Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.1989, Qupperneq 13

Víkurfréttir - 30.03.1989, Qupperneq 13
 Fimmtudagur 30. mars 1989 13 „Erum með þessu að hvetja til innlána hjá okkur", sejjir Jóhanna Reynisdóttir, útibússtjóri. „Mjög góð viðbrögð við vinningsliðinu" - segir Jóhanna Reynisdóttir, útibússtjóri Verslunar- bankans í Keflavík, um nýstárlega þjónustu bankans „Viðbrögð við þessari nýjung hafa verið mjög góð, raunar framar öllum vonum; fólk hefur tekið þessu mjög vel“ sagði Jó- hanna Reynisdóttir, útibús- stjóri Verslunarbankans í Keflavík, um hina nýju þjónustu bankans, sem felst í þátttöku í svokölluðu „Vinningsliði“. Að sögn Jóhönnu hyggst bankinn í framtíðinni leggja áherslu á að þjóna þeim betur sem eru arðbærastir í viðskipt- um og eiga mikil innlán. Þeir munu hafa beinan aðgang að sérstökum liðsmanni í bank- anum en verða jafnframt und- anþegnir ýmsum gjöldum vegna sinna viðskipta. Verslunarbankinn hyggst með „Vinningsliðinu“ skapa sér sérstöðu meðal sparifjár- eigenda án þess að mismuna fólki eftir efnahag, heldur inn- eign í bankanum. Röksemdar- færslan er sú að þeir sem eiga verulegar innistæður eigi rétt á að fá notið þess að þeir eru arð- bærari í viðskiptum. Þeir fá sérstaka athygli og ýmis fríð- indi líkt og þeir sem njóta magnafsláttar. Það kemur þó ekki til með að rýra þá þjón- ustu sem aðrir viðskiptavinir fá í bankanum. „Hugmyndin að Vinningsliðinu er sú að til að auka markaðshlutdeildina þarf að ná til þeirra sem eiga sparifé. Sérhæfingin byggir á því að aðgreina viðskiptamenn í hópa og styrkja tengslin við þá arðbærustu með því að veita þeim betri þjónustu“ sagði Jóhanna. En hverjir komast í Vinn- ingsliðið? Jóhanna sagði að ekki væri 'verið að aðgreina viðskiptavini m.t.t. eigna eða tekna þeirra. Skilyrði fyrir þátttöku í Vinningsliðinu væri að viðskiptavinurinn þarf að eiga að jafnaði 350 þúsund krónur á innlánsreikningi. Þannig er Vinningsliðið að- greint miðað við hvort um mikil viðskipti er að ræða. „Vinningsliðið hefur í för með sér talsverðan kostnaðarauka og tekjutap fyrir bankann en með auknum innlánum mun það skila sér. I Vinningsliðinu eru viðskiptavinir sem við treystum. Við erum einnig með þessu að hvetja til innlána hjá okkur og viðbrögðin fyrstu vikurnar eftir fyrstu kynningu á þessari nýju þjónustu gefa til kynna að fólkið kunni að meta hana“ sagði Jóhanna Reynis- dóttir, útibússtjóri Verslunar- bankans í Keflavík, að lokum. Engin Suðurnesjaverslun í „kjötfarsúttektinni" Engin verslun á Suður- nesjum var í úttekt Neyt- endasamtakanna á gerla- innihaldi i nautahakki og kjötfarsi, sem niðurstöður voru birtar úr nývcrið. I kjölfar niðurstaðna könnunarinnar hefur fólk farið að velta fyrir sér vinnsl- uaðferðunt með kjötvöru og meðferð hennar. Þærupplýs- ingar fengust í Kjötseli í Njarðvík að nokkuð reglu- lega eru gerðar kannanir á gerlainnihaldi í kjötafurðum og í nánast öllum tilfellum er um jákvæðar niðurstöður fyrir kjötvinnsluna að ræða. Birgir Scheving hjá Kjötseli sagði að um nokkurs konar happdrætti væri að ræða fyrir kjötvinnslustöðvarnar. Þær gætu verið með gott kjöt i gær, sýkt í dag og aftur gott á morgun. Sagði hann enn- fremur að örugg aðferð væri notuð við vinnsluna á þess- ari matvöru og að urn mesta misskilning væri að ræða að notaðir séu gamlir afgangar í kjötfarsið. Kjötfarsið og nautahakkið er unnið við lágt hitastig, sem kemur í veg fyrir gerlamynd- un í hráefninu. Sagði Birgir að þegar svo- nefndir saurgerlar finnist í hráefmnu, rnegi rekja það til viðkomandi sláturhúss, en þar eru kjötskrokkarnir há- þrýstiþvegnir og jafnvei vill bregða við að lambaspörð séu á nýslátruðum skrokk- unum, þegar þeir eru há- þrýstisprautaðir og þrýstast þá spörðin inn í heita og mjúka fituna. Þegar svona kjöt finnst í framleiðslunni, er því í öllum tilfellum kast- að frá. HOSKAHJÁLP A SUBVRNESJUM AÐALFUNDUR félagsins verður haldinn 4. apríl kl. 20.30 að Suðurvöllum 9 í Keflavík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin GREIÐSLUKORTAÞJONUSTA VÍKUR 4uttít Skrifstofustarf hjá traustu fyrirtæki Traust fyrirtæki í Keflavík óskar að ráða starfsmann til skrifstofustarfa. Um heils dags starf er að ræða. Viðkomandi þarf að hafa góða bókhaldskunnáttu, geta séð um tölvuvinnslu og unnið sjálfstætt. Umsóknir skilist til Víkurfrétta merktar „Traust fyrirtæki“ fyrir 5. apríl nk. Kráarstemning í Vitanum Gítarinn á sínum stað í salnum. Matargestir - pantið borð tímanlega. 20 ára aldurs- takmark. Hittumst hress! OPIÐ FÖSTUDAGS- OG LAUGAR- DAGSKVÖLD TIL KL. 03. LOKAÐ SUNNUDAG VEGNA EINKASAMKVÆMIS. Höfum opnað aftur á sunnudögum frá 11:30-21:00 - Opið alla virka daga frá 9:30-20:00 Sandgerði - Sími 37755

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.