Víkurfréttir - 26.01.1989, Blaðsíða 1
f Sameiginlega reknar
stofnanir:
Allri
óunmnm
yfirvinnu
sagt upp
Fjárhagsnefnd SSS hefur
lagt fram eftirfarandi tillögu
með fjárhagsáætlun fyrir
sameiginlega reknar stofn-
anir sveitarfélaganna á Suð-
urnesjum fyrir árið 1989:
„Allri fastri yfirvinnu í
'ormi kaupauka verði sagt
upp með 3ja mánaða fyt;ir-
vara. Fjárhagsnefnd hefur
gert ráð fyrir að greitt verði
fyrir unna yfirvinnu í sama
mæli og greitt var fyrir
óunna yfirvinnu til þess tíma
sem hún fellur niður.“
Björgun
út af
Höfnum
Að morgni þriðjudagsins
17. janúar fékk Sandgerðis-
báturinn Bliki ÞH 50 veiðar-
færi í skrúfuna er hann var
að veiðumsuð-vesturafStaf-
nesi. Rak hann þegarí átt að
landi.
Keflavíkurbáturinn Haf-
örn KE 14 varnærstaddurog
kom þegar til hjálpar og
tókst að koma dráttartaug á
milli bátanna og skömmu
síðar kom Baldur KE 97
þarna einnig að. Tókst bát-
unum að draga Blika frá
landinu og úr allri hættu.
Hafa umráðamenn Haf-
arnar og Baldurs óskað eftir
sjóprófum vegna björgunar
Blika. Að sögn Sigurðar
Halls Stefánssonar, héraðs-
dómara hjá embætti bæjar-
fógetans í Keflavík, sem
stjórna mun sjóprófinu, hef-
ur enn ekki verið ákveðið
hvenær það fer fram.
Grindavík:
Ölvaður á
vélsleða
Lögreglumenn á vakt við
danska flutningaskipið Mar-
iane Danielsen, sem strand-
aði við Hópsnes, tóku á laug-
ardag ölvaðan ökumann á
vélsleða við strandstaðinn.
Nokkuð annasamt var hjá
lögreglu við umferðarstjórn
eftir skipsstrandið, en lög-
reglan i Grindavík sá einnig
um að koma skipshöfninni
undir hendur rannsóknar-
lögreglu.
Njarðvíkingar í
sundmiðstöðina?
Njarðvíkurbae hefur verið
boðin aðild að nýju sundmið-
stöðinni í Keflavík. Að sögn
Guðfinns Sigurvinssonar,
bæjarstjóra í Keflavík, er um
að ræða aðild að allri sund-
miðstöðinni, fyrir utan bún-
ingsherbergi sem ætluð eru
fyrir íþróttavellina í Keflavík.
A fundi bæjarráðs Keflavíkur
þann 4. janúar var samþykkt
að bjóða bæjarstjórn Njarð-
víkur til fundar um hugsanlegt
samstarf.
Víkurfréttir höfðu sam-
band við Odd Einarsson, bæj-
arstjóra í Njarðvík, vegna
máls þessa. Sagðist liann ekk-
ert formlegt erindi hafa feng-
ið, en hafði verið tjáð að bæj-
arráð Keflavíkur hyggðist
bjóða Njarðvíkurbæ aðild að
byggingu og rekstri útisund-
laugarinnar við nýju sundmið-
stöðina í Keflavík.
I framhaldi af þessu hafi
bæjarfulltrúum úr Njarðvík
verið boðið að skoða mann-
virkið síðasta föstudag, þar
sem málið var útskýrt og bæj-
arfulltrúunum sýndar teikn-
ingar.
-Hver verða viðbrögð
Njarðvíkurbæjar við þessu?
„Eg geri ráð fyrir að fyrstu
viðbrögð, þegar crindið kem-
ur, verði að óska eftir nýjum
kostnaðaráætlunum og áætl-
un um rekstur. A grundvelli
þessara og fleiri upplýsinga
verði þctta mál síðan skoðað“
sagði Oddur Einarsson, bæj-
arstjóri í Njarðvík, að end-
ingu. Gera menn sér jafnvcl
vonir um að útilaugin verði
jafnvel opnuö í október næst-
komandi.
Þrennt
slasast í
bílslysi
Mjög harður árekstur
tveggja bifreiða varð á
Reykjanesbraut um 3 km
innan við Vogaalleggjara á
þriðjudag. Var tvennt flutt á
sjúkrahús úr öðrum bílnum
en bílstjórinn úr liinum. Báð-
ir bíiarnir eru ónýtir á eftir.
Tveggja ára barn sem varí
öðrum bílnum slasaðist al-
varlega og gekkst það undir
aðgerð strax er það koni á
sjúkrahús, en er nú talið úr
aliri lífshættu. Bílsljórar
beggja bili eiðanna slösuðusl
einnig, annar illa á fæti, en
hinn hlaut andlitsáverka.
Bifreiðarnar sem voru al
gerðinni Toyota Tereel og
Lada jeppabifreið, komu úr
gagnstæðri áll. Lr talið að
rekja megi ástæðuna fyrir
árekstrinum til þess að mikil
hálka var á veginum erslysið
varð.
Vatnsveita
Suðurnesja sf.: >
Unnið að
stofn-
samningi
Nú cr unniðaðstolnsamn-
ingi fyrir Vatnsveitu Suður-
nesja sf. á vegum Kellavíkur
og Njarðvíkur. Kom þetta
fram á lundi stjórnar S.S.S.
fyrir síðustu helgi.
Það er Oddur Einarsson,
bæjárstjóri í Njarðvík, sem er
oddamaður í nefndinni um
Vatnsveitu Suðurnesja sf. en
fyrst um sinn mun veitan
hafa það meginverkefni að
byggja upp nýja vatnsveitu á
nýju vatnstökusvæði Kefla-
víkur og Njarðvíkur.
ILLA BUNIR I OFÆRÐINNI
Mikið var um að illa búnir bílar væru fyrir i umferðinni er vetrarhretið gekk yfir á sunnudag. Er mynd
þessi táknræn fyrir ástand mála. A síðu 2 í dagsegjum við nánar Irá ófærðinni þennan dag. l.jósm.: pkct.
Keflavík:
Mörg sjópróf hjá
bæjarfógeta
Að sögn Jóns Eysteins-
sonar, bæjarfógeta og sýslu-
manns, eru þó nokkur sjó-
próf sem nú liggja fyrir hjá
embætti bæjarfógetans í
Keflavík, Grindavík og
Njarðvík og sýslumannsins í
Gullbringusýslu.
Sem dæmi um sjópróf sem
liggja fyrir má nefna strand
danska skipsins Mariana
Danielsen við Grindavík, en
rétta átti í því í dag. Þá hafði
réttarhald vegna björgunar
Hafarnar KE og Baldurs KE
á Blika ÞH ekki verið dag-
sett, er haft var samband við
embættið á mánudag.
Þá hefur verið ákveðið að
rétta í máli Alberts GK varð-
andi árekstur loðnubátanna
tveggja undan austurlandi.
En á Eskifirði var réttað
varðandi Ioðnuskipið Jón
Kjartansson en síðan var
málið sent hingað suður. Var
erindið ekki komið hingað á
mánudagsmorgun og því
hafði ekki verið ákveðið
hvenær það verður tekið fyr-
in_____________________
Tveir þátttakendur í Fegurðar-
samkeppni Suðurnesja kynntir.
- Sjá miðopnu.