Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.04.1989, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 19.04.1989, Blaðsíða 11
VÍKUR 10 Miðvikudagur 19. apríl 1989 jUttU Féll fram af klettum Ölvaður maður gckk fram af klettabrúninni bak við Boggabar í Keflavík í síðustu viku. Hrapaði hann niður bjargið en hafnaði á syllu og fór því ekki alla leið niður. Var lögregla og sjúkrabíll kallað á staðinn og hinn slas- aði fluttur á sjúkrahús, en fékk að fara heim að skoðun lokinni. Auglýsing um svæðisskipulag Suðurnesja 1987 - 2007 Samkvæmt 17. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 er hér með lýst eftir athugasemd- um við tillögu að svæðisskipulagi Suður- nesja 1987-2007. Skipulagstillaga þessi nær yfir núverandi og fyrirhugaða byggð á Suðurnesjum og aðra starfsemi á svæðinu á skipulagstíma- bilinu. Tillaga að svæðisskipulagi Suðurnesja 1987-2007 ásamt greinargerð liggur frammi almenningi til sýnis frá 21. apríl til 5. júní nk. á venjulegum skrifstofutíma. Sýningar- staðir eru: 1. Grindavík: Bæjarskrifstofur, Víkur- braut 42. 2. Hafnir: Hreppsskrifstofur, Djúpa- vogi 1. 3. Sandgerði: Hreppsskrifstofurnar, Tjarnargötu 4. 4. Garður: Hreppsskrifstofurnar, Mel- braut 3. 5. Keflavík: Bæjarskrifstofur, Hafnar- götu 12. 6. Njarðvík: Bæjarskrifstofur, Fitjum, Ytri-Njarðvík. 7. Keflavíkurflugvöllur: Skrifstofa flug- vallarstjóra, Flugstöð Leifs Eiríkss. 8. Vogar: Hreppsskrifstofur, Iðndalur 2. 9. Samband sveitarfélaga á Suðurnesj- um, Vesturbraut 10A, Keílavík. Athugasemdum við skipulagstillöguna skal skila á framangreindum stöðum fyrir 20. júní 1989 og skulu þær vera skriflegar. Þeipsem ekki gera athugasemdir innan til- skilins frests teljast samþykkir tillögunni. Samvinnunefnd um skipulagsmál á Suðurnesjum. / Skipulagsstjóri ríkisins. Lúðrasveit Tonlistarskólans í Kcflavík. Ljósm.: Nýmynd Tónleikar í Ytri- Njarðvíkurkirkju Lúðrasveit Tónlistarskól- ans í Keflavík mun halda tónleika í Y-Njarðvíkur- kirkju miðvikudaginn 26. apríi og hefjast þeir kl. 21:00 (9:00). A efnisskrá verður m.a. samspil málm- og tréblás- araflokka, auk þess sem hljómsveitin leikur saman nokkur lög. L.T.K. hefur starfað um nokkurra ára skeið. Sl. tvö ár hafa verið annasöm og við- burðarík í sögu hljómsveit- arinnar. Sumarið 1988 gerði sveitin góða reisu um Dan- mörku og Svíþjóð, en einnig hefur sveitin leikið mikið hér heima, við hin ýmsu tækifæri og haldið sjálfstæða tón- leika. Á 40 ára afmælishátíð Keflavíkurbæjar vakti sveit- y in athygli fyrir góða spila- mennsku. Allir eru hjartanlega vel- komnir á tónleikana í Y- Njarðvíkurkirkju á miðviku- dag í næstu viku meðan hús- rúm leyfir. Baðstrandarlíf á Garðskaga Hann minnti svo sannar- lega á amerískar kvikmyndir um baðstrandarlíf, þar sem kaldir sveinar leika sér á brimbrettum í öldurótinu en léttklæddar meyjar fylgjast með úr landi. Það var lítið um léttklædd- ar stúlkur á Garðskaga síð- ustu helgi vetrar, enda veðrið ekki til þess, en þessi maður, sem mun vera af amerísku bergi brotinn, lét sig hafa það og æddi í sjó fram með brimbrettið og hugðist spreyta sig í öldunum utan við