Víkurfréttir - 02.03.1989, Síða 17
mm
jUttit
Fimmtudagur 2. mars 1989 17
ATHUGASEMD FRA BÆJARRITARA
Hr. ritstjóri.
Eg má til með að senda þér
nokkrar línur varðandi frétt um
skuldastöðu Keflavikurbæjar sem
birtist í síðasta tölubl. Víkurfrétta
„Betri staða um áramót“.
Viðkomandi frétt er villandi og
röng og er það ekki í fyrsta skipti
sem slíkt kemur fyrir.
Greinin er villandi þar sem sagt
er að það sé betri staða um áramót
br. fyrirsögn og jafnframt að hún
hafi örlítið batnað samkvæmt því
er hún var um mánaðamót. Hver á
að skilja þetta?
Greinin er röng þar sem ekki er
farið rétt með tölur skv. þeirri
sundurliðun er kom fram í blað-
inu. Mér finnst að lesendur eigi
rétt á að fá nákvæmari upplýsing-
ar, því eru þessar Iínur skrifaðar.
Eg get ekki skilið, hr. ritstjóri,
Atvinna - Atvinna
Vantar fólk til fiskvinnslustarfa.
Fiskverkun Magnúsar
Björgvinssonar, Garði.
Símar 27168 og 27027.
£ ÚTBOÐ
Tilboð óskast í gerð brimvarnargarðs í
Vogahöfn og sjóvarnargarðs milli Hala-
kots og Töðugerðis í Vatnsleysustrandar-
hreppi.
Áætlað magn af sprengdu grjóti er milli
10 þús. og 15. þús. m3. Akstursvegalengd úr
námu er 1,5 og 2,5 km.
Áætlaður verktími: Mars til og með 15.
maí 1989.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
Vatnsleysustrandarhrepps, Iðndal 2 í Vog-
um (kl. 9-12.30 nema mánudaga,lokað)frá
og með þriðjudeginum 7. mars gegn lOþús.
kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð að bjóðendum við-
stöddum á skrifstofu Vatnsleysustrandar-
hrepps fimmtudaginn 16. mars kl. 11.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða til-
boði sem er eða hafna öllum.
Sveitarstjóri
Vatnsleysustrandarhrepps.
hvers vegna ekki er reynt að fá við-
komandi tölur staðfestar. Þetta er
ekki fyrsta greinin urn stöðu bæj-
arsjóðs við sameiginlega reknar
stofnanir (SSS), en aldrei, Emil
Páll, leitar þú eftir upplýsingum
frá skrifstofu Keflavíkurbæjar,
hvað sem veldur. Hugsanlega með
einhliða skrifum er blaðið að óska
eftir viðbrögðum frá Keflavíkur-
bæ og helst I þá veru að Keflavík-
urbær gefi I skyn að þeir aðilar sem
Víkurfréttir leita eftir upplýsing-
um hjá séu óalandi og fari eiliflega
með villandi upplýsingar. Blaðið, í
mínum huga, reynir oft að etja
mönnum saman,eingöngu til aðfá
frekari skrif á síðum þess, því allt-
af vantar eitthvað krassandi til að
smjatta á. Enda eruð þið sérfræð-
ingar í því hvað gengur í lesendur
blaðsins.
Skuldir Keflavikurbæjar um s.l.
áramót við S.S.S. o.fl. aðila var
sem hér segir:
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja Kr. 2.697.479
S.S.S. Kr. 2.497.548
Sjúkrahús / Heilsugæsla Kr. 10.669.903
Fjölbrautaskóli Suðurnesja Kr. 2.533.173
Hitaveita Suðurnesja Kr. 10.500.753
Dvalarhcimili aldraðra Kr. 1.419.270
Það skal tekið fram að D.S. get-
ur ekki reiknað sér til tekna fram-
lag á síðasta ári v/nýbyggingar
sem aldrei var hafist handa á að
upphæð kr. 6.500 þús. ásamt vöxt-
um af þeirri upphæð. Það er ljóst
að slíkt framlag flytst aldrei á milli
ára og engin heimild til þess. Fjár-
hagsáætlun þessa árs gerir ráð fyr-
ir að framlag vegna nýbyggingar
(við Hlévang) fari í rúmar lOmillj.
