Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.04.1989, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 19.04.1989, Blaðsíða 9
VÆilLCÍmu* Reiðhjölin tekin fram Þá er sumarið loks að ganga í garð, öllum til mikill- ar ánægju. Þessi unga blómarós, Berglind Guð- laugsdóttir, tók fram reið- hjólið sitt í sólskininu nú ný- verið og þurrkaði af því óhreinindin eftir langan og erfiðan vetur. Það að taka fram reiðhjól- in minnirokkurbílstjóranaá það að framundan er mjög hættulegur tími í umferðinni, hraðinn eykst og allir ungu hjólreiðamennirnir fara á stjá, sumir í fyrsta skipti á nýju hjólunum sínum. í allri gleðinni yfir því að geta loks- ins hjólaði í góða veðrinu, þá vill umferðin oft gleymast. Ökumenn! Verum því vak- andi í umferðinni og förum að öliu með gát. Kaupleiguíbúðir í Sandgerði: Vilja auðvelda fólki að koma þaki yfir höfuðið Miðvikudagur 19. apríl 1989 9 Munið Getraunanumer ÍBK: 230 Nefnd sú er sér um bygg- ingu almennra kaupleigu- íbúða í Miðneshreppi aug- lýsti í síðustu viku eftir til- boðum í að fullgera einnar hæðar einbýlishús, ásamt bílskúr við Vallargötu 3 í Sandgerði. Stefán Jón Bjarnason, sveitarstjóri í Miðneshreppi, sagði í samtali við blaðið að sveitarfélagið væri nú að vinna að því að byggja íbúðir á auðum lóðum í byggðar- laginu og ein leið til þess væri að reisa kaupleiguíbúðir. Sagði Stefán að um leið og leyfi fást fyrir slíkum bygg- ingum yrði reynt að byggja á auðum lóðum. Stefán sagði að í byggðar- laginu væri nokkuð um hús- grunna, þar sem engar fram- kvæmdir hefðu verið í allt að fimm ár. Því væri það stefna sveitarfélagsins að auðvelda fólki að koma þaki yfir höf- uðið með því að fá heimildir til byggingar kaupleigu- íbúða. Orðsending til greinahöfunda Af marggefnu tilefni viljum við ítreka þær 'reglur er gilda um aðsendar greinar til birtingar í Víkurfréttum. Greinin fjalli um Suðurnesjamálefni og sé ekki send öðrum fjölmiðli til birtingar. Lengd greinarinnar sé helst ekki lengri en ein og hálf síða (A-4) ogsé vélrituð með línu- bili l1/:. Sé hún handskrifuð verður skriftin að vera vel læsileg. Skilafrestur er í síðasta lagi föstudag fyrir birtingu. Ber- ist greinin eftir það áskiljum við okkur rétt til að fresta birtingu og/eða stytta greinina. Eigi greinar að birtast undir dulnefni, verður hið rétta nafn höfundar, heimilisfang og kennitala að fylgja með, en með þær upplýsingar verður farið sem trúnaðarmál, sé þess óskað. mun fUttfo FÖGNUM SUMRI A GLOÐINNI Barinn opinn til kl. 03 í kvöld, síðasta vetrardag. Kveðjum vetur í góðri stemn- ingu með píanóleik og huggulegheitum. Fögnum svo sumri með Eyjólfi Kristjánssyni, Bítlavini, á fimmtu- dagskvöld, sumardaginn fyrsta. Eyfi kemur og leikur öll sín bestu lög og fleiri til. Opið kl. 22-01. Um helgina verður opið föstudags- og laugardagskvöld til kl. 03. Góðar veitingar í neðri sal. Gleðilegt sumar!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.