Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.06.1989, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 08.06.1989, Blaðsíða 20
vn:wamtm Fimmtudagur 8. júní 1989 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vailargötu 15 - Símar 14717, 15717. Góð afla- brögð hjá Aðalvík Togarinn Aðalvík kom inn fyrir lielgi með fullfermi af frosinni grálúðu. Var það mikið magn í lestum að geyma varð hluta þess í frysti hjá kokknum, en skipið var með 190 tonn nettó eftir 14 daga vciðiferð. Nú næstu daga fer togarinn norður til Akureyrar, þar sem honum verður breytt, eins og lengi hefur staðið til. Verður hann því frá veiðum í 5-6 vikur. Frá því að skipið kom til Keflavíkur um áramót hefur því gengið vel, en það var á ísfiskveiðum fram í mars, að það hóf frystingu um borð. Meðan skipið var á ísftsk- veiðum allaði það fyrir 25 milljónir, en eftir að frysting hófst hefur það aflað fyrir 55-60 milljónir króna. V/KUR íutlii > jfl KEFLAVÍK Alls brautskráðust 55 úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja síðasta laugardag. Sýnir myndin hópinn í Keflavíkurkirkju ásamt Hjálmari Árnasyni skólameistara lengst til hægri. Ljósmyndir: Heimir FJÖLBRAUTASKÓLI SUÐURNESJA: 55 brautskráðir 40 ÁRAlgj! Veglegt afmælis- blað í næstu viku kemur út sér- stakt afmælisblað Víkurfrétta í tilefni 40 ára kaupstaðaraf- mælis Keflavíkurbæjar. Verð- ur blaðinu aðallega dreift í Keflavík en einnig út á lands- byggðina til kynningar á Keflavík. í blaðinu eru viðtöl við Keflvíkinga, nokkra mjög kunna, eins og nýkjörinn bisk- up, Ólaf Skúlason, lcikarann og skátahöfðingjann Gunnar Eyjólfsson og marga fleiri. Þá eru kynningar á verslunar- og þjónustufyrirtækjum í Kefla- vík, myndir og frásagnir af af- mælishaldinu 1. apríl og fleira, en fyrst pg fremst Keflavík í dag. Brautskráningarathöfn á vegum Fjölbrautaskóla Suð- urnesja var haldin í Keflavík- urkirkju þann 3. júní 1989. Tónlistarfólk úr Tónlistar- skóla Njarðvíkur lék fyrir samkomugesti undir stjórn Haraldar Haraldssonar. Skólameistari flutti yfirlits- ræðu og afhenti síðan braut- skráðum nemendum skírteini. Að þessu sinni voru 55 nem- endur brautskráðir. Skiptust þeir þannig milfi braut: Skiptinemar 4, flugliðar 18, skipstjórar 2, vélstjóri 2. stigs 1, 2jaára bóklegar brautir4, af tæknisviði 13, stúdentar 13. Helga Sigrún Harðardóttir, formaður nemendafélagsins, flutti yfirlit um starf NFS. Sturlaugur Ólafsson annað- ist verðlaunaafhendingu. Flest verðlaun féllu í hlut Ingu Sig- ursveinsdóttur, nýstúdents úr Sandgerði. Aðrir sem hlutu verðlaun voru Helen Hall- dórsdóttir, Þórhallurlngason, Helga Sigrún Harðardóttir, Jóhann Þ. Þórisson, Guðbjörg Leifsdóttir og Sigurbjörg Róbertsdóttir. Sparisjóðurinn í Keflavík veitir árlega bikar til þeirra sem náð hafa góðum árangri í 4 greinum. Bikararnir skipt- ust þannig: íslenskubikarlnga Sigursveinsdóttir, hagfræði- bikar Sigurbjörg Róbertsdótt- ir, vélritunarbikar Guðbjörg Leifsdóttir og bókfærslubikar- inn Inga Sigursveinsdóttir. Eftir ræðu skólameistara voru flutt nokkur ávörp, Kristinn Kristjánsson, kenn- ari, kvaddi brautskráða og Helen Halldórsdóttir, nýstúd- ent, kvaddi kennara og skól- ann. Þá flutti Drífa Sigfúsdóttir ávarp fyrir hönd 10 ára stúd- enta og færði skólanum gjafa- bréf til sérstakra bókakaupa til minningar um látna skóla- systur, Elísabetu Leifsdóttur. Að þessu sinni var skólan- um ekki formlega slitið enda mun verða kennsla og próf í haust til að bæta upp verkfall kennara. Þess vegna frestaði skólameistari vorönn 1989 til haustsins. Humarþjófar gómaðir Lögreglan gómaði inn- brotsþjófa að verki um kl. 5 að morgni sunnudagsins við Keflavík h.f. í Keflavík. Var lögreglan á eftirlitsferð er ár- vökul augu hennar sáu hvað var á ferðinni. Voru þjófarnir, þrír að tölu, að athafna sig með opið farangursrými bifreiðar. Höfðu þeir sett um 87 kíló af humri í kassa-og borið hann út að útidyrum er þeir voru gómaðir. Verða Steini og Villi ekki heiðursgestir á opnunar- kvöldinu hjá Birni? Verðlaunahafar. F.v.: Helga Sigrún Harðardóttir, Inga Sveins- dóttir, Þórhallur Ingason, Jóhann Þ. Þórisson, Helen Halldórs- dóttir, Guðbjörg Leifsdóttir og Sigurbjörg Róbertsdóttir. m ' — m — * mmm m " 1 m _ m wmm*. v s TRÉ “Vv TRE-X INNIHURÐIR TRÉ-X BYGGINGAVÖRUR IÐAVÖLLUM 7 KEFLAVÍK SÍMI 14700

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.