Að lokum væri gaman að vita
hvaða aðila Keflavíkurbær hefur
hunsað síðustu ár varðandi það að
„heimamenn sitji ekki við sama
borð“ sbr. molafrétt í síðasta tölu-
blaði.
Kveðja,
Hjörtur Zakaríasson,
bæjarritari.
P.S. það skal tekið fram að þessi
skrif mín eru á mína ábyrgð en
ekki eftir forskrift eins eða neins
bæjarfulltrúa Keflavíkurbæjar.
Smáauglýsingar
Tilboð óskast
í að mála að utan fjölbýlishús-
ið að Heiðarhvammi 2-4.
Upplýsingarísíma 14902 fyrir
kl. 15 og 13643 eftir kl. 17.
íbúð óskast
Ibúð með húsgögnum óskast í
tvo til þrjá mánuði. Sími
14629.
íbúð óskast
í byrjun apríl. Sími 14468 á
kvöldin.
Börnin og við
Hinn mánaðarlegi rabbfund-
ur okkar verður mánudaginn
6. mars kl. 21 í anddyri
Heilsugæslustöðvarinnar í
Keflavík. Umræðuefni: Að
venja barn af brjósti. Allir
velkomnir.
Stjórnin
Ibúð til leigu
3ja herbergja íbúð í Njarðvík.
Laus strax. Tilboð eða síma-
númer leggist inn á skrifstofu
Víkurfrétta merkt: „Ibúð
001.“
Til sölu
mjög vel með farið, brúnt
sófasett 3+1+1 og massív
furusamstæða, tvær einingar
1,20 cm á breidd (hvor). Upp-
lýsingar t síma 11993.
Ibúð til sölu
að Austurgötu 8, Keflavík,
möguleiki að taka bíl upp í
kaupverð. Upplýsingar í sím-
um 12453 eða 95-1777.
Rafmagnstrommur
Til sölu Simmons rafmagns-
trommur, mixer sem nýr.
Upplýsingar í síma 11565
(Helgi).
Vinnuskúr til sölu
Góður 12fermetra vinnuskúr,
eins árs, til sölu. Upplýsingar í
síma 11543 og 13842.
Herbergi til leigu
með sér inngangi og snyrt-
ingu. Upplýsingar í síma
11091 eftir kl. 18.
Sigga vantar stafinn
Sá aðili sem tók göngustafínn
hans Sigga Maríusar s.l.
föstudag hafi samband í síma
11049.
Einstaklingsíbúð
Einstaklingsíbúð til sölu eða
leigu í Njarðvík. Upplýsingar í
síma 91-688450 eða 91-41466.
rrr • r >c • r
Tveir goðir 1
örum vexti
Mynd er góð gjöf
handa ömmu og afa.
Myndatökur fyrir alla
fjölskylduna - líka þig.
Kökubasar í íþrótta-
vallarhúsinu
Foreldrafélag 6. flokks
IBK í knattspyrnu stendur
fyrir kökubasar í íþróttavall-
arhúsinu við Hringbraut nk.
laugardag kl. 15.
1. flokks restaurant og bar
Hraðflugsmatseðill
í hádeginu
Léttur réttur
ávallt í hádeginu
Meistarasteik
Föstudagur:
Sjávarréttasalat
Nauta- og grísa-
hryggjasneið
með 2 sósum
írskt kaffi - ís
Kr. 2.450.-
Laugardagskvöld
UPPPANTAÐ
Barinn aðeins
opinn fyrir
MATARGESTI
Þar sem vinir og
kunningjar hittast
Hafnargötu 57, Keflavík,
Sími 15222