Víkurfréttir - 26.01.1989, Blaðsíða 18
18
Fimmtudagur 26. janúar 1989
VlKUR
juiUt
Sagt eftir leikinn ...
Kris Fadness,
þjálfari UMFN:
„Við gcrðum allt bcturcn Kcfl-
víkingar. Fórum fyrst og frcmst
með jiví hugarfari að lcika góðan
körfubolta, cngu öðru. Það tókst
og cg cr svo sannarlcga glaður.
Keflvíkingar söknuðu Magga
Guðfinns illilega i þessum leik.
Við vorum vel undirbúnir undir
þcssa leiki. Eg var hér yfir jólin,
undirbjó okkur vel, við lögðurn
allt í sölurnar, lékum vcl og upp-
skárum cftir því.“
Teitur Örlygsson,
UMFN:
„Við mcgum ckki ofmetnast
eflir þessa sigra cn stefnum engu
að síður á að vcrja titilinn. Okkur
gekk vel í þessum leik og gerðum
það scm þjálfarinn lagði fyrir
okkur."
Hreiðar Hreiðarsson,
fyrirliði UMFN:
„Mikið cr gott að þcssir leikir
eru búnir og mikið var gott að
vinna. Við náðum að stöðva skot-
mcnnina þeirra og hittum vel.
Þcim gekk illa og gáfust hrein-
lega upp í lokin."
Axel Nikulásson, ÍBK:
„Njarðvíkingar léku betur en
við og áttu sigurinn skilið. En við
erum ckki hættir og munum cin-
bcita okkur að dcildinni. 'l'ak á
okkur? Það má vcl vcra að þcir
liafi citthvcrt sálfræðilegt tak á
okkur."
Lee Nober,
þjálfari ÍBK:
„Þctta var ckki okkar dagur,
það gekk ckkert upp. Það þýðir
ekki að gráta þetta. Við komum
aftur og gcrum bctur. I littnin var
mjög léleg og hafði úrslitaáhrif í
þcssum leik.“
Léleg hittni
Kefivíkingum gekk ótrúlega
illa að finna körfuna, sérstak-
lcga þcim Jóni Kr. og Guðjóni,
en þcir tóku saman 48 skot og
hittu aðeins úr 6 þeirra.
Engin 3ja stiga karfa
Ekkert 3ja stiga skot rataði
rétta boðleið hjá Kefivíkingum.
Þeir tóku 23 slík skot og liittu
ekki úr neinu þeirra, sem er
ótrújega dapur árangur.
Ná Njarðvíkingar
fram hefndum?
Njarðvíkingar drógust gegn
Haukum í 8 liða úrslitum bikar-
keppninnar. Þcir hafa harma að
hefna eftir að Haukarsigruðu þá
í úrslitum úrvalsdeildarinnar í
fyrra nokkuð óvænt.
Óskar aftur með ÍBK
Óskar Nikulásson, bróðir Ax-
els, er kominn heim frá námi í
Bandaríkjunum og lék sinn
fyrsta leik í nokkurárfyrir liðið.
Hann kom inná þegar2 mínútur
voru til leikhlés og leysti Axel
bróður sinn af og stóð sig ágæt-
lega.
Óþarfa hasar
Það var ekki bara mikið fjör á
meðal áhorfenda. Spennan var
gífurleg hjá leikmönnum og
þjálfurum liðanna. Alit sprakk
þó í háaloft í seinni hálfieik, þeg-
ar stympiyigar urðu með þeim
Kristni Emarssyni og Nökkva
Jónssyni, með þeim afleiðingum
að þeir voru báðir útilokaðir frá
leiknum. Kristinn Albertsson,
annar dómara Ieiksins, sagði að
honum lokiyum að þeir yrðu
báðir kærðir fyrir þetta atvik en
Nökkvi slæmdi m.a. hendi til
Kristins.
UMFN með aðra
hönd á Bikarnum
„Ég vona að Njarðvíkingar
verði bikarmeistarar, því þeir
verða ekki íslandsmeistarar,"
sagði Jón Kr. Gíslason, fyrirliði
ÍBK, eftir háðuglega útreið gegn
Njarðvíkingum í seinni bikarleik
liðanna í Iþróttahúsi Keflavíkurá
föstudagskvöldið. UMFN skoraði
86 stig gegn 61 og leiddu í leikhléi
með 10 stigum, 47:37.
Já, Njarðvíkingar eru þar með
búnir með erfiðasta hjallann í bik-
arvörninni og verða líklega ekki i
vandræðum með að afgreiða
Haukana í 8 liða úrslitum. Þeir
voru í essinu sínu gegn Kefivíking-
um, þrátt fyrir troðfullt hús þar
sem mun fieiri voru á bandi
heimamanna, sem þurfa enn að
biða eftir titli, alla vega í bikarn-
um. Það var aðeins í fyrri helmingi
fyrri hálfleiks sem Keflvíkingar
veittu Njarðvíkingum mótspyrnu
og leiddu framan af, mest fyrir til-
stilli Axels Nikulássonar, sem var
nánast eini maðurinn í Kefiavíkur-
liðinu sem sýndi sitt rétta andlit.
Axel skoraði 9 af fyrstu 20 stigum
IBK, sem var 2 stigum yfir þegar
bikarmeistararnir stilltu „skot-
fiaugar“ sínar með ótrúlegum ár-
angri. Teitur og Friðrik Rúnars
skoruðu hvor um sig tvær 3ja stiga
körfur og Hreiðar og Helgi bættu
báðir við einni körfu án þess að
heimamenn næðu að svara fyrir
sig. Var því staðan allt í einu orðin
34:20 fyrir Njarðvík.
