Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.04.1989, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 19.04.1989, Blaðsíða 7
vii'Aiinfutm Miðvikudagur 19. apríl 1989 Bílastæðum við Leifsstöð fjölgað Þeir annmarkar, sem fram komu á síðasta vetri vegna dragsúgs og kulda í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, hafa minnkað við lagfæringar á hitakerfi. Nú er unnið að lagningu varanlegrar hita- lagnar frá Fitjum að Leifs- stöð er leysi af hólmi bráða- birgðalögn sem verið hefur. Þá er þess vænst að í sum- ar verði bætt úr bílastæðis- vanda sem orsakaði mikil vandkvæði við stöðina á síð- asta sumri. 10 ára vígsluafmæli Ytri-Njarðvíkurkirkju: Hátíðarmessa og kaffisamsæti Byggöasafn Suöurnesja Opið á laugardögum kl. 14 - 16. Aðrir timar eftir samkomulagi. Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769. Miklar framkvæmdir hafa verið í gangi varðandi kirkjuna og umhverfi hennar. Mun hún fegursta á afmælisdaginn. Ljósm.: hbb Á morgun, sumardaginn fyrsta, verður haldið upp á það í Ytri-Njarðvíkurkirkju að tíu ár eru liðin frá því að séra Sig- urbjörn Einarsson biskup vígði kirkjuna, en það var á sumardaginn fyrsta 1979. I tilefni þessara tímamóta verður afmælishátíð í Njarð- vík, sem hefst með messu kl. 14, en kirkjukórinn hefur æft sérstaklega fyrir messuna. Að guðsþjónustu lokinni er öllum kirkjugestum boðið til kaffi- samsætis í félagsheimilinu Stapa. Þorvaldur Karl Helgason, sóknarprestur í Njarðvík, sagði í samtali við Víkurfréttir að ýmislegt hefði verið gert á þessum tíu árum sem liðin væru frá vígslunni og margar gjafir borist. Þegar kirkjan var vígð var hún ekki fullkláruð, eins og títt er um kirkjur hér á landi. Þakið var óklárað, en nú hefur það verið klætt plastdúk, sem reynst hefur vel. Síðasta sumar var öll aðkoma að kirkj- unni stórbætt, lóð lagfærð, steyptar gangstéttar, plantað trjám og sett upp ljós með stéttum. Inni í kirkjunni hefureinnig verið lokið við miklar fram- kvæmdir, s.s. frágang á fund- arherbergi, safnaðarsal, lokið við skrifstofu sóknarprests og eldhús klárað. I kjallara kirkj- unnar er fönduraðstaða, geymsla og aðstaða fyrir kirkjukórinn. Ytri-Njarðvíkurkirkju hafa borist margar oggóðargjafirá þessum tíu árum frá vígslunni. Kvenfélagið íNjarðvík gaf árið 1984 lítið pípuorgel og Systra- félagið hefur gefið hverja stór- gjöfina á fætur annarri, s.s. steindan glugga yfir altari, eft- ir Leif Breiðfjörð, nýtt altari, skírnarfont, búnað á altari og ýmislegt fleira. Kirkjan er vel búin tækjum til fræðslustarfs og hefur yfir að ráða tölvu, ljósritara, myndvarpa og skólatöflu. Þorvaldur Karl sagði að öfl- ugt safnaðarstarf væri í kirkj- unni og fljótlega hafi verið byrjað á því að hafa samveru- stundir fyrir aldraða. Einnig er föndur fyrir aldraða í sam- starfi við Styrktarfélag aldr- aðra og þá er barnastarf í kirkjunni yfir vetrarmánuð- ina. -Hvað er framundan hjá kirkjunni? „Framundan er að ljúka byggingu kirkjunnar eftir teikningum arkitekta hennar, Ormars Þórs Guðmundssonar og Örnólfs Hall. Lokið verður við að flísaleggja gólf en búið er að panta flísar á gólfið, sem lagðar verða í ágúst eða sept- ember. Þáverðureinnig komið fyrir loftræstingu í kirkjunni og loft í anddyri fullgert. Dýrasta verkefnið er samt eftir, sem er nýtt og stærra pípuorgel. Nokkuð erfitt hef- ur verið að finna því stað svo öllum líki, en það er nú í höfn. Teikningar og tillögur liggja frammi að 16 radda orgeli, sem mun koma til með að kosta 1,2 milljónir danskra króna, eða 8-9 milljónir ís- lenskar. Það er söfnuðinum einum ofraun að kaupa slíkt hljóðfæri; því er stefnt að því að láta til skarar skríða innan tíðar, en fyrst verður lokið við gólf kirkjunnar,“ sagði Þor- Baðinnréttingar - allar stærðir STÍLHREIN TÍGULEG Setur gæðin valdur Karl Helgason, sóknar- prestur í Njarðvík, að lokum. ÞARFTU AÐ LOSNA VIÐ....? • vöðvabólgu • appelsínuhúð • sentimetra \ Æfingastofa beggu lllllllllllllllllll 6'2 1 63 .-•* I Hafnargötu 25 Keflavík Sími 15433 ■ ini. ..UW ----70/---------------- // VIÐ ERUM // í TAKT VIÐ // TÍMANN.... °/ Prentum á tölvupappír. / Öll almenn prentþjónusta. Reynið viðskiptin. Sjáirðu aðra betri þá kaupirðu hanal GRÁGÁS HF. Vallargotu 14 - 230 Keflavik /q Simar 11760, 14760

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.