Garðskagallös. Aldrei þessu vant, þá var lítill öldugangur við Flösina, þannig að brimbrettakapp- inn náði sér aldrei á strik og varð að gefast upp að lokum, því brimleysið hafði betur. Hvað dettur Ameríkönum í huga að gera næst? Ljósm.: hbb mun jUttlt Miövikudagur 19. apríl 1989 11 Þú kemst í sumarskap í Bláa lóninul óskum Suðurnesja- nönnum gleðilegs og sólríks sumars. Við erum komin í iumarskap. - Sjaums í Bláa lónmu. Opið alla daga kl. 10-22. Baðhúsið við BLÁA LÓNIÐ r w fí.*: ^ \ Bæjarstjórar fjöl- menna til Suðurnesja Árlegur fundur fram- kvæmdastjóra kaupstað- anna hér á landi. þ.e. bæjar- stjóranna, mun verða hald- inn að þessu sinni hér á Suð- urnesjum 4.-6. maí nk. Hafa bæjarstjórarnir komið sam- an árlega sem fyrr segir, síð- ast á Isafirði og Bolungar- vík, þar áður á Akureyri. Nú eru það bæjarfélögin þrjú á Suðurnesjum sem eru gest- gjafarnir, Njarðvík. Keflavík og Grindavík. Rétt til þátttöku eiga allir bæjarstjórarnir. 30 að tölu, ásamt mökum. Munu þeir gista á Flug Hóteli í Kella- vík, en mjög fjölbreytt dag- skrá hefur verið útbúin fyrir hópinn, sem kemur hingað á uppstigningardag, 4. maí, og fer aftur þann 6. Um er að ræða kynningar á svæðinu. fundarhöld og ýmsar uppá- komur. Strand Mariane Danielsen: Kostnaður Grindvík- víkinga um 5 millj. Kostnaður við björgun olíu, glussavökva og annars er mengun gæti valdið úr danska skipinu Mariane Danielsen á fyrstu dögum eftir strandið við Grindavík er tæpar 5 milljónir króna, að sögn Jóns Gunnars Stel'- ánssonar, bæjarstjóra í Grindavík. Mun tryggingar- félag skipsins endurgreiða kostnað þennan. Voru það aðallega félagar úr slysa- varnadeildinni Þorbirni, slökkviliði Grindavíktir og starfsmenn olíufélags er unnu verk þetta. Vegna björgunar skipsins hefur bæjarstjórn Grinda- víkur ákveðið að senda þeim aðilum, er stóðu að því að ná skipinu út, þakkarbréf og óska þeim allra heilla um leið. En bæjarstjórnin hafði haft miklar áhyggjur af björgun skipsins og m.a. sett þær reglur að ef ekki tækist að fjarlægja það af strand- stað fyrir 15. apríl, yrði það gert á kostnað hlutaðeig- andi. Tónlistarskólinn í Keílavík: Gítartón- leikar á morgun, fyrsta sumardag Hinrik D. Bjarnason er ungur gítarleikari úr Reykja- vík, sem stefnir að því að ljúka burtfararprófi í vor frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Hann ætlar að halda tónleika á sal Tón- listarskólans í Keflavík á morgun, sumardaginn fyrsta, og hefjast tónleikarn- ir kl. 16.00 og standa í rétt rúma klukkustund. Á efnisskrá eru verk eftir Bach, I. Albénis, R. de Vise, F. Sor og John Speight. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan hús- rúm leyfir. Forskólatónleikar og skólaslit forskólans verða nk. laugardag, 22. apríl, kl. II. 00. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sín- um. Bifreiðaeigendur ATHUGIÐ! Allar almennar bílaviðgerðir Annast þjónustu-fyrirSubaru, Nissan, Daihatsu, Volvo, Mazda og Honda. Einnig smurþjónusta, Ijósastillingar, perusala og Ijósaviðgerðir. Bifreiðaverkstæði • Grófin 8 • Sími 11266 INGOLFS ÞORSTEINSSONAR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.