Kefivíkingar klóruðu í bakkann
fyrir leikhlé en eftir það héldu
Njarðvíkingar ,,skotárásinni“
áfram og má segja að fyrrnefndur
kafii hafi gert út um leikinn. Kefi-
víkingar náðu sér aldrei á strik aft-
ur, með Axel í villuvandræðum á
bekknum og þá Nonna Kr. og
Guðjón í slíku óstuði að annað
eins hefur ekki sést. Að undan-
skildum slagsmálum milli leik-
manna, þegar leikurinn stöðvaðist
í 10 mínútur vegna þess, er ekki
annað markvert af honum aðsegja
en það að Njarðvíkingar gerðu allt
sem þeir vildu á meðan andstæð-
ingar þeirra gátu ekkert gert rétt.
Stórsigur Njarðvíkinga varð stað-
reynd, 86:61. Mjög sanngjarn sig-
ur var í höfn og sumir segja að þeir
séu komnir með aðra ef ekki báð-
ar hendur á bikarinn.
Stigahæstir:
ÍBK: Axel 17, Sig. Ing. 14,Guð-
jón 10 og Jón Kr. 8.
UMFN: Teitur 19, Hreiðar 16,
Friðrik Ragn. 16 og ísak 13.
N0BER
REKINN
Stjórn Körfuknattlciksdcildar
ÍBK ákvað á þriðjudagskvöldið
að reka Lee Nober, þjálfara liðs-
ins. Keflvíkingar munu hafa feng-
ið sig fullsadda af samskiptaörð-
uglcikum sínum við hann, scm þó
fylltu mælinn þcgar hann setti
Magnús Guðfinnsson út úr liðinu
í tvo lciki fyrir að mæta ckki á æf-
ingar.
Samkvæmt árciðanlegum
hcimildum Víkurfrétta voru lcik-
menn ÍBK ósáttir við vinnubrögð
Nobers, sem hélt uppi miklum og
ströngum aga.
Jón Kr. Gislason, fyrirliði ÍBK,
liefur tckið við þjálfun liðsins en
ekki hefur verið ákvcðið hver
verður aðstoðarmaður hans.
Nóg að gera
í körfunni
Grindvíkingar leika aftur gegn
Haukum n.k. sunnudag í Grinda-
vík en nú í Flugleiðadeildinni. A
sama tíma leika Keflvíkingar við
Val á Hlíðarcnda ogNjarðvíking-
ar við KR í Hagaskóla.
I kvöld, fimmtudag, verður ná-
grannaslagur milli Grindvíkinga
og Kcflvíkinga í 1. deild kvenna í
íþróttahúsi Kcflavíkur kl. 20.
Sandgerðingar hafa staðið sig vel
í 1. dcild og leika við Snæfell í
Sandgerði á laugardag kl. 14.
A þriðjudag, 31. janúar, eigast
erkifjcndurnir ÍBK og UMFN við
í 3ja sinn í þessum mánuði í
Njarðvík kl. 20. Strax að þeim
lcik loknum eigast 1. flokkar lið-
anna við.
Er þetta amcrísk glima cða körfubolti? Hart barist i nágrannaslagnum, scm slóð undir nal'ni.
Ljósm.: hbb.
Pálmar afgreiddi Grindvíkinga
Enn einu sinni reyndist
Pálmar Sigurðsson Suður-
nesjamönnum erfiður er
Itann tók til sinna ráða á
lokamínútunum í leik
UMFG og Hauka í Hafnar-
firði og kom sínum mönnum
í 8 liða úrslitin. Grindvíking-
ar virtust vera með leikinn í
sínum höndum og voru yfir,
60:54, en þá komu 15 stig í
röð frá Pálmari og félögum.
Pálmar gulltryggði síðan sig-
urinn með því að skora síð-
ustu tvö stigin 4 sek. fyrir
leikslok. Guðmundur Brag-
ason var atkvæðamestur
Grindvíkinga, skoraði 18
sfig, Steinþór gerði 14 og
Ástþór 13.
Einn af stuðningsmönn-
um Grindvíkinga var ekki
par sáttur við dómgæslu
Bergs Steingrímssonar í
leiknum við Hauka á
fimmtudagskvöldið og sló
hann í andlitið og kastaði
síðan í hann glerflösku. Eiga
Grindvíkingar von á kæru
vegna þessa alvarlega máls.
Sex Suðurnesjamenn
I landsliðinu
í pílukasti
Sex Suðurnesjamenn eru í
landsliði íslands í pílukasti,
sem heldur utan á sunnudag til
keppni við Svía og Dani. Þetta
eru þeir Pétur og Guðjón
Haukssynir, Kristinn Kristins-
son, Óskar Þórmundsson,
Ægir Ágústsson og Gunnar
Schram. Auk þeirra eru í lið-
inu þeir Tómas Bartlett og
Emil Þ. Emilsson úr Reykja-
vík. Liðsstjóri og fararstjóri er
Friðrik Diego.
Landsliðið lék æfingaleik
við pressulið um sl. helgi en í
pressunni voru fimm Suður-
nesjamenn, þeir Óskar Hall-
dórsson, sem upphaflega var
valinn i landsliðið en komst
ekki með í ferðina, Magnús
Daðason, Ævar Finnsson,
Einar Heiðarsson og Magnús
Kristinsson auk þriggja ann-
arra. Frá því er skemmst að
segja að landsliðið vann yfir-
burðasigur á pressuliðinu, 7:1 í
einmenningi, 4:0 í tvímenningi
og 2:0 í 4ra manna sveita-
keppni. Kepptu liðin í félags-
heimili lögreglunnar í Kefla-
vík.
Landslið Islands í pílukasti. Aftari röð f.v.: Emil Þór, Gunnar, Ægir,
Guðjón, Tómas og Friðrik fararstjóri. Frcmri röð f.v.: Pétur, Kristinn og
Oskar.