Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.06.1989, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 08.06.1989, Blaðsíða 1
Aðalverktakar búnir að kaupa Sparisjóðshúsið Samkvæmt áreiðanlegum heimildum blaðsins eru ís- lenskir aðalverktakar s.f. á Keflavikurflugvelli búnir að kaupa stórhýsi Sparisjóðsins við Tjarnargötu í Keflavík. Jafnframt hefur verið samið um það að Sparisjóðurinn leigi til mjög langs tíma kjall- ara hússins og jarðhæð, en stefnt að því að opinberir að- ilar komi á efstu hæðina. Mun þetta vera í fvrsta sinn í sögu íAV sem það fyr- irtæki fjárfestir í fasteignum utan Reykjavíkursvæðisins. Fram að þessu hefur mest borið á fjárfestingum fyrir- tækisins á Höfðabakka í Reykjavík. Samkvæmt sömu heimild- um mun fyrirtækið ljúka öll- um framkvæmdum við húsið að utan s.s. lóðina nú í sum- ar. En stefnt er að því að ljúka framkvæmdum við sjálft húsið á einu ári. Verður allt verkið boðið út meðal heimamanna, en þeirra starfsmenn munu hvergi koma þar nærri. fékk leyfið Umsókn Björns Vífils Þorleifssonar um vínveiting- ar að Hafnargötu 19 í Kefla- vík kom til umræðu á fundi bæjarstjórnar Keflavíkur nú á þriðjudag. Aður hafði mál- ið komið til kasta stjórnar- innar og þá vísað til áfengis- varnanefndar, sem vísaði í samþykkt bæjarstjórnarinn- ar frá því í mars sl. um að ekki verði um fjölgun vín- veitingastaða á þessu ári. Urðu miklar umræður um málið nú og fylgdust flestall- ir þeir veitingamenn, sem hafa sjálfstæðan rekstur í Keflavík, með umræðunum af áheyrendapöllum. Fór at- kvæðagreiðslan þannig að fjórir bæjarfulltrúar, Guð- finnur Sigurvinsson, Jón 01- afur Jónsson, Ingólfur Fals- son og Garðar Oddgeirsson, greiddu atkvæði með tillögu frá Jóni Ólafi um að um- sóknin yrði samþykkt, þrír bæjarfulltrúar sátu hjá, Anna Margrét Guðmunds- dóttir, Drífa Sigfúsdóttir og Hannes Einarsson. Tveir greiddu atkvæði á móti, þeir Þorsteinn Arnason og Vil- hjálmur Ketilsson. Fór því svo að málið var samþykkt. Hefðu hins vegar báðir þeirra, sem greiddu at- kvæði á móti, setið hjá, hefði málið fallið á ónógri þátt- töku. Skert þjónusta Sjúkrahússins Vegna kröfu stjórnvaida um niðurskurð rekstrarút- gjalda við Sjúkrahús Kefla- víkurlæknishéraðs hefur stjórn SK gripið til þess ráðs að draga enn frekar úr starf- semi og þjónustu sjúkra- hússins í ár. Felur samdrátlurinn m.a. það í sér að skurðstofa verð- " ur lokuð í þrjá mánuði á ár- inu, þar af í tvo mánuði nú yfir sumartímann. Þá verður nokkrum stofum á almennri legudeild lokað. Takmarkar þetta verulega fjölda aldr- aðra, sem hægt er að taka inn til hvíldarinnlagnar úr heimahúsum og styttir legu- tímann. Þá verður þjónusta fæð- ingadeildar minnkuð. Sæng- urlegudögum verður fækkað úr sex í fjóra, eins o^g nú er á Landsspítalanum. I vissum tilfellum gæti því þurft að vísa fæðandi konum til Reykjavíkur. Mun mæðra- eftirlitið veita nánari upplýs- ingar um þennan þátt. Slysaþjónusta verður þó eins og verið hefur. Eins von- ast stjórnin til að þessar ráð- stafanir í sumar verði til þess að starfsemi SK geti verið með eðlilegum hætti út árið. isostar Perluvöðvar Magnúsar Það var sannkölluð „kroppasýning" í Glaum- bergi sl. laugardag, en þá var í fyrsta skipti haldið sérstakt „Perlukvöld", sem sam- nefnd þrekmiðstöð í Kefla- vík stóð fyrir. Hápunktur kvöldsins var þegar Magnús Hauksson, aðal „vöðva- búnt“ Suðurnesja, kom fram á sviðið í öllu sínu „veldi“ og dansaði við mikinn fögnuð viðstaddra gesta, sem fylltu Glaumbergið. Ljósm.: pket. Vítaverður akstur kærður Lögreglunni i Keflavík var um helgina tilkynnt í þrígang um vítaverðan akstur. Eitt tilfellanna var á Garðvegi, en hin í Keflavík. Tókst lögregl- unni að ná tali af einum hinna ákærðu, annar verður kærður þar sem vitað er hver var á ferðinni, en sá þriðji slapp undan réttvísinni að þessu sinni. Bættar öryggisráðstafanir við Bláa lónið: „Munum koma í veg fyrir annað slys“ „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir annað slys. Það verður iagað allt það sem ekki er í lagi,“ sagði Guð- mundur Guðbjörnsson, einn rekstraraðila baðhússins við Bláa lónið. Síðustu daga hafa öryggis- ráðstafanir við lónið verið bættar til muna. Búið er að strengja öryggislínu þvert yfir lónið, en innan hennar er með öllu óheimilt að vera á vindsængum. Þá er einnig unnið að því að koma fyrir skiltum með afstöðumynd- um af lóninu og sýna þar t.d. öryggislínuna, dýpi í lóninu og allar eyjar ásamt fleiru. Þá verða einnig settar upp fleiri og betri merkingar. Starfsmenn Bláa lónsins hafa nú lítinn árabát til um- ráða og eru nú teknar hita- stigsmælingar reglulega um allt lón. Einnig eru uppi hug- myndir um að setja hita- skynjara víða um lónið sem létu vita um hitastig með merkjum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.