Víkurfréttir - 19.04.1989, Blaðsíða 20
yfiKun
{liUit
Miðvikudagur 19. apríl 1989
AFGREIÐSLA BLAÐSINS
er að Vallargötu 15 - Símar 14717, 15717.
Fer slökkviliðs-
skólinn ekki í
..Broadstreet"?
Nú í nokkur misseri er leyf-
isveiting fyrir uppsetningu
skóla og æfmgasvæði fyrir
slökkviliðsmenn á Suðurnesj-
um búin að vera að veltast í
kerfinu. Um er að ræða að-
stöðu sem Brunamálastofnun
ríkisins mun annast, þar sem
rústirnar eru ofan við Sól-
brekkur á Vogastapaoggengu
einu sinni undir nafninu
„Broadstreet".
Að sögn brunamálastjóra
hefur málið nú farið þrjá
hringi í kerfinu en situr engu
að síður fast og nú hjá Varnar-
máladeild. Sagði hann ástæð-
una vera ótta við mengun er
kæmist í vatnsbólin t.d. við
brennslu á olíu. Þessi ótti væri
þó með öllu ástæðulaus, þar
sem olíunotkun er hverfandi
lítil á staðnum. Snerist málið
því fremur um að þeir, sem um
málið væru að fjalla, vissu ekki
um hvað það snerist.
Samkvæmt öðrum heimild-
um, þá væri hægt að nota að-
stöðu slökkviliðsins á Kefla-
víkurflugvelli þegar verið er að
æfa sig með olíuelda og því
þarf þetta atriði ekki að tefja
málið. En mál þetta snýst um
að þarna verði komið upp
skóla fýrir alla slökkviliðs-
menn landsins og því gæti
spunnist ýmis þjónusta fyrir
Suðurnesjamenn í kringum
þetta, svo sem leiga á hótelher-
bergjum o.fl.
En hvað segir Varnarmála-
deild um málið og hvað tefur
það? Gefum Þorsteini Ingólfs-
syni orðið: „Vegna mengunar-
slyssins á Keflavíkurflugvelli á
sínum tíma hafa menn verð
hræddir við að gefa samþykki
fyrir þessu. Eg á þó von á að
það verði innan tíðar sem það
gerist en vinnuhópur sá, sem
fjallar um fyrrnefnda mengun,
fjallar einnig um þetta mál.“
Réttindalaus ökumaður
tekinn á ofsahraða
Á laugardag stóð lögregl-
an í Keflavík ökumann að
því að aka á 123 km hraða á
Reykjanesbraut. Um var að
ræða ökumann, sem áður
hafði verið sviptur ökurétt-
indum ævilangt. Hefur að
undanförnu verið mikið um
kvartanir til lögreglunnar
yfir of hröðum akstri í Kefla-
vík, Sandgerði og víðar. En
vegna mannfæðar hjá lög-
reglunni hefur eftirlit með
þessum þætti dottið nokkuð
niður. Dæmið hér að framan
sýnir hvað gerist þegar rad-
arnum er brugðið á loft.
Afli smábáta:
Bjarni KE-23 þriðji
hæsti á landinu
Fiskifréttir birtu í síðustu
viku skrá yfiraflahæstusmá-
báta á siðasta ári. Þar kemur
fram að Bjarni KE 23 er í 3.
sæti yfir landið, með 322
tonn.
Skiptist afli Bjarna þannig
að 155 tonn eru þorskur, 66
tonn ýsa, 56 tonn steinbítur
og 45 tonn annað. Skipstjóri
og eigandi Bjarna er Haukur
Bjarnason í Keflavík.
Næsti Suðurnesjabáturinn
er Víðir KE 101 í 7. sæti með
272 tonn. Þá er Hrefna GK
58 í 22. sæti og Matti KE í 25.
sæti.
Tvær í
öruggum vexti.
Sparisjóðurinn
- fyrir þig og þína
. ..
