Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.06.1989, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 08.06.1989, Blaðsíða 12
\)imn 12 Fimmtudagur 8. júní 1989 UTBOÐ Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum í 36 kv jarðstrengjalögn frá Svartsengi að að- veitustöð við Grindavík. Verkið felst í skurðgreftri, söndun, útlögn strengja og fyllingum, skurðlengd um 3400 m og einnig skal taka upp um 2300 m af 6 kv streng sem fyrir er í skurðstæðinu. Verk- inu skal að fullu lokið eigi síðar en 30. sept- ember 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hita- veitu Suðurnesja í Njarðvík og á Verkfræði- stofu Suðurnesja, Hafnargötu 58, Keflavík, gegn 5.000 kr. skilatryggingu frá og með föstudeginum 9. júní 1989. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hitaveit- unnar föstudaginn 16. júní 1989 kl. 13.30. HITAVEITA SUÐURNESJA ÍSLENSKUR MARKAÐUR: Leigði út hættu- legt h úsn iæði - á sama tíma og fyrirtækið stóð í skaðabótamáli við fyrri eiganda vegna ónýti þess f Trimm fyrir almenning íþróttaráð Keflavíkur gengst fyrir trimmnámskeiði fyrir al- menning í sumar á íþróttasvæðinu í Keflavík á þriðjudögum og fímmtudögum frá kl. 17 til 20. Iþróttakennarar leiðbeina fólki. Búningsaðstaða og böð í Iþróttahúsinu við Sunnubraut. Öllum heimil þátttaka. Ekkert þátttökugjald. KEFLVÍKINGAR - FJÖLMENNIÐ! ÍÞRÓTTARÁÐ r Iþróttadagurinn Á íþróttadeginum, laugardaginn 10. júní, eru íþróttamannvirki Keflavíkurbæjar opin fyrir almenning allan daginn. Bæjarbúar eru hvatt- ir til að fara í sund, koma upp í íþróttahús eða hlaupa á íþróttavellinum. ÓKEYPIS AÐGANGUR. ÍÞRÓTTARÁÐ KEFLAVÍKUR Fyrir nokkru síðan hóf Plastgerð Suðurnesja tilraunir með húðaða plasteinangrun sem nota átti utanhúss. Til þess þurfti hún húsnæði og fékk leigt hjá íslenskum Mark- aði, efri hæð og stigagang að Bolafæti 13, Njarðvík. Þegar við nánari athugun kom í ljós að gólf efri hæðar var eins og öldusjór og stein- bitar, sem halda áttu loftplöt- unni uppi, voru bognir eins og skautar. Gerði ég strax at- hugasemd við þetta til eiganda og óskaði eftir áliti bygginga- fulltrúa um nothæfni þess. Mjög fljótlega hafði íslensk- ur Markaður látið bygginga- fulltrúann athuga þetta og fékk skýrslu um ónýti þess. En þeirri skýrslu var haldið vandlega leyndri. Ef ég hefði fengið þá skýrslu hefði ég forð- að mínum mönnum út á stundinni, því ekki má vinnu- veitandi hafa menn í hættu- legu húsnæði og tjón sem varð af þessu orðið hverfandi. Þar sem engin viðbrögð höfðu borist frá húseiganda var hafist handa um smíði vinnslulínu uppi á loftinu, sem var bæði dýrt og tók langan tíma. Búið var að kaupa rúm- lega þrjátíu tonn af hráefnum sem nota átti til framleiðslunn- ar og það varð að setja upp á efri hæð. Flutningur milli hæða fór fram með lyftupalli, en hann var svo lítill að það varð að Hákon Kristinsson stækka lyftuopið um einn og hálfan fermetra, svo hægt væri að koma hráefninu upp. Lét ég síðan tvo menn í að sjá um þessa framkvæmd, en þegar þeir voru að marka fyrir opinu kom í ljós að loftplatan, sem er tuttugu sentimetra þykk, var eins og frauður, því þeir tóku stækkunina, sem er hálfur annar fermetri á steinsteyptri 20 cm. plötu, með múrhamri og trésög á hálfri klukku- stund. Þegar hér var komið sögu voru menn ekki látnir vera í þessu húsnæði. Hráefnið, sem var rúm þrjátíu tonn, var aldrei látið á loftið, því það hefði getað valdið mannskaða. Hef ég verið blekktur og orðið fyrir milljóna tjóni. Litlu síðar var mér sagt upp húsnæðinu fyrirvaralaust, vél- ar rifnar niður og fjarlægðar. Síðan hefur það gerst að sex stórir stálbitar hafa verið látnir undir loftið svo það dytti ekki niður. Neðri hæðin leigð málurum en efri hæðina notar íslenskur Markaður fyrir pappakassa. Vottorð frá byggingafull- trúa er ekki birt hér en þess óskað að íslenskur Markaður birti það dagsett, svo sann- leiksgildi þessara skrifa komi í ljós. Virðingarfyllst, f.h. Plastgerðar Suðurnesja, Hákon Kristinsson. Bolafótur 13, Njarðvík. Húsnæði í eigu íslensks Markaðar og bréf- ritari telur stórhættulegt. Ljósm.: epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.