíkur hef-
ur afhent Sannökum um
kvennaathvarf peningagjöf
upp á 51 þúsund krónur.
Er það von félagsins og ósk
að fleiri kvenfélögeða kvenfél-
agasamtök veiti þessari starf-
semi athygli. Markmiðið með
fjárframlagi þessu er að draga
úr neyð athvarfsins og glæða
það birtu og yl eins og reynt er
að gera á öðrum heimilum fyr-
ir jól.
Guðveig Sigurðardóttir, formaður Kvenfélags Grindavíkur, í miðið ásamt fulltrúum kvennaathvarfs-
ins.
Togara-
kaupin
orðin að
veru-
leika
Báðir HK-togararnir, Að-
alvík og Bergvík, fluttust um
áramót yfir á Skagfirðinga.
Voru þeir ísaðir í Njarðvík-
urhöfn og fóru þaðan ti!
veiða núánýjaárinu.Erþess
þó vænst að Bergvíkin landi
úr fyrstu tveimur til þremur
veiðiferðunum í Njarðvík.
Drangey, sem nú mun
hljóta nafnið Aðalvík, er
væntanleg hingað suður i
dag. En Hraðfrystihús
Keflavíkur tók við þvi skipi
um áramót en þá var það á
Akureyri.
Samkvæmt upplýsingum
blaðsins virðast önnuráform
Suðurnesjamanna um tog-
arakaup, sem voru í athug-
un, vera dottin upp fyrir,
a.m.k. að sinni.
Enn óvissa
í lækna-
málinu í
Grindavík
Hæstiréttur hefur fellt úr
gildi úrskurð héraðsdóms
vegna kröfu Ríkisendur-
skoðunar um aðgang að
sjúkraskrám heilsugæslunn-
ar í Grindavík. Er niðurstaða
Hæstaréttar byggð á því að
úrskurðurinn, sem kærður
var til Hæstaréttar, sé við-
tækari en krafa Ríkisendur-
skoðunar.
Mun Ríkisendurskoðun
því leggja fram aðra kröfu
sama efnis. Er þess að vænta
næstu daga að héraðsdómur
kveði upp úrskurð vegna
kröfunnar.
Sendum I
Suðurnesja- U
mönnum y
okkar bestu l'
óskir um \
farsælt nýtt \
ár með þökk
fyrir það liðna
m. SPARISJOÐURINN
' -SJÓÐUR SUÐURNESJAMANNA