.-'J
Kristinn Gestsson, skipstjóri á Aðalvík KE-95. Skipið reyndist ágætlega í fyrstu veiðiferðinni, að
Itans sögn. Skipið er nú á grálúðuveiðuin.
Fyrsti frystitúr Aðalvíkur KE-95:
100 þús. á tonnið
Togarinn Aðalvík KE-95
kom úr sinni fyrstu veiðiferð
sem alfrystiskip síðasta mið-
vikudag með 150 tonn affryst-
um afurðum, sem er um 300
tonn af llski upp úr sjó, en Að-
alvík var á karfaveiðum.
Aflaverðmæti úr veiðiferð-
inni var rúmar 15 milljónir
króna, sem gera um 100.000
krónur á tonnið.
„Skipið kom ágætlega út úr
þessari l'yrstu veiðiferð sem
frystiskip. Afkastagetan er að
vísu takmörkuð eins og skipið
er búið í dag. Við getum unnið
upp undir 25 tonn af fiski úr
sjó á sólarhring, en á svona
skipi þarf að vera hægt aðtaka
á móti toppum. VOðverðumað
vinna allan afla um leið og
hann.kentur um borð og get-
um ekkert geymt á dekki,“
sagði Kristinn Gestsson, skip-
stjóri á Aðalvíkinni, í samtali
við blaðið.
-Eru ekki breytt viðhorf til
veiðanna, eftir að farið er að
frysta aflann um borð?
„Viðhorfin til veiðanna hafa
sannarlega breyst. Hér áður
fyrr var það markmiðið að
fiska sem mest og koma sem
bestum afla á land, en á frysti-
skipunum reynum við að
halda uppi sem stöðugastri
vinnslu og við erum alltaf að
vinna nýtt hráefni. Það er erf-
itt að lýsa þessu, þar sem um er
að ræða gjörólíka starfshætti
um borð.“
-Hvernig er hráefnið unnið
um borð?
„Karfinn er hausskorinn og
heilfrystur þannig í 20 kg öskj-
um, sem seldar eru á Japans-
markað. Karfinn var flokkað-
ur í fjóra stærðarflokka en
samtals gerði þetta rúmlega
7300 kassa til útflutnings, eftir
19 daga útiveru.“
-Nú erjið þið að fara á annars
konar veiðar?
„Vfið höfum ákveðið að
þessi túr (en skipið hélt út síð-
asta laugardag) verði
eingöngu grálúðuveiðiferð.
Það lítur vel út með verð ágrá-
lúðu en við megum veiða 550
tonn, sem gerir 385 tonn af
heilfrystri lúðu.
Skipið getur tekið um 180
tonn af heilfrystum afurðum,
þannig að um er að ræða rúm-
lega tvo túra á grálúðu. Við
verðum 22 um borð og það
verður óhemju vinna hjá
mannskapnum, cn hver veiði-
ferð tekur um þrjár vikur,“
sagði Kristinn Gestsson, skip-
stjóri á Aðalvík, að lokum.
Gripinn glóðvolgur
Lögreglan í Keflavík stóð
skömmu fyrir miðnætti á
fimmtudagskvöld mann að
verki við aðstela bíl. Var lög-
reglan á eftirlitsferð er hún
stóð viðkomandi aðila að
verki. Hafði hann þá farið
inn hjá Bílanesi í Njarðvík og
tekið þaðan bíllykla og sat
hann undir stýri bílsins er að
honum var komið.
Þá unnu krakkar
skemmdarverk á bíl og hjól-
hýsi er stóð fyrir utan Bíla-
sölu Brynleifs í Keflavík.
Voru þeir búnir að brjóta
ljós er komið var að þeim.
I —
J _ m X
TRÉ /V
SPON PARKET
TRÉ-X BYGGINGAVÖRUR IÐAVÖLLUM 7 KEFLAVÍK SÍMI 14700
„Mér skilst að bæjarstjórinn
hafi aðallega verið pirraður
yfir að alltaf var á tali
hjá símstöðvarstjóranum . . .