Víkurfréttir - 08.06.1989, Blaðsíða 9
Fulltrúar Skipaafgreiðslunnar og björgunarsveitanna sjö á Suðurnesjum,
Fimmtudagur 8. júní 1989
G.O. Emilssonar
Wh
Tek að mér úðun, garðslátt, kantskurð
og klippingu á trjám og
runnum um öll Suðurnes.
Vönduð og góð vinna.
Uppl. í síma 12640.
-Geymið auglýsinguna-
Skipaafgreiðsla Suðurnesja:
Veitti öllum
björgunar-
sveitunum
fjárstyrk
A aðalfundi Skipaafgreiðslu
Suðurnesja s.f. var ákveðið að
styðja við bakið á öllum björg-
unarsveitunum, sjö að tölu,
sem starfa á Suðurnesjum. Var
samþykkt að veita 210 þúsund
krónum í verkefni þetta eða 30
þúsundum til hverrar sveitar.
Síðasta laugardag fór af-
hendingin fram með viðhöfn á
Flug Hóteli í Keflavík. Kom
það í hlut Einars Kristinsson-
ar, stjórnarformanns SAS, að
veita styrkina og veittu eftir-
farandi aðilar þeim viðtöku af
hálfu sveitanna: Slysavarna-
sveitin Sigurvon, Oskar
Gunnarsson; slysavarnasveit-
in Ægir, Sigfús Magnússon;
slysavarnasveitin Eldey, Jón
Borgarsson' Björgunarsveitin
Stakkur, Olafur Bjarnason;
Hjálparsveit skáta, Gunnar
Stefánsson; slysavarnasveitin
Þorbjörn, Sigmar Eðvaldsson
og slysavarnasveitin Skyggnir,
Hafþór Jónsson.
Kom fram í máli Einars að
honum, sem ogstjórnarmönn-
um fyrirtækisins, væri það
mikill heiður að veita sjálf-
boðaliðum, sem sýndu mikla
fórnfýsi við bjarganir, viður-
kenningar sem þessar. Af
hálfu Skipaafgreiðslunnar
voru eftirtaldir mættir úr
stjórn og varastjórn: Einar
Kristinsson, Garðar Magnús-
son, Karl Njálsson, Ólafur
Baldur Ólafsson, Dagbjartur
Einarsson og Þorsteinn Arna-
son, auk Jóns Norðfjörðs,
framkvæmdastjóra.
Af hálfu þyggjenda kom
það í hlut Óskars Gunnarsson-
ar að þakka fyrir. Kom fram
hjá honum að menn mætu vel
þann hlýhug og skilning sem
þessum styrkjum fylgdu.
Þá sagði hann að nú væru
liðin rúm 60 ár síðan skipulagt
starf björgunarsveita hófst á
Suðurnesjum og 20 ár síðan
björgunarsveitirnar tóku upp
gott samstarf sín á milli. A
þessum 60 árum hafa björgun-
arsveitirnar á Suðurnesjum
bjargað um 400 mannslífum
og þar af Þorbjörn í Grinda-
vík um helmingi þess hóps.
Sem dæmi um fjölda aðstoða,
þá væru skráðar beiðnir um
aðstoð á síðasta ári milli 60 og
70 fyrir utan óveðrafárið í vet-
ur.
Þó í sveitunum væru ein-
göngu sjálfboðaliðar færi um
40-50% af starfi þeirra í fjár-
aflanir. Enda veitti ekki af að
vera vel tækjum búnir hjá
sveitum eins og þessum, þar
sem björgunarmenn eiga ekk-
ert annað skilið en að vera með
þann fullkomnasta tækjabún-
að sem völ er á.
Stolið úr
opinni bifreið
Milli klukkan 3.30 aðfara-
nótt sunnudagsins og hádeg-
is þann dag var farið inn í bif-
reið, sem stóð við Faxabraut
34 í Keflavík, og stolið úr
henni. Um er að ræða bifreið
af BMW-gerð, appelsínu-
gula að lit.
Var stolið samtengdu út-
varpi og segulbandi, hátöl-
urum og myndavél. Hafi ein-
hverjir orðið þjófanna varir
eru þeir hinir sömu beðn ir að
láta lögregluna vita.
Við leggjum
Yvfe'"s
«nata
taW"u
og veitum því öllum íbúðar-
og húseigendum á Suður-
nesjum 10% afslátt á úti-
málningu til 17. júlí.
ÞJONUSTA
þekkÍng
I
Kiddi, Björk og Ingi, málarameistarar
Dropans, eru til þjónustu reiðubúin og
veita þér faglega ráðgjöf með litaval og
annan undirbúning. Og ef þú vilt get-
urðu fengið þau á staðinn til að ráð-
leggja þér áður en þú byrjar að mála.
Dropinn leggur áherslu á þjónustu og
þekkingu - fyrir þig....
P^dropínn
Hafnargötu 90 - Sími 14790